fimmtudagur, desember 30, 2004

Keyrt á kaggann okkar....

Já haldiði að það hafi ekki verið keyrt utan í glæsikerruna okkar áðan og hver ætli hafi verið þar að verki..... trommur.............................................
..............................................jú jú NÝBÚI..........................
Vá hvað ég hefði verið betur sett ef þetta væri nú bara heima hjá sér.....
Nei annars var þetta ekki svo slæmt. Hann keyrði aðeins utan í stuðarann hjá okkur og það var orðið svo dimmt að Viktor sá ekki nógu vel hversu mikið þetta var.. Við vorum þó heppinn að það var maður sem benti Viktori á að það hefði verið ekið utan í bílinn.. Nýbúinn ætlaði auðvitað að stinga af og var alls ekki sáttur við manninn sem klagaði. Viktor sagði að hann hefði hreytt í hann allan tímann og meira að segja rifið í hann tvisvar í staðinn fyrir að tala bara við Viktor.. Viktor vonar bara núna að þetta sé ekki neitt svo hann þurfi ekki að hringja í fíflið.. Hann er snarbilaður eins og flestum nýbúm hérna sæmir..

Gleðin tók þó öll völd hér í kotinu áðan þegar litla prinsessan okkar ákvað loksins að kúka í klósettið. Hún hefur ekki viljað kúka í klósettið í rúmt ár og þetta er búið að vera mikið vandamál.. Fagnaðarlætin voru rosaleg, ég og Viktor vorum eins og geðsjúklingar hérna hoppandi og öskrandi út um allt.. Og til að toppa árangurinn þá tókst Viktoríu auðvitað að stífla klósettið... Vá hvað mér fannst það fyndið, annað en pabbanum sem vildi kenna pappírsmagninu um. Þetta var bara hinn fínasti hnulli hjá henni.. Nóg um skít....... Erum samt enn að fagna......

Horfðum áðan á Tedda verða bikarmeistari í Noregi.. Til hamingju Teddi minn... Skemmtilegur leikur og kom Teddi sterkur inn í vörnina í seinni hálfleik og auðvitað bestur í fagninu...

Jæja læt þetta duga..

Later
Hrabba

miðvikudagur, desember 29, 2004

Jólauppgjörið..

Alltof stutt jólafrí er á enda hjá okkur Årósafjölskyldunni. Flugum út á mánudagsmorgun. Ég náði að kveðja systkinahópinn á Hverfisbarnum (hvar annars staðar). Mjög skemmtilegt kvöld þar sem ég hitti rosa marga. Kvöldið endaði samt ekki alltof vel því ég fór og náði í hann Viktor minn á Hótel Ísland en þar var hann að vinna með Móralnum. Karlinn mætti bara út í bíl alblóðugur. Þá hafði allt verið löðrandi í slagsmálum og Viktori mínum bara kippt niður af sviðinu þar sem hann lenti á glerbrotum og skar sig á hendi og fæti. Það var nú bara rúmur klukkutími þangað til við áttum að leggja af stað út á flugvöll og Hrabba sniðuga fór bara með karlinn til múttu upp á Borgó þar sem hún var á næturvakt og lét sótthreinsa karlinn og plástra hann. Líðan hans er eftir atvikum........

Svona helstu punktar síðan síðast:

-Fór til Barcelona 20-22 des. þar sem við unnum Katalóníu. Ferðin endaði svo á djammi sem varð mjög skondið djamm.. Drífa fékk höfnun dauðans sem hefur aldrei gerst áður. Þrír svertingjar sem tóku bara upp dagblaðið inn á diskóinu til að losna við Dríbbuna. Við gjörsamlega önduðumst úr hlátri.. Gunnur reif hlýrabolinn hennar Jónu aðeins of mikið þannig að tútturnar skutust út.. Jóna samt fljót að redda sér. Þið fáið bara stuttu útgáfuna af sögunum þannig að þið þurfið sjálf að fylla í eyðurnar...

-Yndislegu tengdaforeldrar mínir eru búin að bjóða okkur til útlanda í sumar. Þau eiga bæði stórafmæli í júlí og eru búin að bjóða allri fjölskyldunni út.. Það er nú varla hægt að fá betra boð.. Við erum strax farin að hlakka til..

-Ég er komin í nýtt handboltalið, á reyndar eftir að skrifa undir en allt annað er klárt.. Já það er mikill heiður að stórliðið SÁ vill fá mig til liðs við sig og það skemmtilega við þetta lið er að ég er eina konan í liðinu og nokkuð augljóst að ég mun ráða öllu.. Hlakka mikið til að fá að spila með strákunum. Ási, blokkari dauðans, á línunni og Viðar hennar Jónu á miðjunni.. Ási minn þú sendir mér bara samninginn út..

-Í gær sagði Viktor við Viktoríu að hún væri alfjört rúsínurassgat.. Mín var ekki lengi að svara fyrir sig; þá ert þú bara rúsínutyppi.... hahaha.. Já hún er sniðug eins og mamma sín...

-Ég er búin að vera veik síðan mánudagskvöld.. Tók með mér flensuna frá Íslandi og er búin að vera alveg ónýt.. Get nánast bara legið.. Ef ég stend upp fæ ég bara rosalega verki aftan í hnakkann og niður eftir hálsinum.. Ekki mikið fjör á mér.. Og ég sem var að drífa mig út til að ná æfingum.. Það er nú eitthvað lítið um þær núna..

-Áðan fóru fram úrslitaleikirnir í bikarnum. Skjern liðið hans Ragga tapaði á móti Kolding. Og Horsens vann Ikast í kvenna.. ótrúlegt að Horsens sé bikarmeistari. Við Holstebrosystur vorum hársbreidd frá því að slá þær út í 16 liða. Töpuðum í framlengdum leik eftir að hafa leitt allan leikinn. Fyrir þá sem eru ekki að skilja þetta þá eru svo mörg lið í bikarnum að keppnin tekur eitt og hálft ár.. Eftsudeildarliðin koma bara síðust inn..

Er örugglega að gleyma einhverju en læt þetta duga í bili..

