sunnudagur, september 21, 2008

Er ekki komin tími á að kaupa sér nýja glæsiflík???

Já systir mín hún drífa er farin að sauma sig vitlausa og ekkert smá klár stelpan. Hún er búin að opna síðu þar sem hægt er að skoða hönnun hennar og kaupa ef ykkur líst vel á. Algjör skylda að kíkja á nýju síðuna..

Karlinn komin heim og voða gott að fá hann loksins. Nú ætti lífið að verða aðeins auðveldara, kannski maður fái smá hjálp með dæturnar. Hann fer í vinnuviðtal á morgun og vona ég að vinnutíminn sé ekki til 18.. Þá verður nú ekki mikil hjálp í gamla..

Unnum fyrsta leikinn í gær á móti Fylki mjög sannfærandi og vorum bara svakalega góðar. Nú er bara að halda áfram á sömu braut..

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Ég verð aldrei einstæð móðir..

Já einstæðar mæður eru hetjurnar mínar. Vá hvað ég dáist af þeim. Nú er ég búin að vera einstæð í tæpan mánuð og er gjörsamlega að bilast á þessu. Er búin að gera Viktori grein fyrir því að ef hann ætlar einhvern tímann að yfirgefa mig þá skal hann búa með mér þangað til ég finn mér annan. Það er auðvitað bara mjög sanngjarnt.

Allt komið á fullt hjá kellunni núna. Byrjuð að kenna 2.bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Viktoría byrjuð í 3.bekk í sama skóla. Alexandra byrjuð hjá dagmömmu, flottustu dagmömmunni í bænum. Er þvílíkt ánægð með hana. Og svo er það auðvitað boltinn. Þetta verður líf og fjör þegar ég verð búin að endurheimta karlinn.

Einstæða móðirin kveður

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Áfram Ísland..

Þvílík snilld þessi leikur.. Og hvað með viðtalið við Óla Stef eftir leikinn? Bííp, bííp, bííp.. Þetta var mjög skondið að horfa á þetta..

Annars bara ömurlegt að vera einstæð móðir.. Sakna Vikkans míns. Tæpur mánuður í hann..

Áfram ísland

þriðjudagur, júlí 22, 2008

Halló halló.. Vantar einhverjum að leigja HÚS?

Já kerlingin enn á lífi og aldeilis mikið búið að gerast síðan síðast.. Var svona eiginlega komin til Þýskalands en það breyttist snarlega og er ég á leiðinni til ÍSLANDS.. Veivei bara ánægð að vera búin að taka ákvörðun. Og ágætt að prufa að búa heima í smá tíma og sjá hvernig þetta er.

En þá er það mál málanna..

Ég þarf að leigja húsið mitt út og það væri auðvitað allra best að leigja það út til einhvers sem maður þekkir til.. Endilega ef þið vitið um einhvern sem er að fara að flytja til Árósa með fjölskyldu og þarf stórt hús með 4 svefnherbergjum þá bendið endilega á mig.. Ætla að leigja mublað þannig að það er nóg að koma bara með fötin sín.. Mjög mikill sendingarsparnaður þar.. E-mailið mitt er likað hér til hliðar á síðunni ef einhver vill spyrjast fyrir..

Nú skal ég fara að taka mig á í skrifunum, þetta gengur ekki..

Kveðja
Hrabba

föstudagur, júní 13, 2008

Jæja jæja allt að gerast..

Já kellingin komin heim aftur og boltinn farinn að rúlla.. Allt að gerast og nú þarf ég að fara að taka ákvörðun um næsta ár.. Er komin með mjög spennandi tilboð frá Þýskalandi og er að fara að kíkja á aðstæður á morgun með karlinum.. Verðum sótt í einkaflugvél á morgun og skilað aftur heim á sunnudaginn, já ef þetta er ekki veldi.. Það eru nú ekki margir sem hafa verið sóttir í einkaflugi..

