mánudagur, febrúar 28, 2005

Litli Herkúles...

Þið verðið að kíkja á þetta... Við erum að tala um 8 ára gutta sem tekur 100kg í bekkpressu.. Pabbi hans byrjaði með hann í lyftingasalnum áður en hann gat gengið.. Hann fær svo bara fæðubótaefni í stað matar.. Mjög eðlilegt.. Þið verðið að skoða myndirnar af guttanum.. Það er eitthvað miklu meira en 6-pak á honum.. Þetta er ótrúlegt..
Svo er fólk eitthvað hissa á að Viktoría sé byrjuð að lyfta.. Hún er nú orðin 4 ára stúlkan.. Við erum allavega komin með eitthvað til að stefna á... hahaha

Later
Hrabba

Hver er næsta setning???

Stína ÍR-ingur og fyrrum bekkjarsystir D og D svaraði síðustu rétt.. Þetta var úr Jóni Oddi og Jóni Bjarna...
AUKAPRIK FYRIR NÆSTU SETNINGU Á EFTIR OG HVAR ÁTTI ÞETTA ATVIK SÉR STAÐ Í MYNDINNI?? Verðið að geta bæði rétt....

Ein auka fyrir snillinginn hann Einar..

Já þetta var greinilega frekar auðvelt þar sem getraunin var leyst á innan við klukkutíma.. Kem með eina auka.. Ætti að vera aðeins erfiðari..

Getraun 2:
"HELDURÐU AÐ ÞÚ VERÐIR KOSINN"....... "TJA, MAÐUR VEIT NÚ ALDREI"..........

Bíð með næstu setningu svo þetta verði nú ekki alltof auðvelt...

HVER ER MYNDIN??????

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Kvikmyndagetraun í boði Viktors Hólm..

Já nýr liður í boði eiginmannsins.. Á hverjum mánudegi munum við birta kvikmyndagetraun og sá sem er fyrst/ur til að svara rétt mun fá stig.. Svo snýst þetta að sjálfsögðu um að safna sem flestum stigum og verða SIGURVEGARI að leik loknum.. Veit reyndar ekki hvenær leiknum lýkur en þið fáið að vita það seinna..

FYRSTA GETRAUN:

"ÞUNGUR HNÍFUR".. Svo svarar annar aðeins seinna: "ÞESSI HNÍFUR Á AÐ VERA ÞUNGUR".

Spurning er einföld: Hver er myndin??????

KOMA SVO......................

Íslendingar stígið í vitið...

Vá hvað við erum geðveik þjóð.. Eruð þið ekkert að grínast með húsa- og íbúðarverð.. Af hverju í andskotanum tekur fólk sig ekki saman og hættir að kaupa eignir svo að þessi geðveiki stoppi.. Ég var að tala við múttu áðan og hún var að segja mér að Ósabakkinn (gamla raðhúsið okkar) væri til sölu.. Við seldum 1999 á 12,8, haldiði að það sé ekki sett rúmar 33 milljónir á eignina í dag.. Vá hvað fólk getur verið vangefið að taka þátt í þessu.. Er fólk virkilega svo vitlaust að halda að það geti grætt á þessu.. Ég er búin að ákveða að ég ætla bara að kaupa mér hús á uppboði hjá einhverjum banka eftir nokkur ár þegar allir vitleysingjarnir eru farnir á hausinn á bankinn situr uppi með endalaust af eignum.. Eitthvað hlýtur allavega að gerast, þetta getur ekki haldið áfram svona.. Annars enda ég bara á því að kaupa mér hús hérna í Danaveldi eða þá bara í Bolungarvík... EINMITT..

Gleymdi svo að segja frá mjög skemmtilegu viðtali við mig sem var í blaði sem var gefið út fyrir Slagelse leikinn.. Ég var nefninlega spurð að því hvort að ég þekkti marga Íslendinga í Århus og ég sagðist nú þekkja nokkuð marga, það væru margir sem væru í skóla hérna og svo værum við líka í sambandi við handboltaliðið hérna eins og Stulla og Robba.. Heyriði í viðtalinu þá segir blaðamaðurinn frá því að mikið sé rætt um handbolta á heimilinu þar sem Robbi væri tíður gestur á heimilinu.. Já þar hefurðu það Svala mín.. Nú veistu hvar hann er alltaf;-).. Robbi er auðvitað orðin svo stór kall hérna að þeim fannst þetta eitthvað flott að hafa hann þarna með.. Robbi hefur nú bara verið hérna einu sinni.. Robbi minn þú verður nú að fara að koma oftar svo þetta líti ekki illa út fyrir mig...

Kellan annars pínu þreytt, átti morgunvakt í morgun og Dísin vaknaði kl.8.. Alltof snemmt svona á sunnudagsmorgni..

Later
Hrabba

laugardagur, febrúar 26, 2005

Allt crazy í Århus...

Já allt crazy hérna.. Vorum að spila við Slagelse í dag en fyrir leikinn hringdi Rokne (miðjumaðurinn okkar) í þjálfarann og sagði að þeim (Gitte línumaður býr við hliðina á henni) myndi aðeins seinka þar sem löggan væri búin að banna þeim að fara út... Haldiði að það hafi ekki einhver nágrannageðsjúklingur verið að skjóta úr haglabyssu út um gluggann.. Mjög eðlilegt.. Og það fyndnasta var að hún var að segja þjálfaranum hvað væri í gangi, þ.e að karlinn væri að skjóta úr haglabyssu og þjálfarinn sagði alltaf hvad, hvad var ekki alveg að kaupa þetta en Rokne sem er norsk hélt að hann væri ekki alveg að skilja hana þannig að hún byrjaði að tala ensku við hann... hahaha... En allavega sérsveitin mætti svo á staðinn og stoppaði geðsjúklinginn og þær voru mættar í tæka tíð..