Kveðja Hrabba

Fagnaðarfundir á Hverfisbarnum

Já þá er komið af skrifum,, lítið verið skrifað undanfarið!! ég fór að hafa áhyggjur af Hröbbu,, það er liðin meira en vika frá seinustu færslu frá kellunni!! en ég get sagt ykkur það að það er ástæða fyrir því,, jú big syst er veik!!
Ég talaði við hana í gær og þakkaði fyrir síðast!! Það voru nebbla fagnaðarfundir á Hverfisbarnum 2. í jólum.. þar hittumst ég, Daði, Dagný og Hrabba öll!! Jú og það var geibilega gaman!! ;) Dagný var án efa sú skrautlegasta... Daði á barnum.. þannig að það kom í hlut okkar Hröbbu að halda uppi heiðri fjölskyldunnar!!! og skiluðum við því hlutverki með sóma!!!
Djammari kvöldsins er hinsvegar Soffía Rut Gísladóttir!!! hún er sannkallað æðipæði! ;) Já þið sem þekkið hana vitið hvað ég á við en hin sem þekkið hana ekki,, mæli með að þið kynnist henni... Hana er að finna á Hverfisbarnum!!! ;)
Jæja nóg í bili,, Nanýgjana er að kalla...
Hæjasen

mánudagur, desember 27, 2004

Þunn eftir læti næturinnar!

Gleðileg Jól öll með tölu, vonandi eruð þið búin að hafa það fínt yfir Jólin. Kellan er allavega búin að hafa það svaka fínt. Fór reyndar aðeins yfir strikið í gær, úfffff drakk mig piss fulla í gær en það var svaka stuð. Við landsliðs-píurnar hittumst hjá Gunnsunni í gær og úr varð sjóðheitt partý sem endaði að sjálfsögðu á Hvebbanum......ussss hann klikkar seint! Kellan skilaði sér heim um hálf sjö leytið, veit ekki hvernig ég hef haft rænu á því að koma mér úr fötunum og í náttfötin. En ég er allavega búin að fá að kenna á því í dag....... þvinka dauðans!

Dríbban hringdi með tárin í augunum í dag, var þvílíkt miður sín á því að hafa beilað á Hvebbanum. En kellan er stödd í eyjum yfir hátíðarnar og verður þar yfir áramót. Þar munum við tvíbbar djamma um áramótin saman...... maður lætur allt eftir þessum blessuðum körlum!

Hef þetta gott í bili, við Rebba og Amor ætlum að setja mynd í tækið.

Hey svona að lokum......... Guðrún Drífa ertu að grínast með VATNIÐ!!!!! og ég skildi ekkert útaf hverju ég mátti ekki blanda í glas fyrir kelluna!


föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól

Gleðileg jól elskurnar mínar!!!
Hafið þið það sem best um jólin.. borðið endalaust,, samt ekki af kjöti!!!
Slappið síðan af um jólin og verið með fullhlaðin batterí fyrir næstu helgi!!
Já elskurnar mínar... það er að gera sig! ;)
Ég þakka allar samverustundir sem ég hef átt með ykkur,,ef þær eru til staðar!
Lifið heil og í minningu alls þess góða á árinu sem er að líða!!!
Þeir sem hafa eitthvað á samviskunni hafa viku til að kippa því í lag!!!
Jæja,, tilgangur færslanur var allavena bara....
!!!!!GLEÐILEG JÓL!!!!!
Jólakveðja Hanna

miðvikudagur, desember 22, 2004

Finnst allir vera fyrir mér eitthvað....

Hæjj alle sammen!!
Stelpurnar unnu áðan.. veivei! =)
Annars er ekki mikið að frétta, prófunum er lokið og var útkoman barasta prýðileg!
Er að reyna vinna e-ð frá mömmu út á þær.. krefst verðlauna!!
Próflokadjammið var með fínasta móti,, föstudagurinn byrjaði með Idoli og síðan afmæli og audda endaði mar kvöldið með því að fara á Hvebba með Valnýju!! Þar var mikið af hressu fólki bæði innan og utandyra.. Laugardagurinn var sérstakur,, ég nennti ekki með vinkonum mínum í afmæli,, langaði meira í hið umtalaða afmæli Lísunnar!!! Þannig að ég mætti bara í fyrirparty með brósa og strákunum og fór síðan til Lísu!!! Gott afmæli þar á ferð!!!
En bærinn var hinsvegar dauðinn!!!! Allt of mikið af fólki... Fannst allir vera fyrir mér... einmitt það sem er líka að bögga mig í jólastússinu,,, finnst jólin bara humdleiðinleg núna eitthvað!!! Allir útum allt og það sem er verra er að það eru allir á sama stað og ég,,, ótrúlegt það!!! Blööö,, var næstum hætt við að gefa jólagjafir.. átti 16 gjafir eftir í gær!!! Þetta fór alveg með heilsuna!!! =/

En í dag urðu breytingar í Austurberginu.. Rebekka Rut fluttist heim frá Danaveldi!!
Jáh,, lille pigen er bara flutt heim!! Það er soldið skrítið.. En audda er mar glaður að fá gosann heim.. Fórum í jólagjafastússerí og fengum okkur KFC.. Þannig að gjafalistinn fór sílækkandi!!!

Jæja börnin mín smá,, ætla að leggjast ein í video-ið,, Daði er nebbla að steggja vin sin út á landi,, sktítið það að einn af bestu vinum Daða sé að fara gifta sig eftir viku og Daði mætir ekki einu sinni með maka í brúðkaupið!!!
Ætli maður fari ekki í málið,, eða nei ég hef annan ráðgjafa í huga.. ætla að ræða við hana um helgina og bjóða henni starfið!!! durududumm!!!!! ;)

Þangað til næst
Hennie Lolander (bara fyrir Jónu)

laugardagur, desember 18, 2004

6 dagar til Jóla

Hey ég kem líka heim á morgun......þó ég hefði viljað koma heim í dag og kíkja á djammið heima, en maður verður víst að sinna karlinum sínum.
Í kvöld er ég að fara að horfa á Gunnar keppa útileik á móti nágrönnunum, þetta verður víst einhver Haukar-FH fílingur.... það verður örugglega bara gaman að því, en svo á eftir leik á að sletta aðeins úr klaufunum og er maður að sjálfsögðu meira en til í það. Fyrst eiga allir að koma með pakka, þetta verður einhver skonar pakkaleikur eins og var alltaf á litlu Jólunum í grunnskóla, nema hvað..... það má ekkert kaupa, þú verður að sitja eitthvað í pakkann sem kemur að heiman. Við Gunnar erum að vinna í því núna að finna eitthvað sniðugt.

Annars er allt að verða reddí hjá kellunni fyrir Jólin. Mín er búin að kaupa allar gjafir og skreyta hjá karlinum. Svo mín er farin að telja niður!

Jæja þetta er fínt í bili, ég hlakka bara til að sjá ykkur on the kleiks.
Kveðja Dagný.

Heim á morgun... Jíbbí..

Búin að vera á kafi í jólagjafainnkaupum. Vorum svo með matarboð í gærkvöldi fyrir dönsku fjölskylduna mína. Heppnaðist auðvitað mjög vel.. Jólakortin eru líka nánast búin og þau eru bara mörg...