Tengdó búin að vera hérna síðan á föstudaginn og fara á mánudaginn.. Þannig að þau lenda bara í barnapössuninni ekki eins og það sé eitthvað nýtt fyrir þeim..

Svo er bara Spánn eftir 9 daga með stórfjölskyldunni (nema Rebbu sem valdi Tyrkland fram yfir okkur).. Það verður nú eitthvað fjör og aldrei að vita nema ég taki nokkra klukkutíma á sólbekknum, það væri þá eitthvað nýtt..

Skal nú reyna að láta heyra frá mér eitthvað..

Kveðja
Hrabba

miðvikudagur, apríl 30, 2008

Keyrt á hund drottningarinnar..

Já það eru aldeilis fréttir héðan frá Danaveldi en mun merkilegri fréttir eru þær að þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er keyrt á hundinn hennar.. Nei nei þetta er í 3 skiptið sem það er keyrt á hundin/ana hennar.. Ætli hún hafi aldrei spurt sjálfa sig hvort að hún ætti bara yfir höfuð að eiga hund?? Og ekki nóg með það að þá stakk fyrsti hundurinn hennar af og kom aldrei aftur.. Hundurinn sem keyrt var á í gær er í mjög krítísku ástandi og ef hann lifir ekki af þá er þetta fjórði hundurinn sem hún missir... 3 af slysförum og einn sem stakk af.. Hundar nenna greinilega ekki að lifa neinu kóngalífi eða þá er hún bara svona rosalega leiðinleg og þeir hlaupa kannski bara viljandi fyrir bíl..

Allir annars í stuði.. Frí á morgun og föstudaginn í skólanum og vinnunni hjá Viktori.. Afmæli á morgun hjá Telmu sem þýðir hlaðborð hjá Hönnu Dóru nammi namm.. Og Viktor er að fara að töfra fyrir börnin og mun að sjálfsögðu slá í gegn..

Er dottinn í imbann.. Kiel - Nordhorn.. Nordhorn verður að vinna svo Flensborg geti orðið meistarar..

Hrabba

mánudagur, apríl 21, 2008

Sólin er komin og bekkurinn komin í notkun..

Já tími Hrafnhildar er heldur betur komin.. Búið að vera geðveikt veður síðan á föstudaginn og er spáð áfram..

Daddi, Tinna og Emelía gistu hjá okkur alla helgina.. Alltaf jafn gaman að fá þau.. Daddi fór niður á hné og Tinna sagði já.. Hef séð það rómantískara þar sem Daddi gleymdi að biðja hennar þannig að þetta gilti ekki :-( Og Viktor meira að segja búin að semja texta og allt til að syngja í brúðkaupinu þeirra..

Er búin að vera rosalega dugleg að æfa undanfarið, fer í ræktina 6 sinnum í viku. Hljóp í gær til Hinnerup sem eru alveg 7 km (mikið fyrir mig).. Fór í morgun að lyfta og svo á æfingu áðan með Århus og spilaði svo æfingaleik á eftir með enska landsliðinu.. Það er mjög spes.. 3 í liðinu sem eru bara búnar að æfa í tæpa 4 mánuði.. Standa sig samt mjög vel miðað við það, sérstaklega markmaðurinn..

Förum svo til Köben á fimmtudaginn þar sem við munum hitta mömmu sem er í vinnuferð með Lóu frænku, Siggu frænku og Stínu stuðbolta.. Það verður æði að hitta þær og jafnvel að ég skelli mér á ball með þeim..

Já heldur betur mikið að gerast í lífi Hrafnhildar þessa daganna..

Bestu kveðjur úr sólinni

sunnudagur, apríl 06, 2008

Hvenær hættir þetta????