Leikurinn gekk annars bara fínt hjá okkur, vorum að spila á móti CL meisturunum og allir bjuggust við 20 marka tapi.. Við vorum að spila fínan leik og vorum yfir í hálfleik með einu.. Mér gekk alveg rosalega vel í fyrri hálfleik og var komin með 6 mörk á 18 mín, byrjaði ekki.. Ég byrjaði svo seinni hálfleikinn á að klikka á nokkrum skotum og var svo bara tekin útaf.. Það var svo sem alveg ásættanlegt en ég hefði nú alveg viljað koma inn aftur því að hinar voru ekkert að gera sig í skotunum.. En svona er þetta, ég náði allavega að setja 7 á 30 mín.. Ekki slæmt það á móti þessu liði... Leikurinn endaði með 5 marka tapi og voru 3400 áhorfendur á leiknum ekki slæmt það.. Það voru 2 aðrir leikir í dag og á þeim voru 4100 og 4500 áhorfendur.. Frekar gott verð ég nú bara að segja..

Til hamingju Kristín mín og aðra Stjörnupæjur með bikarmeistaratitilinn, þið hefðuð samt alveg mátt bjóða upp á meira spennandi leik... Þið voruð bara svo ógeðslega góðar eins og Kristín sagði í viðtalinu eftir leikinn..

Og Daddi brósi bara bikarmeistari með ÍR, innilega til lukku með það brósi og allir ÍR-ingar.. Algjör snilld og alveg komin tími á dollu í Harlemið.. Breiðholtið rúllar......... Mjög sátt við þetta...

Liðinu mínu var svo boðið út að borða í kvöld.. Fengum það fyrir góðan leik í dag.. Það var nú reyndar búið að leggja undir 165 þús kall ef við myndum vinna ég hefði nú frekar verið til í það og skella mér til London með liðinu..

Kveð í bili..
Hrabba

föstudagur, febrúar 25, 2005

Talningu lokið.....

Deildin 24 feb
10feb-24feb
Úrvalsdeild
1. Eivor (20)
2. Kolla og Guðrún (17)
3. Bjarney (16)
4. Matta (16)
5. Árni og Harpa (14)
6. Davíð Ólafs (14)
7. Hekla (13)
8. Nína (12)
9. Edda Garðars (11) frá 11 feb
10. Lísa og Rakel (11) frá 15 feb
11. Doktor Sveil (11)
12. Krissa (9)
13. Harpa (8)
14. Jóna Margrét (8)
15. Himmi (7)
16. Sigrún Gils (7)

1. deild
1. Elfa (6)
2. Héðinn (6)
3. Eva Albrechts (5)
4. Guðrún Drífa (5)
5. Matthildur (5)
6. Dísa (4)
7. Hjalti (4)
8. Markús (4)
9. Sigga Birna (4)
10. Diljá (3)
11. Habba Kriss (2)

Utan deildin
1. Inger (1)
2. Hafdís Hinriks (0)
3. Helga Torfa (0)
4. Hrabbý(0)
5. Lísa Njáls

Hástökkvari tímabilsins: Sveil (Davíð kom sterklega til greina líka)
Fall tímabilsins: Diljá

Þetta hafði Eivor Pála að segja eftir að ljóst var að toppsætið var hennar:
Það kemur náttúrulega skemmtilega á óvart hver er í fyrsta sætinu en það var lagt mikið á sig til að ná takmarkinu :) Ég vil þakka mömmu og pabba og auðvitað Alex og Lúkas fyrir ómælda þolinmæði.....hehehe

Kveðja
Hrabba

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Blog central ekki að gera gott mót..

Já Eibban er að gera sig klára í næstu talningu en það er nú smá vandamál hjá skvísunni. Það er ekki hægt að telja tilbaka á blog Central síðunum, alla vega ekki öllum þannig að það getur kostað einhverja efstu sætin í úrvalsdeildinni.. Þið verðið að redda þessu ágætu blog central bloggarar..

Ég var á starfsfundi áðan og vá hvað það var bara ekkert skemmtilegt.. Allir að fara yfir um á stressi og eru núna 2 í veikindafríi útaf stressi.. Spurning um að velja sér bara eitthvað annað starf (þ.e.a.s. stressliðið ekki ég)..

Viktoría fór í morgun til læknis og lét fjarlægja sauminn.. Hún er að ná fyrra fríðleikaformi.. Hún er auðvitað bara æði.. Keypti sér prumpublöðru í gær (hver man ekki eftir þeim) og vá hvað henni finnst þetta fyndið... Þangað til í dag en þá sprengdi hún prumpublöðruna og var henni ekki skemmt.. Ég aftur á móti sprakk úr hlátri og hún ekki sátt við múttuna.. Ég er búin að lofa henni nýrri....

Matta mín ég fór í dag og keypti nýtt spil.. Bíð spennt eftir að fá þig í heimsókn..

Kveð í bili..
Hrabba

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Bloggari dauðans..

Ég var að lesa síðuna hjá "bloggara dauðans".. Konan er ekkert eðlilega fyndin.. Ég get svo svarið það að ég gargaði og grét úr hlátri.. Gat varla klárað lesturinn augun voru svo vot.. Þið verðið að lesa aprílgabbs greinina hér..
Hrabba

Hlaupandi núðlur..