í kvöld er svo julefrokost í klúbbnum hjá mér.. Drífa kemur líka og mun eflaust kenna þessum dönum nokkur trix á djamminu.. Það verður eflaust mikið fjör...

Vá hvað ég hef ekkert að segja.. Skúladætur þið verðið að bjarga mér með einhverju skemmtilegu bloggi.. Hanna mín ég frétti að mublan hefði verið á sínum stað á Hverfis í gær.. Þú hefur kannski eitthvað slúður frá gærkvöldinu.. Og halló á ekkert að uppljóstra hver daman hans Daða er???

Kveðja
Hrabba

miðvikudagur, desember 15, 2004

Eins gott að leiðrétta smá misskilning...

Já hún er sniðug hjá mér systirin.. Það eru örugglega þónokkrir búnir að misskilja þessa dildósögu hennar.. Drífa var svo rosalega fyndin að segja Viktoríu að segja við pabba sinn að hana langaði í dildó.. Barnið veit ekkert hvað það er.. Fengum einmitt fyrirspurn í dag hvort að barnið hefði komist í dótakassa foreldra sinna..
En þar hafið þið það..

Ég lenti svo í hrikalega vandræðalegri uppákomu í dag.. Fórum í dag í Fötex að versla allskonar drasl. Viktor þurfti að kaupa batterí sem hann og gerði.. Hann var nú samt eitthvað mikið utan við sig og stakk þeim í vasann.. Svo við kassann þegar hann ætlar að fara að raða í poka þá pípir svona rosalega á okkur.. Ég alveg eins og kleina og horfi bara á Viktor, hvað hefur þú gert núna.. Hann alveg eins og auli vissi ekkert hvað var í gangi fyrr en hann fór í vasann sinn og dró upp batteríið.. Þetta leit ekki vel út.. Ég var ekkert smá aulaleg.. Það eru þá allavega fleiri en ég sem geta verið utan við sig...

Það besta við daginn í dag var að ég bakaði líka þessar rosa góðu bollur.. Ótrúlega sátt við árangurinn því mér tekst yfirleitt að klúðra svona bolluuppskriftum..

Kveð í bili..
Hrabba

Hvad fekkst thu i skoinn!!!!

Jólin eru ekki alveg komin hjá mér ég er alveg hrædileg í thessu! Hef reyndar komist ad thví ad ég er ekki mikid jólabarn, annad en hinn helmingurinn!! En ég verd ad fara ad byrja á thessu stússi, annars er ég bara í thví tvessa dagana ad sleikja Viktoríu upp fyrir jólin thví ad ég veit ad thad bídur mín mikil samkeppni heima um barnid!
En thad sem helst ber til tídinda hér á bæ er ad ég lagdi til ad tessi vika yrdi vika hlustunar.. adalega hugsad fyrir Hrebs! Ég og Viktor erum ekki alveg nógu sátt vid húsfreyjuna! Hún er bara snillingur í thví ad loka eyrunum...... Hún gjörsamlega dettur út og heyrir bara ekkert og thetta á ekki bara vid hérna á heimilinu! Dagurinn í gær gekk ágætlega en stelpu skjátan getur gert betur!
Af viktoriu er thad ad frétta ad barnid sudar um DILDÓ í skóinn... og fylgir ekki sögunni af hverju!!! Hún er ekki sátt vid jóladsveininn ad fá bara eitthvad nammi eda sokkabuxur...
Hef thetta ekki lengra í bili, thetta er Dríffrídur sem talar frá efri hædinni!

mánudagur, desember 13, 2004

Hilmir Snær fékk ekki póstinn sinn..

En Viktoría fékk hann hins vegar.. Og haldiði að það hafi ekki fylgt fullt handrit.. Verður örugglega gott stykki;-)

Blessaður og Sæll Hilmir Snær.
Þetta er Þorsteinn í kvikmyndaskólanum.
Við vorum að koma af fundi með Kristínu Jóhannesdóttir leikstjóra. Þetta er nýjasta útfærslan af handritinu að þættinum. Það á samt eftir að taka einhverjum smávægilegum breytingum.

Aðrir leikarar sem eru líka að fá handritið og verða líklega með eru:
....................................................... Þori ekki að segja..

Sumir þeirra eru nokkuð timabundnir við önnur störf, þannig það veltur svolítið á hvaða tíma við getum samræmt í tökur.

Við fáum kannski að hringja í þig í kvöld eða á morgun ef það er í lagi.

Ég læt handritið fylgja með á word skjali, en "copy-a" það líka hér að neðan til öryggis.

Takk og kveðja
Þorsteinn

Það fyndna við það að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Viktoría fær leikarapóst..

Já maður er í góðu sambandi við þotuliðið þarna heima.....

Gagnlegar upplýsingar...

Ég er búin að fá mjög margar fyrirspurnir um heimilisfangið mitt vegna jólakorta og ákvað ég því bara að skella þessu hérna á síðuna.. Ætti að komast ágætlega til skila miðað við fjölda heimsókna... Ég verð heima á Íslandi um jólin og því fínt að fá jólakortin send heim til mömmu og pabba en heimilisfangið þar er:
Austurberg 20
111 Reykjavík
Nafnið mitt er ennþá á póstkassanum þannig að þetta ætti að vera minnsta mál..
Þeir sem vilja heldur senda mér jólakort til Danmerkur þá er heimilisfangið mitt:
Vejlby Centervej 55
8240 Århus N
Danmark
Fínt að senda alla stóru pakkana þangað ;-)

En þar hafið þið það.. Vonandi fæ ég fullt af fínum jólakortum.. Er einmitt að vinna í mínum.. Er að framkalla 120 myndir svo er bara að henda Viktori í föndrið.. Atvinnuleysinginn minn þarf nú að hafa eitthvað fyrir stafni..

Kveðja
Hrabba

sunnudagur, desember 12, 2004

Kremps í legs....

Já furðulegustu hlutir geta nú gerst.. Vaknaði í nótt með krampa í vinstri kálfanum og vakti Viktor og bað hann um smá hjálp. Viktor var auðvitað fljótur til og teygði á kellunni.. Við sváfum heima hjá Davíð og Diljá inn í litlu herbergi með Viktoríu og Drífu (börnin okkar) inni hjá okkur.. En þær urðu nú ekki varar við krampalætin.. Við morgunverðarborðið í morgun segir Drífa okkur svo frá mjög merkilegum atburði sem hafði hent hana um nóttina.. Hún segir að þetta hafi aldrei komið fyrir hana áður en hún hafi fengið krampa í kálfann í nótt.. Viktor varð alveg stjarfur og var lengi að átta sig á hlutunum.. Mundi að hafa verið vaktur í nótt og beðinn um krampahjálp.. En svaf Drífa allt í einu við hliðina á honum?? Hann var lengi að hugsa áður en hann segir; Hrabba var ég ekki örugglega að hjálpa þér í nótt? Spáiði í þetta við fengum báðar krampa í vinstri kálfann í nótt og þetta hefur aldrei gerst áður fyrir hvoruga okkar.. Fáránlegt... Þannig að við vorum báðar frekar stífar í kálfanum í dag...