Úff greyið Viktor minn.. Það sem hann hefur ekki þurft að þola síðustu ár í hjónabandinu.. Ég hef misst þrisvar af flugi, gleymt tónleikamiðum á Robbie tónleika sem fattaðist fyrst eftir rúmlega 100km akstur þannig að það var mjög hressandi að þurfa að snúa við og sækja miðana.. Í gær tókst mér þetta enn og aftur, jújú.. Vorum að fara í silfurbrúðkaup til nágrannanna sem var haldið hérna rétt fyrir utan Århus.. En fyrst þurftum við að fara með stelpurnar í pössun til Ella og Erlu sem búa alveg í hinum enda bæjarins þannig að við erum að tala um lengra en Hafnarfjörður-Mosó.. Síðasta sem hann segir við mig áður en hann fer út úr dyrunum með Alexöndru; þú mannst svo eftir að taka skiptitöskuna.. Ég labba út í bíl 30 sekúndum seinna.. Svo þegar við komum til Ella og Erlu rúmum 20 mín seinna þá uppgötvast að sjálfsögðu að skiptitaskan er ekki með og rúmur hálftími í veislustart og við skulum alveg hafa það á hreinu að hérna mætir engin of seint.. Viktor greyið þurfti sem sagt að taka auka 40 mínútna rúnt til að ná í þessa blessuðu tösku (það eina sem mátti ekki gleymast).. Við mættum svo auðvitað of seint en sem betur fer ekki meira en 20 mínútum (ég var alveg búin að sjá það verra).. En samt við erum að tala um að þegar maður mætir svona síðastur hérna þá þarf maður að labba allan hringinn og heilsa öllum sem koma á undan okkur (sem voru allir).. Frekar pínlegt þar sem fólk sest ekki fyrr en allir eru komnir.. Þannig að ég mætti heldur betur með skottið á milli lappanna.. Og Viktor svona líka hress með Hröbbuna sína.. Segir bara alltaf: hvenær hættir þetta? Já ég er sko vel gift.. Vá hvað ég gæti ekki haft svona mikla þolinmæði ef þetta væri öfugt hahaha.. Ég sagði líka við hann að það er sko pottþétt að við eigum eftir að eiga silfurbrúðkaup fyrst hann er ekki búin að yfirgefa mig núna.. Já hann fékk nú líka mesta hrós sem ég hef gefið þegar ég sagði við hann að ég væri betur gift en hann haha..

En silfurbrúðkaupið var upplifun. Geðveikur matur og bara rosa gaman.. Ótrúlega sorglegt að við Íslendingar skulum ekki gera neitt úr þessum merkilega degi og sérstaklega núna þar sem að fleiri skilja en halda út.. Það verður sko annað brúðkaup hjá okkur.. Og við erum að tala um að herlegheitin byrjuðu á miðvikudaginn þar sem yfir 60 manns voru mætt fyrir utan hjá þeim klukkan 7 um morguninn (og já líka ég og Vikka) ásamt lúðrasveit til að syngja fyrir þau.. Svo var opið hús hjá þeim allan daginn.. Svo var veislan í gær og þar var 3ja rétta máltíð ásamt brúðartertu og auðvitað nætursnarli.. Það var sem sagt étið stanslaust í 7 klukkutíma.. Já Daninn kann þetta..

Annars er Hrabban bara enn gift og hress og kveður í bili ;-)

sunnudagur, mars 30, 2008

Komin tími á nokkrar línur..

Já heldur betur komin tími á kelluna að skrifa nokkrar línur..

Áttum frábæra páska með Ernu, Robba, Daníel Mána og Ísól Kötlu. Þau voru hérna hjá okkur í viku um páskana og að sjálfsögðu var mikið spilað mér og Ernu til mikillar gleði enda unnum við strákana illa í Partners.. Og svona til að kóróna sigurvímuna þá tókum við þá 9-2 í fótboltaspilinu.. Ég er enn að berjast við að ná mér niður á jörðina aftur..

Alexandra stækkar og stækkar og er alltaf sama draumabarnið og líkist alltaf mömmu sinni meira og meira (finnst mér allavega).. Brúnu augun eru allavega komin á sinn stað mér til mikillar gleði..