Jesús minn.. Opnaði núðlusúpupakka áðan og ég get svo svarið það að þær hlupu gjörsamlega út úr pakkanum.. Ég hef aldrei séð neitt jafn myglað, samt var best fyrir dagsetningin maí 2006. Vissi ekki að núðlur gætu myglað svona rosalega.. Púhaa.. Ég sendi Viktor með þetta í búðina..

Á morgun verður saumurinn fjarlægður úr snúllunni.. Held að þetta eigi ekki eftir að sjást neitt.. Annars er nú bara cool að vera með ör...

Svo gerðist nú loksins eitthvað jákvætt í kringum fjármálin hjá okkur.. Viktor var í skattinum í dag og fékk ég nýtt skattkort þar sem ég fæ allan hans persónuafslátt.. Eins gott að við giftum okkur síðasta sumar.. Þetta á eftir að telja...

Elsku bestu systur ég óska eftir smá dugnaði í skrifunum til að létta undir pressunni á big syst..

Hilsen
Hrabba

Ojjjjjjjjjjjjjjjjj... Huggulega typpið...

Var að lesa þessa grein á Mbl.. Það er ekkert verið að grínast.. Þetta á örugglega eftir að verða eftirsótt piparjónka.......

Sturtaði tippinu niður um klósettið
Sauma þurfti tippið aftur á rúmlega fertugan mann í Alaska eftir að kærastan hans skar það af og sturtaði því niður um klósettið.

Fregnir herma að kærastan, Kim Tran, sem er 35 ára, hafi talið kærastann á að leyfa sér að binda hendurnar á honum við gluggasyllu sem hluta af kynlífsleik eftir að þau höfðu lent í rifrildi um hvort þau ættu að halda sambandinu áfram.

En þegar Tran hafði bundið kærastann við sylluna greip hún búrhníf og skar undan honum.

Frá þessu greinir Ananova.com og hefur eftir The Sun.

Kalla þurfti á pípara sem tóku klósettið í sundur til að finna afskorninginn, sem skurðlæknar saumuðu síðan aftur á sinn stað.

Tran er í varðhaldi.
(Veröld/Fólk | mbl.is | 22.2.2005)

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Vá hvað fólk getur verið steikt...

Var að lesa norskt séð og heyrt en þar er viðtal við mjög svo skrýtna fjölskyldu.. Þar er 10 ára stelpa sem átti tvo pabba en á nú tvær mömmur.. Ástæðan jú mamma hennar og pabbi skildu og pabbinn fékk hana.. Hann fann sér síðan mann þar sem hann var hommi en þeir vildu báðir verða konur þannig að þeir létu þá bara breyta sér og eru sem sagt lesbíur í dag.. Hvernig getur fólk verið svona steikt???

Var svo að lesa Mannlíf með Friðrik Þór á forsíðunni.. Eins og flestir vita var hann laminn í klessu í miðbæ Reykjavíkur.. Hann segir frá því að í andlitinu eru 9 dauðapunktar.. Hugsiði það áður en þið kýlið mann og annan.. Það þarf nú alls ekki svo mikið til.. Ótrúlegt að fleiri skuli ekki deyja eftir svona barsmíðar..

Gleymdi alltaf að segja ykkur frá því að Anja Andersen hneig niður í beinni útsendingu á sunnudaginn.. Mjög óhuggulegt.. Greip um hjartað á sér og hneig niður.. Hún var samt mætt aftur í seinni hálfleikinn.. Mjög eðlilegt.. Hún er samt í frí núna og verður ekki með í tveimur næstu leikjum.. Við eigum einmitt að spila við þær á laugardaginn..

Já þetta var svona um eitt og annað..
Kveð í bili..
Hrabba

P.S Var að setja inn fleiri myndir.. M.a af curlinghetjunni (mér)..

Sorry hvað ég er búin að vera leiðinleg..

Já það er allt búið að vera á móti okkur fjölskyldunni undanfarið og ég var alveg að tapa gleðinni.. Nú geta bara tekið við betri tímar.. Eða... Handboltinn er reyndar ekki að gera gott mót.. Það getur bara meira en vel verið að við munum flytja aftur á næsta ári... Spurning bara hvert??? Er ekki alveg að nenna að standa í svoleiðis veseni en svona er lífið.. Við eigum þó enn möguleika á að bjarga okkur en útlitið er ekkert rosalega bjart.. Þurfum að treysta líka svolítið á hagstæð úrslit hjá öðrum liðum..

Í gær var hresst aðeins upp á hópinn með liðakeppni þar sem m.a var keppt í hockey og curling.. Ég er aldeilis búin að finna mína grein... Var hrikalega góð í curling.. Spiluðum reyndar bara á teppi.. Er að spá í að fara í alvöru curling vantar bara einhverja góða á kústana.. Því það er alveg ljóst að ég kasta.. Spurning um að stefna á OL í curling.. Ekki svo galin hugmynd..

Bloggkeppnin mín er að gera svakalega hluti.. Fólk er gjörsamlega að tapa sér í skrifunum.. Ég hef ekki lengur undan að rúnta allan blogghringinn lengur.. Þarf að taka þetta í hollum.. Eins gott að fólk haldi áfram.. Það fer svo að styttast í næstu talningu.. Það verður gaman að sjá niðurstöðurnar.. Verð að segja að þetta er ein sú besta hugmynd sem ég hef fengið lengi.. Ekki það að ég er nú ótrúlega sniðug stelpa..

Ætla að taka smá lúr...
Hrabba

Kvittiði nú fyrir ykkur elskurnar..