Og Hanna mín hvernig væri nú að láta mann vita þegar prinsinn er að slá sér upp.. Það er nú ekki eins og það gerist oft.. Þú kannski reddar mér myndum af hinni einu sönnu svo ég geti sett hana inn á síðuna ;-)

Köben var annars fín um helgina.. Fórum reyndar ekki í tívolí, vorum eitthvað löt.. Það var víst líka geðsjúk traffík þar.. Viktor og Drífa kíktu svo með Davíð í vinnuna í nótt en hann er að vinna á rosa flottum skemmtistað. Ótrúlegt að Drífa skildi pína sig í bæinn.. Þau voru dugleg að spotta fólkið og það er komin niðurstaða eftir kvöldið.. Allar gellurnar með sílíkon og karlarnir píkulegir, allt of mikið tilhafðir segir tískulöggan.. Já svona er Köben í dag..

Í dag var svo afmæli hjá Galdri Mána og þar gerðust aldeilis hlutirnir.. Litla stelpan okkar hún Viktoría var inn í herbergi að kyssa nýjan kærasta sem heitir Lucas. Var að kynnast honum í afmælinu, hún er nú ekki lengi að þessu stelpan.. Hvaðan ætli hún hafi þetta?????? Já þannig að núna á hún tvo kærasta og ætlaði ekki að þora að segja pabba sínum frá því.. Hún er bara flottust... Verst að kærastarnir eru bestu vinir þannig að þetta gæti orðið vandamál seinna meir..

Jæja þetta var dagbók helgarinnar...

Krampakonan kveður
Hrebs kremps..

föstudagur, desember 10, 2004

Professor Hennie Lolander

Góðan dagin Hrafnhildur Ósk... ef þér þykir eitthvað vænt um mig þá gerir þú ekki svona lagað,,, Daði var nálægt því að drepa mig ef ég myndi ekki eyða færslunni um hann.. og audda gerði ég það að lokum!!! ....Vildi helst vera þátttakandi í jólunum héðan megin!!!
Og svo áður en þú ferð að auglýsa kallinn sé á lausu er allt í lagi að fá heilmildir fyrir soddan hlutum,,, mannst að þú ert ekki hér á meðal oss á fróni og veist því ekki allt um piltinn!!! Hmmm.....
Þetta leit líka mjög illa út fyrir brósa!!! ...Ekki drepa mannorð hans hér!!!
Það endar með því að hann þori ekki út fyrir hússins dyr!!!
Já og hafið þér það....

Kveðja frá meinyrðareftirlitinu
Professor Hennie Lolander ( sem var nærri dauða en lífi fyrir skemmstu)

fimmtudagur, desember 09, 2004

Ja hérna hér!

Já ég má til með að segja ykkur frá frekar óheppilegu atviki sem átti sér stað á æfingu hjá Gunnari mínum í Kronau í kvöld. Málin standa þannig hjá Gunnari að hann á stórleik á morgun við toppliðið í 2.deildinni Melsungen heitir liðið (fyrir þá sem eru einhverju nær), en Gunnar og co. eru í 2 sæti og verða að vinna þetta lið til að komast upp um deild. Jæja daginn fyrir leik er alltaf mikilvæg æfing þar sem allt er lagt upp og svona. Hvað haldiði.....10 mín. búnar á æfingunni og Guðmundur Hrafnkelsson (rólegheita maður með meiru) nær að nefbrjóta þjálfarann..... ob bobb bobb! Hvernig var það hægt, já maður spyr sig.....karlinn var að fórna sér í einhvern bolta sem var á leiðinni útaf og þjálfinn stóð á hliðarlínunni og bara splæng! Eitt stykki nefbrot og karlinn beint upp á sjúkrahús. Við erum að tala um að þjálfinn er fyrrum landsliðsmaður Frakka heitir Fredrik Wolle og var búinn að spila sem atvinnumaður í rúmlega 10 ár og aldrei brotið á sér nefið áður. Já ég skal sko segja ykkur það. Þannig að það er ekki bara ég sem verð fyrir einhverju óhappi við þjálfara störf..... mjög eðlilegt að fá glóðurauga og opinn skurð fyrir ofan augað fyrir að þjálfa 5.flokk kvenna í FH, var að leysa Hröbbuna af.

Jæja, annars er helgin að nálgast og maður rúllar að sjálfsögðu til Gunnars og verður nóg að gera um helgina. Leikur hjá Gunnari á föstudeginum og svo á laugardeginum er Jólahlaðborðið með liðinu hans, gæti verið að maður fengi sér aðeins í tánna og svo á sunnudeginum er íslendingarboð hjá Gumma Hrafnkels og fjöllu, hangikjöt og allt tilheyrandi.
Hef þetta gott í bili
Dagfríður.

Viktor rekinn..

Já það er búið að reka hann Viktor minn úr vinnunni. Hann var nú svo sem undirbúinn undir áfallið en það eru flest allir látnir fara yfir helstu vetrarmánuðina vegna lítillar vinnu. Það versta við þetta er að hann fékk uppsagnarbréfið í gær og vinnur síðasta daginn á morgun.. Ekki langur uppsagnarfrestur það.. Og það besta var að bréfið var stílað á 3.des, föstudaginn síðasta. Karlinn verður sem sagt heimavinnandi í næstu viku.. Hann á eflaust eftir að afreka mikið......

Drífa var rosalega dugleg í dag og þurrkaði af öllu þannig að ég þarf ekki að þurrka af næsta hálfa árið.. Hata að þurrka af...

Við spiluðum æfingaleik við Silkeborg áðan og rústuðum þeim með einhverjum 15 mörkum.. Ég verð aðeins að fara að slaka á í lyftingunum því ég fékk rauða spjaldið fyrir 3x2 (í æfingaleik).. Ef þær komu nálægt mér þá hrundu þær bara í gólfið og ef ég kom við þær brotlentu þær.. Annað hvort þarf ég að fara að slaka á eða þær að fara að taka á því.. Aumingjar....

Svo er kerlingin bara orðin veik.. Er að drepast úr hósta.. Hósta svo mikið að hausinn á mér er að detta af.. Óþolandi... Ég lifi þetta þó af...