Viktoría vara að keppa um helgina.. Skoraði 3 mörk og fékk medalíu. Mjög sátt við sig skvísan.. Þetta gengur alltaf betur og betur nema þegar barnið fer í mark.. Guð minn góður þá sit ég með hendur fyrir augun.. Hún er skelfilegur markmaður.. Kannski að maður láti Begguna taka hana á nokkrar aukaæfingar í sumar haha..

Svo var tíminn að breytast í dag.. Komin sumartími þannig að við erum tvo tíma á undan.. Það þýðir oft að mamma og pabbi hringja þá fyrst eftir miðnættið..

Erum dottin í Forbrydelsen.. Þvílík snilldarsería.. Farin að horfa..

Kveðja
Hrabba

þriðjudagur, mars 11, 2008

Myndavélin mín er fundin.....

Var svo kát og glöð í gær þegar ég fann myndavélina mína ofan í fínu stígvélunum mínum.. Hún er búin að vera týnd síðan á áramótunum og allar myndirnar frá skírninni, jólunum og áramótunum eru sem sagt komnar í leitirnar og inn á barnalandssíðuna..

Vorum hjá Dadda og Tinnu um helgina. Alltaf jafn yndislegt að vera hjá þeim og aldrei klikkar maturinn á þeim bænum.. Hefði verið hægt að rúlla mér heim frá Odense.. Ég var að keppa á laugardaginn í Köben og þurfti því að skreppa þangað.. Gengur bara vel að komast í form og spilaði næstum því 60 mín á lau. Verst hvað það er lítið eftir af tímabilinu.. 3 leikir og síðasti í lok mars..

Söknum Valnýjar okkar en hún flutti heim í lok febrúar.. En það styttist nú í hana aftur til Árósa þegar hún kemst inn í Arkitektarskólann.

Helgin framunda skipulögð (sko Hröbbuna).. Förum í mat, X-factor og spil til Hönnu D'oru og Andra á föstudaginn, páskabingó Íslendingafélagsins og mat til Jan og Lene á laugardaginn.. Svo er leikur á sunnudaginn.

Já og stórfrétt vikunnar er án efa að Drífa Skúladóttir er orðin Facebookari.. Þeir sem þekkja hana eru í sjokki.. Nú bíð ég bara eftir henni við pókerborðið..

Farin að gera eitthvað
Hrabba

fimmtudagur, mars 06, 2008

Hann á afmæli í dag..

Já enn eldist betri helmingurinn. Þessi elska orðin 31 árs.. Innilega til hamingju með afmælið elsku Viktor minn..

Annars bara lítið að gera, held að Alexandra sé búin að vera vakandi í 3 klukkutíma síðan 21 í gærkvöldi og nú er klukkan að verða 15.30.. Þetta barn er auðvitað bara snillingur.. Skil ekki að það skuli ekki vera búið að klóna mig og mín gen..

Yfir og út
Hrabba

föstudagur, febrúar 22, 2008

Eigum við að ræða "vini" mína aðeins??

Já þá sem eru að kveikja í Danmörku þessa dagana.. Búið að slökkva yfir 700 elda á viku.. Hvað er málið með þetta fólk? Og svo kemur það í fréttunum og er að klaga yfir því hvað löggan tekur hart á þeim.. Eins og það þýði eitthvað að biðja þau pent um að hætta.. "Elsku "vinur Hröbbu" værir þú kannski til í að hætta að kveikja í bílum nágranna þinna"? Eins og það sé eitthvað annað í stöðunni en lemja þetta fólk.. Nú ættu frændur okkar Danir að nota tækifærið og henda sem flestum úr landi (allavega þeim sem hægt er að henda út)..