Viljið þið vera svo væn og kvitta fyrir ykkur svona einstaka sinnum þegar þið farið inná myndasíðurnar okkar.. Dagný var að setja inn nokkrar myndir í gærkvöldi.. Stelpan bara frekar dugleg þannig að verið dugleg að peppa hana upp með smá commentum og kvittunum.. Það er nú alltaf gaman að sjá hverjir eru að skoða..

Hrabba

mánudagur, febrúar 21, 2005

Pabba meinaður aðgangur á Hverfisbarinn...

Jæja gott fólk,, það er komið að mér!
Hef verið blogglöt að undanfarið.. helgin var róleg þar sem ég var 3 barna einstæð móðir,, og fór því ekki út fyrir hússins dyr frá börnunum mínum!! Og ég er soldið fegin eftirá,, því þegar ég kom heim og fór að rabba við pabba gamla var ég guðs lofandi fegin að hafa ekki verið niðrí bæ,, jú viti menn haldiði þið ekki að gamli hafi barasta ekki mætt niðrí í bæ með 2 félögum sínum,, byrjuðu á Dubliners þaðan á Thorvaldsen , get rétt ímyndað mér að þeir hafi verið áberandi þjóðfélagskimi þar á bæ.. eftir það lá leið þeirra á sjálfan HVERFISBARINN,, og sem betur fer var þeim af einhverjum ástæðum meinaður aðgangur,, veit ekki hvort hann hefði fengið rothögg frá Daða eða konuklíp frá Drífu ef hann hefði sést þarna inni.. Allavena myndi það ekki vekja mikla lukku frá Hæjunni!!!
En það er ekki mikið meira í bili frá mínum bæjardyrum...

P.S. Hrabba viltu kossa Viktoríu frá mér.. músin bara að slasa sig,, ekki gott mál!!
Annars gat ég ekki annað en hlegið af myndunum,, fékk samt skammir frá múttos!
Hilsen Hæja

Uppgjör helgarinnar..

Fös: Lagði af stað klukkan 5 um morgunin (ég kalla þetta nótt).. Fórum í rútu til Billund og flugum svo til Frankfurt um 8.. Þarf varla að taka það fram að auðvitað svaf ég allan tímann enda ennþá nótt... Við þurftum svo að bíða í Frankfurt í 3 tíma áður en við flugum til Zagreb.. Ég sat ein í fluginu til Zagreb þannig að ég hélt auðvitað bara áfram að sofa.. Frá Zagreb þurftum við svo að fara í einn og hálfan tíma í rútu á áfángastað, ég tók auðvitað smá lúr í rútunni líka.. Við æfðum svo um kvöldið og fórum snemma í háttinn..
Lau: Fengum að sofa til 9 og fórum í morgunmat.. Við fengum svo að fara í bæinn að skoða og versla. Ég keypti fullt af pökkum handa slösuðu Dísinni minni.. Við spiluðum svo kl.18 og þetta var nú meiri vitleysan.. Vorum lamdar í hakkabuff og það var sko alveg leyfilegt.. Áttum að fá allaveg 10 víti en fengum 2.. Þær áttu líka að fá 15 sinnum 2 mín en fengu eihverjar örfáar.. Það er auðvitað ekki hægt að vera með í svona leik.. Það versta við þetta allt var að þegar við spiluðum heimaleikinn þá fengum við ekkert gefið frá dómurunum.. Kvöldið var því ekkert frábært en við fengum rosa góðan mat sem gerist nú ekki oft í svona ferðum.. Fórum frekar snemma í háttinn..
Sun: Lögðum af stað 11 um morguninn og kom ekki heim fyrr en 23.30.. Æðisleg ferð.. Biðum í Frankfurt í 4 tíma og ég sat ein í báðum flugunum og var ég sú eina úr hópnum sem þurfti alltaf að sitja ein.. En vá hvað það var æðislegt að komast loksins heim eftir svona maraþon ferðalag fyrir 60 mín leik..
Í dag tók ég Viktoríuna mína með mér í vinnuna og var hún auðvitað bestust. Við vorum svo komnar snemma heim og fékk hún loksins alla pakkana sína og erum við búnar að leika í allan dag.. Svaka fjör...

Var að setja myndir inná myndasíðuna mína.. Myndir frá því að Dagný var í heimsókn og Bubba Gump myndir af Viktoríu..

Hrabba

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Viktoría á Skadestuen...

Haldiði að hún Viktorían mín hafi ekki þurft að fara upp á slysó á föstudaginn og mamman bara í Króatíu.. Hræðilegt... En hún á nú eftir að fyrirgefa mér það þar sem að ég keypti nú 10 pakka handa henni í útlandinu... Músin mín datt á borð í leikskólanum og fékk stóran skurð í vörina.. Sem betur fer þurfti aðeins að sauma eitt spor en útlitið á barninu var ekkert rosalega huggulegt..
Skrifa meira á morgun um ferðina þar sem ég var að koma heim og er að fara að vinna eftir 6 tíma...

Hrabba

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Danirnir að drepa okkur.. Allt í klessu..