Um helgina er ferðinni svo heitið til Köben.. Kærasti Viktoríu á afmæli og við munum svo auðvitað kíkja í jólatívolíið og aldrei að vita nema ég og Drífa villumst inn í einhverjar búðir.. Verður örugglega rosa gaman hjá okkur.. Krissa ætlar líka að fá far hjá okkur til Köben og mun hún án efa gera ferðina skemmtilegri, það verður gaman að hitta skvísuna...

En jæja nóg af bullinu...

Massinn kveður að sinni...
Hrabba

Kýr sjá í svart-hvítu

Þessi færsla er mitt framlag frá mér til mín til að komast hjá lærdómi... Ég er orðin uppfull af sálfræðifróðleik sem verður að geymast í hálfan sólarhring til viðbótar!!! ...Já og svo ég kom nú aðeins inn á það svið þá lærði ég helvíti skemmtilegt hugtak áðan,, sem ég get fullvissað fólk um að allir geta tengt þetta við vin ef ekki vini sína!! Hugtakið er svohljóðandi....
Drukkin sjálfsmyndarbólga: þá tjáir drukkið fólk bólgið álit á sjálfum sér á atriðum sem því finnst skipta máli!! Alveg finnst mér það merkilegt hvað margir eru svona,, fyrir minn smekk er þetta fólkið sem er leiðinlegt í party-um... svona fólk á nottla bara að halda sig heima fyrir... en skemmtilega við þetta allt saman er að það er til hugtak í sálfræði fyrir þessi fyrirbæri!!!
Annað sem ég las í sálfræðinni er það að kýr sjá í svart-hvítu!!! Í hélt ég væri svona rosalega heimsk að vita þetta ekki þannig að ég ákvað bara að deila þessu með sjálfri mér,, en audda stóðst ég það ekki þannig að ég tók mig til og fór að spyrja fólk út í þetta og að lokum voru bara allir jafn fáfróðir um þessi mál og ég!!! En ég skora á þá sem vissu þetta fyrir að gefa sig fram,, ég tek ofan fyrir soddan fólki....
..Eitt í viðbót,, var að lesa lögregludagbókina eftir helgina.. Jááá og það sem vakti áhuga minn var ekki eitthvað dópmál eða sjoppurán... Nei því áttræð kona var tekin um helgina!!! Og nú vil ég að allir hugsi með sér ... ”Fyir hvað?”.................
uuu nei það er ekki rétt,, hún var ekki tekin fyrir það... Því viti menn áttræð kona var tekin fyrir VEGGJAKROT!!!!!! Pælið í þessu,, þetta gæti bara verið amma manns og ef ekki bara langamma....
Hversu langt getur einmannaleikinn farið með fólk nú til dags,,, á þetta fólk enga að eða hvað?,, legg til að allir fara að athuga hvernig málin standa hjá sínum nánustu...
Er núna að velta fyrir mér... Hva ef maður þyrfti að velja á milli þess að eiga áttræða ömmu sem stundar veggjakrot,, og að lokum nást fyrir það!!... eða að eiga afa sem gengi í gallapilsi og er ástfangin af kynlífdúkku sem hann fer með hvert fótmál!!
Þá þyrfti mar að fara bjóða afa og Pamelu í jólaboðin og slíkt!!!
Held ég yrði sáttari með ömmuna,, hún er allavena með töff hobby!! Hmm???

Jæja best að fara lesa glósurnar sínar svo mar rúlli prófinu...
Kveð að sinni.... Hæja pæja perra tæja!!!
(svefngalsin aðeins farin að láta segja til sín)

miðvikudagur, desember 08, 2004

Hvor er mine muskler?????????

Dríffrídur komst ad thví í dag ad hún er frekar slök í gyminu. Fór med big syst ( HULK ) í gymid í dag og vid skulum orda thad thannig ad ég hafi labbad út med 0% sjálfstraust. Vid erum ad tala um thad ad "tarzan" setti "ægilega" thyngd á stöngina og ætladi ad reyna ad taka thad EINU sinni en thad var ekki ad virka, thá kemur HULKINN og bætir einhverju á stöngina og lyftir henni 8 sinnum... ussss kellan leit ekki vel út í gyminu med Hulkinum! Er ekki alveg thessi lyftingatypa tharf ad vinna í thví!!!
En annars hefur frúin thad bara voda fínt hérna í Danmörku, gaman á æfingum og bara líf og fjör. Ég og Hrabba skelltum okkur í byen ( kellan búin ad ná dönskunni) og keyptum eitthvad jólaskraut sem vid ætlum ad fara ad setja upp en ég var nú ad benda Hrebs á thad ad madur tekur nú yfirleitt fyrst til... Hún er víst ekkert allt of hrifin af thví ad thurrka af svo heimalingurinn fer kannski bara í thad! Annars er hún voda dugleg í eldhúsinu eins og fram hefur komid!

En ég vil koma thví á framfærir vid thá sem eiga von á jólagjöf frá mér ad pakkinn verdur "home made" í ár thar sem frúin hefur verid ad róta í ruslatunnunum í Berlín má fólk eiga von á thví ad fá eitthvad frumlegt..hó hó hó hó!!!! Vid erum ad tala um hluti sem Thjódverjar henda í ruslid ussss verdmæti???

Jæja frúin ætlar ad fara ad skoda "vödvana í speglinum"......
Thetta er Dríffrídur sem talar frá Árhus!

þriðjudagur, desember 07, 2004

Eitt og annað...

Vil byrja á að benda ykkur á að fara inn á þessa síðu og kjósa handboltamann og handboltakonu ársins: ( Þið verðið bara að copy og paste, gat ekki sett link).

http://www.ihf.info/CDA/world_handball_player_of_the_year_2004,11541,0,,en.html

Það þarf nú ekki að segja ykkur að auðvitað á að kjósa Óla Stef og handboltakona ársins er Sang frá Kóreu (hún hefur passað Viktoríu tvisvar og á skilið ykkar atkvæði)...

Ég er búin að setja inn fleiri myndir og Ágústa mín lobbymyndirnar eru komnar.. Mjög góðar.. Og það þarf nú varla að taka það fram hver var mest með myndavélina mína um kvöldið, önnur hver mynd af Ásdísi.. Hún tók þær sjálf..

Við vísitölufjölskyldan fórum í kvöld og horfðum á Keflavík tapa á móti Bakken Bears, dönsku meisturunum, í evrópukeppninni í körfu..