Verð nú samt að segja að ég er engan vegin að skilja þessa fjölmiðlakalla að birta myndirnar aftur.. Þeir eru auðvitað bara að leggja fullt af saklausum lífum í hættu.. Maður bíður bara eftir fyrstu bombunni hérna.. Þeir vilja bara sýna það að það er tjáningarfrelsi í landinu en það er ekki eins og þetta lið eigi einhvern tímann eftir að fatta eða skilja það.. Og hver nennir í stríð við þetta fólk?? Þetta eru alveg mögnuð viðbrögð hjá fólki að eyðileggja bara fyrir næsta manni (búið að kveikja endalaust í bílum hérna) og þeirra trú byggist á fyrirgefningu.. Og svo er fólk alltaf að reyna að segja við mig að það séu svartir sauðir allstaðar (sammála því) en við erum að tala um aragrúa af svörtum sauðum.. Rosalega eru fáir sem hafa skilið þennan blessaða Kóran rétt.. Eins gott að hætta áður en ég skrifa of mikið..

Annars er Hrabban bara nokkuð hress.. Sef nóg, er mjög mikið heima og fer á æfingar þess á milli. Viktor minn vinnur út í eitt, held að hann sé komin með leið á mér allavega hljóta vinnufélagarnir að halda það.. Þeir geta mjög sjaldan unnið auka því þeir þurfa að vera með kærustunum á meðan tveggja barna faðirinn tekur allt auka..

Vikkan á að keppa á morgun í handbolta. Við ætlum svo að kíkja á Eibbuna og gista þar..

Hrabban kveður

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Draumabarnið..


Nýjar myndir af draumabarninu á www.viktoriadis.barnaland.is Vá hvað hún er lík mömmu sinni :-)

föstudagur, febrúar 15, 2008

Nýr búningur, nýtt númer og búin að skora..

já allt að gerast í boltanum.. Komin í bláan búning númer 21 og er byrjuð að skjóta.. Er samt aðallega í vörninni en er nýfarin að skjóta aftur eftir smá axlavesen.. Það fer vonandi að styttast í sóknarleikinn.. Gaman að vera komin í gang aftur og nú er bara að fara að geta eitthvað..

Alexandra er alveg að standa sig í svefninum.. Svaf í 13 tíma í nótt án þess að vakna á túttuna og 15 tíma nóttina á undan.. Veit ekki hvað er í gangi, kannski ný rútína..

Viktor er búin að vera með nýjan vinnufélaga tvær síðustu vikurnar, 15 ára dreng sem heitir Abbas og er aumingi.. Átti bara að vera í tvær vikur í praktík. Byrjaði fyrsta daginn á að koma klukkutíma of seint og svo er hann allavega búinn að vera fjarverandi tvo daga, einn daginn með hálsbólgu.. Hann var rekinn úr skólanum hérna og er í svartklædda drengjagenginu hérna í bænum sem samanstendur af mjög fáum dönum.. Þeir eru byrjaðir að brjótast inn í hús og er löggan einu sinni búinn að ná þeim.. Helv... pakk... Er að spá í að leggja allan minn metnað í að keyra þá niður hérna í miðbænum.. Þeir hlupu einmitt fyrir bílinn hjá okkur um daginn þegar Viktor var að keyra og viti menn hann hægði á sér. Sagði honum að hann myndi gera bænum mikinn greiða með því að gefa í.. Leiðinlegt að segja þetta en þetta eru bara glæpamenn framtíðarinnar..

Hanna systir og Hanna Sigga vinkona hennar komu í gærkvöldi.. Eru í þessum skrifuðu að versla sig vitlausar.. Enda ekki erfitt hérna í Århus. Spyrjið bara Eivor eða Elfu eða Steffí eða Daða..

Verð að fara að elda fyrir skvísurnar
Hrabban kveður

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Poppstjarnan Viktoría..



Þessi elska gekk í hús í tilefni Fastelavn (ösku og bolludagurinn hérna) og söng fyrir fólkið.. Hún safnaði saman 76 kr dönskum þessi elska sem eru auðvitað komnar í baukinn.. Hef aldrei séð svona flotta poppstjörnu..