Já það er ekki mikið líf og fjör á okkur fjölskyldunni í dag.. Eftir 3ja vikna bið fengum við loksins svar frá SU sem var neikvætt og við auðvitað brjáluð.. Á þriðjudaginn kallaði bossinn minn mig inn á skrifstofu og var mjög leiður.. Hann tilkynnti mér það að hann gæti ekki ráðið mig sem pædagog þar sem ég er lærður kennari vegna þess að það eru svo margir pædagogar atvinnulausir.. Hann fékk sent eitthvað bréf frá pædagoga-yfirvaldinu sem sagði að ég mætti ekki vera pædagog annars myndu þeir gera allt vitlaust.. Þetta þýðir um 400 kr minna í tímakaup.. Frábært... Það fer að styttast í að ég sleppi bombu einhvers staðar.. Vá hvað ég er að tapa mér yfir þessu...
Svo til að gera allt miklu skemmtilegra þá sló ég metið mitt í að tapa stórt í gær.. Hef aldrei séð neitt jafn hrikalegt sem tengist handbolta og ég hef örugglega aldrei verið jafn mikið farin í einum handboltaleik.. Jesús minn... Þetta er ekki alveg til að bæta upp stemninguna í kringum mig.. En botninum er náð og nú þarf ekki bara að æfa síðustu 10 mínúturnar heldur allar 60.. Það eru erfiðar æfingar framundan.. Ég fer svo til Króatíu í nótt og kem ekki heim fyrr en seint á sunnudagskvöld.. Gaman gaman.. Það er eins gott að systur mínar verði duglegar að skrifa um helgina..

Best að fara að pakka niður...
Hrabba..

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Sjaldan verið steiktari í hausnum..

Já nú er Hrabban alveg farin úr þreytu.. Klukkan er núna 21.30 og ég er á leiðinni í háttinn.. Þetta hefur ekki gerst í allavega áratug.. En það er nú líka ástæða fyrir þessu.. Jú jú mæting í vinnuna á morgun 6.30 takk fyrir.. Það er verið að drepa mig.. Við erum að tala um að ég verð vöknuð fyrir 6 í nótt.. Ég hefði alveg eins geta orðið bakari og fengið borgað fyrir að baka allan daginn.. Það væri nú eitthvað fyrir mig.. Eina ástæðan fyrir því að ég varð ekki bakari var vinnutíminn.. Þannig að það var ekki hugsað um það lengi..
Á morgun förum við svo að keppa í Köben. Leggjum í hann kl.12 á hádegi og komum aftur um 2 um nóttina.. Frábært.. Ég verð enn þreyttari á fimmtudaginn..
Jæja hætti að skrifa áður en ég fer að væla...
Kveðja
Hrabba sem er ekki að selja klolla þannig að kaupið hann af Drífu....

mánudagur, febrúar 14, 2005

Frau Driffridur...

Jú Dríffrídur er á lífi. Kellan er nettengd! Annars hef ég ekki mikid ad segja annad en Hrabburinn ussss hvad hún er dugleg og thad kemur mjög mikid á óvart ad hún sé búin ad gera keppnis úr bloggskrifum! En gott syst madur verdur ad taka thessu alvarlega. Annars er thad ad frétta af frúnni ad mín er bara ad vinna og æfa. Fyrst ég er ekki ad keppa thá verd ég ad taka æfingunum mjög alvarlega, keppnis á hverri æfingu svo ad madur fái smá útrás!! Annars lá kellan í flensu í 2 vikur eins og margir adrir, aassskotas aumingjaskapur en svona er thetta.
Jæja kellan hefur lítid ad segja er komin úr æfingu í thessu!!! Geri betur næst..
En svona ad lokum thá vil ég fá ad vita hvort einhverjir tharna úti thurfa ekki ad skeina sig á næstunni, ef svo er thá hef ég thennann líka fína VALSskeinipappir til sölu.......
Thurfid ekki slást um hann...... Nóg til!!!!!

Thetta er Dríffrídur sem talar frá Vesturbænum.

Myndasíðan er komin á fullt..

Búin að vera smá byrjunarvandræði en núna er allt komið í lag, vonandi.. GESTABÓKIN og COMMENTIN eru komin í lag þannig að nú er bara að kasta kveðju á Dögguna.. Það eru komnar um 150 myndir inn núna og munu koma fleiri á næstu dögum.. Skoðið og kvittið hér..

Hrabba

Fleiri mismæli..

Ég er svo ánægð með hana Hörpu mína og miksmælapakkann að ég ákvað bara að slást í hópinn.. Tengdó sendi mér nokkur góð:

* Mér er nú ekkert að landbúnaði...

* Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...

* Þessi peysa er mjög lauslát...

* Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á als eggi... (Geri aðrir betur...)

* Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...

* ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg...

* Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér...

* Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm...

* Hann sat bara eftir með súrt eplið...

* Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...

* Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast...

* Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti...

* Þar stóð hundurinn í kúnni... (Þar lá hundurinn grafinn... Þar stóð hnífurinn í kúnni.)

* Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...

* Svo handflettir maður rjúpurnar...

* Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...

Hrabba

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Dagný komin með myndasíðu..

Við erum að vinna í að setja inn myndir.. Gengur ekkert alltof hratt þar sem Daggan tekur myndirnar sínar í bestu upplausn.. En fyrstu 109 myndirnar eru allavega komnar inn.. Kíkið endilega hér...

Og verið nú dugleg að kvitta fyrir ykkur og commenta svo stelpugreyið gefist ekki upp á þessu...

Skrifa á morgun..
Hrabba

laugardagur, febrúar 12, 2005

Nýjar myndir..

Var að setja inn nokkrar myndir, m.a. af Viktoríu Langsokk.. Kíkið endilega hér..

Er svo að búa til myndasíðu fyrir Dögguna.. Erum að setja inn fyrstu myndirnar.. Síðan verður tilbúin á morgun..

Later
Hrabba

Snestorm i Danmark..