Og í sambandi við nýja útlitið á síðunni okkar þá virðist bleiki liturinn koma sterkur inn.. Það eru greinilega ekki margir sem sakna gula litsins nema Orri.. Og ótrúlegt að Hanna skuli ekki commenta á þetta. Stelpan sem hefur skoðanir á öllu.. En perraprinsessan hlýtur að vera ánægð með innanpíkubleika litinn.. Ég skal nú bara segja ykkur það að ég var að lesa eitthvað ógeðslegt perraviðtal við hana inn á einhverri perrasíðu.. Þið fáið ekki að vita adressuna.. Ég og Drífa í sjokki, to much information Hanna Lóa Skúladóttir.. Svo ert þú að hneykslast af henni Pamelu.. Þetta ætti nú að vera mjög eðlilegt fyrir stúlku eins og þig..

Jæja hef svo sem ekki meira að segja..

Kveð í bili..
Hrabba

Ísland í dag

Sælt veri fólkið!!!
Verður maður ekki að skrifa nokkrar línur fyrir Hrebs,, hún segir að ég sé ekki alveg nógu dugleg við þetta,,, en annars er maður í prófum svo það er ekki hægt að ætlast til mikils af manni!! ...Kem sterk inn um jólin!!

En nóg um það,,ætla ekki að fara babbla .. Nei,heldur ætla ég að segja ykkur úllunum smá frétt úr íslenska samfélaginu,,, heyrði nebbla sorglegan hlut frá krökkunum í dag.. Það var viðtal við karlmann á sjötugaldrinum, búsettur á Seyðisfirði, í blöðunum í gær!! Þar segir hann frá því að hann sé ástfanginn,, já það væri ekki mikið að því ef ástin hans væri mennsk kona,,, neineineinei maðurinn er ástfanginn af dúkku, þið vitið svona eins og Dolly og plús opin klobbi skilst mér!!!
Hann hefur gefið henni nafnið Pamela!! ...ég vildi að fréttin hefði verið svona stutt,, en því miður þá hélt hún áfram!!!! :/ Karlgreyið fór að segja frá kostum hennar og göllum... Hann og Pamela fara saman í kaupfélagið, göngutúra og á barinn... Jújú nok eðlilegt bara!!! En gallar hennar eru þeir að hún er soldið loftlaus og er farin að leka,, já ég sagði LEKA!!!! Og hverju skildi hún nú leka? hmmm....
Hann ætlaði því að fara fjárfesta í nýrri í Evu og Adam, þar sem hann keypti Pamelu einmitt fyrir 2árum!!! Verst hvað hún er dýr sagði hann, 7000kr.-
Hann viðurkenndi þó að Pamela væri ekki mikið samræðuhæf!!
Já þetta er Ísland í dag!!!! Sorglegt en satt...
Mar veit ekki hvort á að vorkenna svona fólki eða hugsa............ Ég finn allavena til með honum,, svona getur einmannaleikinn farið með fólk...Því miður!!!!!

P.S. Las ekki greinina, heldur er þetta munnleg heimild!!! ...þannig að ef einhver las greinina og veit þetta betur en ég,, þá bara endilega að leiðrétta!! Annars er þetta einhverstaðar á netinu fyrir áhugasama!

Hennie Lo

mánudagur, desember 06, 2004

Eigum við að breyta gulu síðunni????

Það er mikið búið að ræða þetta milli okkar systra hvort það eigi að breyta um liti á síðunni.. Drífu finnst síðan ekki mjög smart en hún veit ekki hvort hún vilji breyta þar sem síðan er one of the kind.. Engin með þessa æðislegu litasamsetningu.. Við óskum hér með eftir ykkar commenti á þetta mikilvæga málefni..

Svo eru komnar inn einhverjar myndir frá Póllandi.. Koma fleiri..

Kveðja
Hrabba

Fugetive!!!!!!!!

Jæja thá er frúin komin til Danaveldis. Já thad hefur ymislegt gengid á hjá frúnni sídustu viku! En vill sem minnst tala um thad, en verd nú ad útskyra hvad er í gangi! Já eins og Berlín er nú frábær borg og hefur tíminn thar verid bara ágætur thá var thetta ekki ad ganga upp med lidid. Peningavesen á klúbbnum svo ég gat ekki stadid í thví ad éta upp úr ruslatunnunum svo bara hlutir sem voru ekki ad ganga upp! En svona er lífid og thad thydir ekkert ad gráta thetta. En svona til ad reyna ad gera gott úr thessu öllu saman thá mátti ég koma til Big syst og prufa æfingu ( big syst ekkert inn í thví........) vonandi verdur thad bara hressandi. En kellan vill nú klára thetta ár í útlöndunum svo vonandi á thetta allt eftir ad blessast hvad sem verdur! En thad er alltaf leidinlegt thegar svona gerist mér leid eins og einhverjum flóttamanni, tók rútu frá Berlín til Árhus í gær sem tók 8 tíma. Móttökurnar hérna hjá Big syst og co voru bara snilld veislumatur og allt tilheyrandi. Svo var bara yndislegt ad hitta litlu músina hana Viktoríu...

Hef thetta ekki lengra í bili!
Thetta er flóttamadurinn Drífa Skúladóttir sem talar frá Árhus.

Hrabba vs. McDonalds..

Algjör snilld.. Við erum að fara að spila í Evrópukeppni í byrjun janúar og haldiði að liðið mitt hafi ekki dregist á móti liði sem heitir McDonalds... Hvað er það?? Þetta er lið sem kemur frá Austurríki og það er víst ábyggilegt að ég mun verða mér úti um minjagrip.. Ég þyrfti nú að komast í þetta lið..

Annars er það að frétta að Drífa er mætt í kotið og heilsast vel.. Viktoría voða sátt að fá Drífu frænku, en hún saknaði líka Dagnýjar og var ekki alveg að skilja af hverju Drífa kom bara...

Nú er víst komin háttatími, klukkan að verða 2.. Hvað er að mér????

Hilsen
Hrabba

sunnudagur, desember 05, 2004

Drífa Skúladóttir til Big syst í SK Århus....

Já að öllum líkindum munum við systur sameinast hérna í Århus.. Fyrir nokkrum mínútum síðan undirritaði Drífa undir starfslokasamning við hið klikkaða Berlínarlið og í þessum skrifuðu orðum er Drífa að stiga upp í rútu sem mun flytja hana alla leið til Århus city.. Hún er væntanleg um 21 í kvöld og Big syst er auðvitað búin að taka út lundir og setja snúða í ofninn.. Það þarf að taka vel á móti þessari elsku.. Hún mun svo mæta með mér á æfingu strax á morgun og að öllum líkindum undirrita samning við Århus á næstu dögum.. Hún mun að sjálfsögðu bara búa hjá mér út þetta tímabil og svo verður bara að bíða og sjá hvað gerist með framhaldið.. Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir alla aðila og hlökkum við félagsverufjölskyldan mikið til að fá hana Drífu okkar til okkar... Já þetta er fljótt að gerast allt saman....