Hvað gerðist???????????

Spurning og gáta dagsins í boði Viktoríu.. Hvað haldiði að hafi gerst?

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Fullt af nýjum myndum..

Setti inn fullt af nýjum myndum inn á barnaland í gær.. Endilega kíkið við og kvittið.. Viktoríu finnst svo gaman að lesa gestabókina..
Kveðja
Hrabba

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Fýlupúkar..

Ótrúlegt hvað þetta handboltalandslið getur haft mikil áhrif á skap fjölskyldunnar.. Þegar staðan var orðin 6-0 í gær lak af okkur fýlan hérna í sófanum í gær. Vorum svo öll að koma til þegar þeir minnkuðu í 2 en svo var þetta bara búið.. Nú er bara að vona að þeir nái einhverjum stigum í riðlinum. Það þyrfti helst að vera í kvöld á móti Ungverjunum..

Ég er farin að hreyfast aðeins hraðar í boltanum, búin að finta nokkrar sem eru miklar framfarir.. Þjálfarinn vill endilega fara að nota mig sem allra fyrst sem ég er ekki alveg að skilja en ætli maður fari ekki að koma pappírunum í lag.. Ég get allavega byrjað á því að standa í vörninni..

Alexandra er alltaf söm við sig.. Við mæðgur sofum til hádegis alla daga..

Viktoría er alltaf jafn góð stóra systir.. Er alveg að fíla þetta hlutverk.. Hún er alveg að verða fullorðinn þessi elska..

Farin að sinna prinsessunum mínum
Hrabba

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Fyrsta æfingin með nýju liði.. Fæturnir frekar óhressir...

Já það er ekki mikið eftir í fótunum á mér núna.. Jesús minn hvað þetta var erfitt og vá hvað það er leiðinlegt að vera ekki fljótari en raunin er en það kemur vonandi fljótt.. Ætla að æfa með Hadsten næstu vikurnar og sjá hvort að ég komist í nógu gott form til að geta hjálpað þeim eitthvað aðeins.. Liðið er í 1 deild og er í fallsæti núna en það er bara 10 mínútur héðan þannig að það hentar rosa vel.. En ég er búin að finna nýjasta idolið mitt.. Já það er ein í liðinu 45 ára og hún er í besta forminu, þvílíkur snillingur.. Á þrjú börn og það yngsta 17 ára.. Ég ætla að verða eins og hún..

Alexandra eða Sandra svefnpurka eins og hún er kölluð þessa dagana heldur áfram að sofa eins og engill.. Ég vakna bara eins og Dolly Parton á morgnana með kútana uppblásna (eins gott að njóta þess á meðan það varir haha)..

Leiðinlegt hvernig fór með boltann áðan:-( Nenni ekki að ræða það neitt meir.. Þeir taka þetta á morgun..

Farin að teygja á..
Hrabba

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Einn dagur í EM..

Já það verður líf og fjör fyrir framan imbann á næstu dögum og vonandi að strákarnir standi sig vel..

Annars er lífið voða auðvelt þessa daganna.. Sandra svefnpurka sér til þess. Blessað barnið er búið að sofa í 7-9 tíma streit síðustu nætur en þá vaknar hún og fær sér að drekka og fer svo strax að sofa aftur.. Ég fór á fætur í dag klukkan 13, mjög eðlilegt bara..

Viktoría skvís er alltaf söm við sig.. Var sett fram á gang í skólanum vegna þess að hún truflaði svo mikið.. Svo kom hún heim og pissaði á gólfið vegna þess að hún gleymdi að lyfta upp setunni, bara ekkert utan við sig.. Skil ekki hvaðan hún hefur þetta haha..

Valný er komin aftur til okkar og auðvitað mikil kátína með það.. Hún verður hjá okkur út febrúar. Svo er Svalan að koma á morgun og verður hjá okkur í nokkra daga þannig að það verður skemmtilegt í kotinu á næstu dögum.