Já Daninn er alveg stórkostlegur.. SNESTORM kalla þeir snjókomu.. Aðeins of stórt orð finnst mér.. Ég sé alltaf fyrir mér vitlaust veður.. Var að tala við hana Kobbu mína í Köben en hún var að vinna.. Haldiði að hún fái ekki sennilega hótelherbergi í nótt svo að hún komist nú örugglega í vinnuna á morgun líka.. Við erum að tala um svona mini-medium snjókomu hérna.. Þetta er auðvitað geggjað fólk.. Finnst líka alltaf jafn frábært þegar þeir eru að gera grín af okkur Íslendingum því að við höfum "engin" tré á Íslandi.. Það er auðvitað allt morandi í trjáum hérna. Það var svo auðvitað bara snilld um daginn þegar vonda veðrið kom og öll tréin hrundu niður eins og domino-kubbar.. Já hver hló þá.... hahahaha... Geta ekki einu sinni plantað þessu drasli almennilega.. Og vá gæti mér verið minna sama að hafa ekki tré á Íslandi.. Hvað á ég að gera við tré?????? Ekki nóg með að geta ekki plantað trjám þá geta þeir ekki byggt almennileg hús því að þeir eru alltaf að spara svo mikið.. Svo kemur smá rok og þá fljúga þakplöturnar af húsinu... Þetta eru auðvitað bara "snillingar" sem reykja ofan í allt og alla..

Dagný er rétt ókomin í hús en Viktoría hringdi áðan í skýjunum og sagði mér að Naný hafði verið leyndarmálið en hún vissi ekki að hún væri að koma... Fór bara í bítúr með pabba sínum og vissi að hennar beið eitthvað leyndó.. Var ekkert smá sátt skvísan..

Á morgun eigum við svo að spila í 8-liða úrslitum í evrópukepninni.. Við mætum króatísku liði sem er víst mjög gott.. Þetta verður spennandi.. Stulli og Robbi eiga svo að spila beint á eftir okkur þannig að það verðu fjör í höllinni..

Jæja eigum við ekki að segja þetta gott í bili.. Búin að drulla nóg yfir Danann..
Hrabba

föstudagur, febrúar 11, 2005

Allt að verða vitlaust..

Já ég hef aldrei fengið svona mörg comment.. Keppnisskapið alveg að fara með fólk.. Ég vil benda enn og aftur á að kvartanir berist til Eivorar..

Annars er nú ekki mikið að frétta.. Læstist alveg hrikalega í bakinu í nótt og öskraði á Viktor að hjálpa mér.. Hann greyið vissi auðvitað ekkert hvað hann gæti gert enda gat hann ekki gert neitt.. Ég er svo alveg búin að vera ónýt í dag.. Þetta er auðvitað ekki hægt.. Aldurinn farin að segja til sín.. Ussssssssssss...

Ég var að ráfa um á bloggsíðum áðan og var að skoða síðuna hennar Hörpu Mel en hún var með nokkur skemmtileg mismæli.. Mér finnst alltaf svo gaman af svona snilldarmismælum.. T.d í sambandi við texta, vá hvað það er til margt sniðugt.. Harpa var einmitt með á sinni síðu: manninn sem hringdi á útvarpsstöð og bað um óskalag, Komdu Hilmar.... Hann meinti Konur ilma....
Annað sniðugt:
-> Svo dó maðurinn => Sódóma.. Sjáiði gæjann fyrir ykkur á balli að tapa sér í viðlaginu..
-> Það er Abraham og hans vinir og hans vinir það er Abraham.. Ein sem er mjög tengd mér að kenna Viktoríu dóttur minni Faðir Abraham..
-> Allir þekkja nú "It's a fire downtown".... =>Final countdown.
-> Haukanína og aukalína => Hei Kanína

Ég er ekki alveg að muna mikið þegar ég er að skrifa þetta niður.. Þið megið endilega senda á mig mail með einhverju svona sniðugu... Love it...

Við systurnar látum nú heyra í okkur yfir helgina.. Daggan lendir 11.10 á morgun..
Hrabba

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Komin alvöru úrvalsdeild..

Já hún Eivor mín er komin í fulla vinnu við að fylgjast með bloggurum.. Nú er engin stafrófsröð lengur í úrvalsdeildinni heldur er raðað niður eftir dugnaði.. Já hún Eivor mín er búin að telja fjölda blogga á síðustu tveimur vikum og hér kemur niðurstaðan:





Þá er deildin komin á fullt :)
26jan-9feb
Úrvalsdeild(6-11 blogg)
1. Kolla og Guðrún
2. Bjarney
3. Árni og Harpa
4. Jóna
5. Lísa og Rakel
6. Eivor
7. Elfa
8. Harpa
9. Nína
10. Diljá
11. Edda
12. Krissa
13. Markús
14. Matta
15. Himmi
1. deild(2-5 blogg)
1. Dísa
2. Héðinn
3. Hjalti
4. Hekla
5. Matthildur
6. Habba Kriss
7. Sigga Birna
8. Guðrún Drífa
9. Eva
10. Inger
11. Sigrún Gils
Utan deildin(0-1 blogg)
1. Lísa
2. Sveil
3. Hafdís
4. Helga Torfa
5. Hrabbý

Hástökkvari: Guðrún Drífa

Ef þið viljið kvarta eitthvað þá er ykkur bent á hana Eivor mína..

Kveðja
Hrabba


Karnival i Deutschlandinu!