Og sorry Bjarney mín að ég skuli ekki vera ólétt en þegar það gerist þá skal ég íhuga vel Bjarneyjar nafnið...

Fréttastjórinn í Århus kveður að sinni..
Hrabba Big syst

Stórfréttir seinna í dag á skúladætur..

Já það lítur allt út fyrir að það verði stórfréttir á Skúladætur seinna í dag.. Aðeins að gera þetta spennandi.. Rúmlega 13 í dag verður Hrebsin að öllum líkindum tilbúin til að skrifa hið stóra inn á síðuna.... Ég er bara spennt yfir þessu öllu saman..

Annars er ég búin að afreka tvo julefrokosta um helgina og stóð mig bara alls ekkert vel. Ég er orðin alveg lömuð í djamminu. Ég er svo heimakær að ég nenni varla út úr húsi.. Og greyið Viktoría mín spurði í gær; mamma hvert ertu eiginlega að fara NÚNA.. Ég er alltaf að fara frá henni... Í dag er svo Viktoríudagur.. við ætlum í bíó og gera eitthvað skemmtilegt með Dísinni í allan dag.. Gaman gaman..

Jæja nóg í bili skrifa seinna í dag..

Kveðja
Hrabba

laugardagur, desember 04, 2004

Kellan er vöknuð!

Jæja þá er Dagfríður vöknuð til lífsins á nýjan leik og tími til kominn til að drita nokkrar línur á bloggið.....þó svo lítið sé að frétta af kerlingunni. Engar tippalingasögur og engar Autobahnasögur í bili ....
Kellan er sem sagt komin heim frá Póllandi heil á húfi eftir ágætisferð og við taka harðar æfingar hjá Alla..... úfff karlinn ætlar víst að koma heim um Jólin og meika það á Hverfis, mér blöskrar ef hann verður ekki á netabolnum þar inni, því kvennpeningurinn heima verður nú að fá að sjá útkomuna. Jú jú við Weibern-ingar erum að tapa okkur í Gyminu með Alla þar fremstan í flokki.
Annars er ég í "heimsókn" hjá Gunnari mínum yfir helgina og það vill svo vel til að tengdó er í heimsókn. Mér til mikillar ánægju því betri shopping félaga færðu ekki en hana Stefaníu og svo standa karlarnir sig líka bara helv....vel með því að vera ekkert fyrir, þeir fá sér bara eitthvað að borða og koma við og við til okkar til að létta undir okkur pokunum. Svona á þetta að vera! Þannig að það voru sem sagt keyptar nokkrar jólagjafir í dag og síðan slysast alltaf einhverjar sætar flíkur á mig í leiðinni í pokann.... maður verður nú að verðlauna sig fyrir alla vinnuna við þessi jólagjafa kaup.
Jæja dúllurnar mínar ég lofa að vera eitthvað duglegri að skrifa, það er bara svo helvíti mikið búið að vera að gera hjá minni!!!!
Kveð að sinni Daggan

Furðuverk..

Ég er víst ekki sú eina sem var að spá í Rut og furðuverkið.. Sigrún Gils sendi mér textann sem er búið að breyta Rut til "heiðurs".. Snilld.....

Furðuverk
Ég á augu, ég á eyru
ég á lítið brotið nef.
Ég á augabrúnir, augnlok
sem að krumpast er ég sef.
Ég á kinnar sem er´ei stinnar
og á höfði fáein hár
Ég þekki rosa fínan lækni
sem er obboslega klár

Ég á nett geggjaða mömmu
og appelsínuhúð.
Tvær hendur og tvo fætur
sem ég keypti út í búð.
Ég get hoppað, ég get dillað
í brjóstum hef ég gel.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
sam að strauja þarf víst vel.

Ég er furðuverk, algert furðuverk
sem var lagað til
Ég er furðuverk, algert furðuverk
Lítið samt ég skil.

Takk Sigrún..

Kveðja
Hrabba

fimmtudagur, desember 02, 2004

Danir og reiðhjól drepa mig..

Ég er búin að vera í kasti í allt kvöld.. Hitti einn vinnufélaga minn í höllinni áðan.. Frekar skondinn karl útlitslega, með flöskubotna dauðans og bara fæddur lúði.. Hann spurði mig hvort að ég kæmi ekki alveg örugglega á laugardaginn í julefrokostinn.. Jú að sjálfsögðu svaraði ég.. Þá segir hann við mig að ég geti auðvitað hitt hann og einhverja aðra vinnufélaga og hjólað með þeim niður í bæ.. Er ekki allt í lagi.. Sjáiði mig í anda með carmenkrullurnar, í netasokkabuxunum, stuttu pilsi, fleygnum bol og jú með hjálm að hjóla niður í bæ á djammið.. Hvað er málið.. Sé nokkra Íslendinga í anda hjólandi á Hótel Ísland á leiðinni í julefrokost... Þakkaði nú pent og sagði að drottningin ætti nú ekki einu sinni hjól.. Fer nú bara á minni glæsikerru.. Ég gleymdi nú alveg að bjóða honum far.. Væri nú samt fyndnara að keyra framhjá með Robbie W í DVD spilaranum og flauta á hann.. Hahaha.. Ég get bara ekki hætt að brosa yfir þessu.. Spáiði líka í það að hjóla síðan heim..
Varð að deila þessu með ykkur... Og fyrst ég er nú byrjuð...
Ég og Viktor hlógum svo mikið af Rut Reginalds í gær.. Það vita nú flestir að hún söng lagið; "Það er algjör vitleysa að reykja" þegar hún var barnastjarna.. Og allir vita nú hvernig fór fyrir henni.. En svo vorum við að kaupa nýjan barnadisk handa Viktoríu þar sem m.a Nylon syngur lag sem Rut söng þegar hún var lítil.. Og nú kemur það fyndna; Viðlagið: "Ég er furðuverk sem að guð bjó til".. Hahaha.. Það er nú ekki hægt að tileinka guði hennar útlit í dag.. Það væri nú skemmtilegt að breyta þessum texta aðeins fyrir hana.. Gæti orðið skondin útkoma...
Hjóladrottningin kveður að sinni..
Hrabba

Breyttur lífsstíll - hafragrautur á morgnana..

Já maður bregður sér frá í 12 daga og þegar ég kem tilbaka þá er karlinn búinn að taka upp á því að hafa hafragraut á morgnana - alltaf.. Rosa duglegur hjá mér, eldar á kvöldin og svo er bara hitaður upp grauturinn á morgnana en hann vaknar alltaf svo langt á undan okkur.. Hann er að standa sig vel strákurinn en þið getið rétt ímyndað ykkur hvað Hrebsin þarf að bæta við miklum sykri í grautinn áður en hún borðar hann... Held svei mér þá að minn grautur sé bara alls ekki hollur...