Látum þetta vera gott í bili
Hrabba

föstudagur, janúar 11, 2008

Ég á 7 ára gamalt barn..

Já tíminn er heldur betur fljótur að líða, það styttist óðum í fermingu.. Eftir að hafa haldið fyrstu afmælisveisluna á Íslandi í 6 ár sem var 45 manna veisla þá var komið að öðrum í afmæli sem var haldið í dag fyrir stelpurnar í bekknum. Og viti menn mín fékk maskara, augnskugga og glimmergloss.. Ég sem var búin að segja við hana að maður byrjaði ekki að nota maskara fyrr en fyrsta lagi 13 ára.. Það er sem sagt búið, mín er núna stífmáluð fyrir allan peninginn..

Alltof langt síðan ég hef skrifað.. Ísland um jólin var æði, tvær heilar vikur og náðum við að hitta næstum alla.. Langt síðan ég hef fengið svona langt jólafrí..

Alexandra er alveg í essinu sínu.. Sefur eins og engill og þá sérstaklega á næturnar sem hentar mömmunni alveg ótrúlega vel.. Hins vegar er hún truflari dauðans þegar kemur að pabbanum.. Ef hann ætlar að leggja sig er alveg pottþétt að hún sé ekki að fara að sofa.

Svo er kellan farin að æfa.. Mætti á fyrstu æfinguna á mánudaginn, var eins og barn að bíða eftir að komast í tívolí ég hlakkaði svo til.. Hausin svolítið langt á undan fótunum en vonandi kemur þetta fljótt..

Kveð í bili og ætla nú að koma sterkari inn í blogginu
Hrabba

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Falleg eða???



mánudagur, desember 03, 2007

Loksins komnar fleiri myndir..

Já Hrabban að vakna til lífsins aftur.. Fórum í dag til læknisins í viku skoðun og var prinsessan alveg jafn þung og þegar hún fæddist sem er nú mjög gott.. Hún er algjör draumur og sefur eins og engill..

Við bíðum svo spennt eftir næstu helgi en þá förum við í afmæli á laugardeginum og svo í jólahlaðborð til Flensborgar á sunnudeginum.. Aldrei að vita nema maður leggi íþróttabuxurnar til hliðar þá.. Búin að vera eins og drusla til fara núna í viku...

Setti svo inn nýjar myndir á barnaland áðan.. Endilega kíkið við..

Farin í háttinn
Hrabba

föstudagur, nóvember 30, 2007

Allt að komast í gott stand..

Já smá pása búin að vera hér.. Kom pínu bakslag á þriðjudaginn þar sem móðirin ég fékk 40 stiga hita og þurfti að fara á spítalann í rannsókn.. Eins og alltaf þegar ég á í hlut þá var auðvitað ekkert eðlilegt að mér og læknirinn klóraði sér bara í hausnum og skildi ekkert.. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir þessum háa hita og lét hann mig á pensilínkúr sem er nú svolítið skrítið en hjálpaði mér mjög fljótlega.. Ég er alveg að verða hin hressasta.. Það er nú auðvitað fyrir öllu að litla prinsessan sé spræk og það er hún.. Sefur eins og engill og er orðin voða dugleg að drekka..

Nú tekur bara við róleg helgi.. Mamma að fara á morgun sem er nú ekki alveg nógu gott þegar maður fær enga þjónustu hérna.. Ljósmæðurnar forðast okkur eins og heitann eldinn.. Við vorum einmitt að spá í hvenær hún yrði nú vigtuð og skoðuð næst.. Við erum allavega ekki búin að fá að vita neitt.. Það var sko eins gott að múttan mín kom til mín.. Hennar verður sárt saknað en maður verður víst að senda hana heim fyrir næsta "sauð"burð..

Jæja neyðin kallar..
Hrebs

mánudagur, nóvember 26, 2007

Mynd dagsins..

SVO SÆT..................

This page is powered by Blogger. Isn't yours?