Akvad ad skrifa nokkrar linur svona adur en eg vippa mer yfir til Big syst.
Thad er annars buid ad vera nog ad gera hja kellunni...... Karnivalhatid i gangi i Deutschlandinu, vid erum ad tala um fra Fimmtudegi til Thridjudags, en kellan let ser duga ad taka vel a thvi a Manudeginum i Köln. Uffffffff vid erum ad tala um ad thad var hisst heima hja einni i lidinu i morgunmat kl.10 og thar var fengid ser smurbraud og Vodka drukkinn med. Eftir thad var haldid nidur i bae og fylgst med skrudgöngunni, thar voru allir ad sjalfsögdu i buningum og vid kellurnar lika..... vorum i einhverskonar hellisbua-buningum. Vid heldum thetta ut til kl.1.00 en tha var madur alveg buin a thvi........ sem sagt hin finasta skemmtun og greyid Johnny missti af thessu öllu saman, en hun var veik greyid..... samt endadi hun a skallanum i Weibern, hun er natturlega bara snillingur!
Sidustu 2 aefingar hafa farid i thad ad na afenginu ur likamanum......held thad se allt komid ut nuna!
Gud mer leid frekar illa a aefingunni i gaer..... vid Johnny akvadum ad eyda deginum i gaer a Islandic Kosmetika.....vid kellurnar skelltum okkur i litun og blokkun, sem er bara edlilegur hlutur a islandi (eda hvad?), en nei nei.....thad var bara hlegid af okkur, thaer heldu ad vid vaerum enn tha i Karnvalstemmningunni...... thessar lummur! Bryrnar eru liggur vid samvaxnar hja theim....össsss! ekki fögur sjon!

Tha eru bara tveir dagar i thad ad eg sjai Disina mina og allt reddi, buin ad kaupa sma gladning handa henni svo eg stend held eg bara vel ad vigi!

Yfir og ut.
Dagny

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Veit ekki hvað skal segja....

Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég er orðin alveg freðin í hausnum og var það nú alveg nógu slæmt fyrir.. Við spiluðum í kvöld á móti Ikast sem eru búnar að vera rosalega vel spilandi undanfarið.. Þær eru m.a. að rústa riðlinum sínum í CL. Við vorum að spila mjög vel stóran part af leiknum og vorum 3 mörkum undir þegar um 20 mín voru eftir.. En eins og oft áður þá enduðum við illa og töpuðum með 10.. Góði hornamaðurinn (sú eina sem getur e-ð) var meidd og var því ekki með.. Hinar voru hrikalegar.. Við hefðum alveg eins geta haft bara keilur í hornunum.. Þær brenndu endalaust af dauðafærum.. En svona er þetta..

Vinnan gengur bara fínt.. Svolítið margir tímar og hnakkurinn á hjólinu ekki alveg að gera sig.. Ég þarf að bólstra afturendann aðeins betur svo ég lifi af þessar 6 mínútur sem ég eyði á hjólinu á dag.. En það verður allavega gaman að fá launaseðil um mánaðarmótin...

Það eru svo bara 3 dagar í að Dagný syst mæti á svæðið.. Það verðu nú gaman að fá Dögguna á svæðið.. Það verður alveg örugglega étið nóg á þessum 3 dögum sem hún verður hérna..

Jæja er farin í beddann....
Hrabba

Og enn og aftur; SYSTUR ÉG ÓSKA EFTIR SMÁ HJÁLP Í SKRIFUNUM..............

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Fékk ekki miða á U2.. ARG..........

Já hún Matthildur mín var á netinu í 8 klst í dag að reyna að fá miða.. Tölvukerfið krassaði auðvitað strax og þetta varð algjör martröð.. Matthean mín var líka á netinu í nokkra klukkutíma án árangurs.. En það er ennþá smá möguleiki þar sem Matthildur ætlar að senda Bono bréf og hann hlýtur bara að senda nokkra miða.. Maður myndi allavega ætla það...

Annars ekkert mikið að frétta nema að það var keyrt á húsið okkar í dag.. Risa trukkur sem kunni ekki að bakka.. Mjög eðlilegt..

Var að panta miða fyrir Dagnýju mína áðan.. Hún kemur um helgina, verður frá lau - þri.. Snilld..

Kveð að sinni..
Hrabba

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Það er komið á hreint..... Viktor talar meira...

Já Hrabban heldur betur kát núna.. Við hjónin erum búin að ræða þetta oft og höfum aldrei verið sammála þar sem ég hef alltaf sagt að hann tali meira en hann hefur haldið því fram að ég tali meira (ótrúlegt en satt).. Við vorum svo í mat hjá Robba og Svölu í kvöld þegar ég ákvað nú að testa mannskapinn og spurði þau hvort okkar talaði meira... Já takk fyrir, engin sagði Hrabba... Haha ég vann.... Og viktor gat ekkert sagt..

Annars var rosa fínt í matarboðinu og Svala töfraði fram þessar fínu kræsingar sem allir voru voða kátir með.. Sveilin klikkar auðvitað ekki.. Kærar þakkir fyrir okkur Svala mín.. Þetta var rosa fínt kvöld og ásamt okkur voru þarna einnig Matthildur, Stulli, Matta, Raggi og síðast en ekki síst vinur Ragga sem hafði komið í óvænta heimsókn.. Það var svo bara engin annar en Róbert Hjálmtýsson skólabróðir minn úr Breiðholtsskóla.. Frábært að hitta hann og er hann bara skondinn strákur.. Hann keypti bara one way þannig að hann veit ekkert hvenær hann fer heim aftur.. Ég sagði honum að hann gæti nú alltaf tekið nokkrar pössunarvaktir hjá mér og leist honum bara vel á.. Það var mjög gaman að rifja upp nokkrar skemmtilegar sögur úr Breiðholtinu.. Kom mér bara mest á óvart hvað margar þeirra voru "brjálaðar".. Ég á nú bara til góðar sögur úr Breiðholtinu..

Á morgun er svo Fastelavn sem er öskudagur og bolludagur.. Viktoría verður auðvitað Lína Langsokkur en ekki hvað.... Ég ætla svo að ráðast í bollubakstur á morgun..