Annars er fjölskyldan öll að hressast.. Ég fer með Viktoríu með mér í vinnuna á eftir.. Tek bara með mér fartölvuna svo hún geti horft á eitthvað skemmtilegt.. Gott að komast aðeins út úr húsi.. Við mæðgur erum búnar að liggja eins og skötur í tvo daga..

Svo er það helgin en það stefnir allt í mini-þjóðhátíð.. Julefrokost á föstudaginn með stelpunum í liðinu og svo aftur julefrokost á laugardaginn með vinnunni.. Það eru auðvitað gerðar kröfur á að maður sleppi sér í eitthvað aðeins sterkara en vatnið.. Ég er ekki að sjá það gerast hjá mér tvo daga í röð.. En Hrebsin getur nú komið á óvart.. Tókst nú að verða full á einum bjór á sunnudaginn, já takk einn bjór.. En það var líka eftir 5 leiki á 6 dögum og sú gamla alveg búin á því..

Handboltinn er ekki alveg að gera sig hérna í Århus, liðið er barasta að hrynja niður.. Vorum að spila æfingaleik í gær og það vantaði bara endalaust í liðið.. Svo endaði ég leikinn á að fá hné í læri, alltaf jafn þægilegt.. Bara pirrandi..

Jæja nóg af bullinu, verð bara að skrifa eitthvað á meðan hinar Skúladæturnar eru svona latar...

Hilsen
Hrabba

miðvikudagur, desember 01, 2004

Maður vikunnar er engin önnur en orkuboltinn Bjarney Bjarnadóttir..

Bjarney var í Breiðholtsskóla með okkur systrum og hefur þekkt okkur lengi lengi.. Hún er einn duglegasti bloggari landsins og hefur commentað oftast inn á síðuna okkar.. Rosalegur orkubolti og snillingur sem hefur gert nokkur prakkarastrikin í gegnum ævina..

Nafn: Bjarney Bjarnadóttir (ég veit, frumlegheitin í fyrirrúmi!)

Staða: Einkaþjálfari í Sporthúsinu, þjálfa 5.fl.kv í handbolta hjá Val og nemi með meiru 

Áhugamál: Óhjákvæmilega líkamsrækt! Og svo gæfi ég ansi mikið fyrir að geta spilað handbolta aftur, en fyrst það er ekki inn í myndinni þá fæ ég útrás fyrir handboltaáhugann með því að miðla reynslunni (!) áfram til stelpanna “minna” hehe, gamla kempan! ;o)

Kostir: Einstaklega fyndin  og hálf ofvirk (manísk kallast það líka stundum, en ég vil meina að ég sé bara dugleg!)

Gallar: “dugnaðurinn” getur verið galli þegar ég ætla mér að byggja Róm á einum degi! (þeir vita það sem hafa reynt að það tekst u.þ.b ALDREI!) Svo held ég að ég sé líka soldið “ákveðin” ok ok, ég er algjör frekja:-/

Skondið atvik: Þau eru nokkur til, og mörg þeirra eru hluti af ástæðu þess að ég hætti að drekka! T.d einu sinni fannst mér rosa góð hugmynd að dansa ballet niðrí miðbæ Reykjavíkur (tek það fram að ég var ekki edrú, og þetta var að kvöldi/nóttu (man ekki alveg hvort) til um helgi!) og ákvað að láta ljós mitt skína og stökk upp á strætóbekk og svo með tilþrifum niður aftur. Nema bara að ég “gleymdi” að ég var með slitið krossband í fætinum sem ég lenti á þannig að ég var nú ekkert sérstaklega tignarleg þar sem ég lá í götunni að reyna að ákveða hvort ég átti að hlæja eða gráta! Svo var heldur ekkert hátt uppi á mér typpið næstu daga þegar ég þurfti að nota hækjur til að komast ferða minna...

Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra?Ég kíki allavegn 1-2x á dag og eyði svo bara þeim tíma sem þarf til að lesa ef það er komið eitthvað nýtt og svo fara oft einhverjar mínútur í að commenta

Þú færð 2 milljónir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú?
Það væri allavegna slatti sem myndi renna til stuðnings NIKE, ég er algjörlega háð fötunum (og skónum og u.þ.b öllu öðru!) frá þeim. Restin færi svo bara í bland í poka...
Neh, ætli ég myndi ekki njóta góðs af þessum peningum sem skólasjóð þar sem ég ætla að vera í skóla næstu 10 árin!

Hvernig pikkaðir þú upp maka (ef maka átt)?
Maki? Hvað er það??



Mesta gleðistundin í lífinu?
Allar stundirnar sem ég fæ að eyða með litlar frænda mínum honum Óskari Degi. Hann er hreinræktaður snillingur, enda kippir honum í kynið! 

Uppáhalds málsháttur eða orðatiltæki? If you can´t make it, fake it..! ;o)
Svo er ég reyndar mjög hrifin af orðatiltækinu um að maður uppskeri eins og maður sái, það er ekki til meiri sannleikur í lífinu...

Hvað dettur þér fyrst í hug:

Hrabba: Hlátur og risabros

Dagný: Margar (mis)góðar æskuminningar, sérstaklega árin okkar í ÍR með Kalla Erlings!

Drífa: Sömu minningar og með Dagnýju, þ.e Kalli Erlings á ÍR árunum okkar og hellingur af asnalegum uppátækjum eins og keyra með Gullrassinn (vil ekki nefna nöfn) “múnandi” niður allann Laugaveginn!

Mig minnir reyndar að þeirra fyrstu minningar um mig séu ekkert rosa góðar:-/ Ég var í þeirra huga brjálaða karatestelpan sem hótaði að lemja þær þegar þær báru út blöðin í blokkinni minni!! Jæja, batnandi mönnum er best að lifa, ég er allavegna hætt í karate;o)

Hanna Lóa: Sko, mér bregður alltaf jafn mikið þegar ég hitti hana, Rebekku Rut og Daða, mér finnst þau alltaf bara vera litlu kvikindin sem maður var að fíflast í í den, þá voru þau ca. 6 ára-10 ára! Svo er þetta bara orðið stærra en ég! En gaman að sjá hvað hefur ræst úr þeim, ekki það að ég hafi búist við einhverju öðru!! ;o)

Eitthvað að lokum???
Vil bara vitna í meistara Boris Akbachev :” God geif jú brein blet, jú hef tú jús it blet!
Vona að sem flestir hafi skilið þetta og geti nýtt sér! (Hann var sko ekki að tala við mig! Ok, kannski pínu:-/ En það hafa allir gott af því að fylgja þessu heillaráði;o))


This page is powered by Blogger. Isn't yours?