Jæja verð að fara að lúlla.. Mánudagur á morgun sem þýðir........ MÆTING 7.00 í vinnuna... Hrabban verður eldhress...........

P.S Systur ég óska eftir smá hjálp... Er byrjuð að vinna eins og GEÐSJÚKLINGUR...

föstudagur, febrúar 04, 2005

Viktoría gaf pabba sínum "fingurinn" áðan..

Vá hélt við myndum kafna úr hlátri.. Litla prinsessan setti fokkfingurinn framan í pabba sinn áðan og ég fór að forvitnast hvar hún hefði lært þetta.. David leikskólafélagi hennar var að kenna henni þetta en sem betur fer vissi hún ekkert hvað þetta þýddi.. Hún hættir seint að fara á kostum þessi elska..

Kakan mín sló auðvitað í gegn í vinnunni.. Kollegar mínir auðvitað rosa ánægðir með mig.. Ég verð aldrei látin fara..

Nú ligg ég bara upp í sófa.. Er í helgarfríi.. Ljúft líf. Við förum svo á morgun til danska bróður míns og fögnum afmæli hans..

Eivorin mín er svo vonandi að koma til mín í lok mánaðarins.. Það yrði nú æðislegt.. Komin tími á kerlinguna.. Það verður líka æði að fá að knúsa Lúkas sæta.
Eivor mín ég skal sjá rosalega vel um ykkur.. Það verður fullt af kræsingum..

Jæja verð að halda áfram að gera ekki neitt..
Hrabba

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Allt að verða CRAZY út á plani..

Já já erótíska sýningin er byrjuð út í höll og það er allt að verða crazy.. Það er svo pakkað hérna út á bílastæði að við höfum aldrei séð annað eins.. Það eru fleiri bílar hérna en voru í sumar þegar Laudrup bræður, Peter Smeichel og félagar voru að spila leik hérna úti á velli.. Þetta er alveg ótrúlegt og ég er orðin ennþá meira forvitin..

Nýja vinnan mín er bara að gera gott mót. Ég var samt mjög svekkt yfir að það væri ekkert föstudags-gotterí eins og var í gamla leikskólanum mínum.. Ég er auðvitað búin að breyta því og er einmitt með köku í ofninum núna og ætla að koma sterk inn á morgun..

Við erum búnar að spila tvo leiki á síðustu dögum og skíttapa þeim báðum.. Eigum öll toppliðin núna í þessum mánuði þannig að það er mjög erfitt að krækja í stig.. Við eigum svo að spila í evrópukeppninni 13 og 20. feb.. Byrjum heima..

Mattan okkar kom svo til Danmerkur í gærkvöldi og heiðraði okkur með nærveru sinni í kvöld.. Æðislegt að fá hana aftur og haldiði að hún hafi ekki keypt handa okkur íslenskt nammi.. Hún er svo mikill snillingur.. Og við erum auðvitað búnar að spila í kvöld.. Er búin að sakna sárt spilafélagans.. Hún er næstum því meira spilanörd en ég..

Annað kvöld er svo rosalegt partý í skólanum hennar Diljá.. Þetta er haldið í skólanum hennar og má hún bjóða endalaust af vinum.. Það er strandarþema og eru þau búin að kaupa 17 tonn af sandi og hita hann upp.. Svo eru seldir kokteilar á strandarbarnum.. Það besta er samt að það er einhver pollur þarna með tveimur seglbrettum.. Ekkert smá flott á því..

Já allt að gerast í Århus gott fólk.. Ótrúlegt hvað fáir nenna að heimsækja okkur.. Eins og við erum skemmtileg..

Jæja verð að klára baksturinn...
Hrabba

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Ti hamingju með daginn elsku besti brósi..

Já hinn eini sanni Skúlason, prinsinn í fjölskyldunni fæddist á þessum degi fyrir 23 árum síðan.. Innilega til hamingju með það Daði minn.. Ég setti inn nokkrar myndir þér til mikillar gleði.. Njóttu dagsins og hver veit nema hinn 23 ára Daði Skúlason muni ganga út.. Hann er nú myndarlegur hjá mér strákurinn..






Komin með nýja vinnu.... Jíbbí..

Var að koma úr viðtali og það gekk bara svona líka vel.. Leikskólastjórinn er karlmaður þannig að það var nú ekki mikið mál að sjarma hann til.. Ég var auðvitað bara ráðin á staðnum og byrja strax á morgun.. Algjör snilld og ég slepp við að fara út á horn á kvöldin.. Ég fékk "stundatöfluna" mína og haldiði að ég eigi ekki að mæta kl.7 á mánudögum.. Vá hvað sumir eiga eftir að vera ferskir þá.. En ég er búin um hádegið í staðin og það verður nokkuð ljóst hvað gerist þegar ég kem heim.. Og ekki voga ykkur að hringja í mig á mánudögum eftir hádegi.. En annars eru þetta allavega 28 tímar í viku (hef ekki unnið svona mikið í 2 og hálft ár) og ég held að ég sé pottþétt ráðin sem pædagog þannig að ég verð á fínum launum.. Já það er mikið lagt á sig til að senda karlinn í skóla.. Ég þarf að láta hann skrifa undir samning svo að ég fái húsið mitt alveg örugglega seinna meir.. Ég að vinna eins og "geðsjúklingur" meðan hann er í skóla og spáið í ef að hann skilar mér svo bara áður en ég fæ húsið mitt.. Það gengur auðvitað ekki.. Og þar sem ég fæ aldrei að sofa út á virkum morgnum þarf ég að fara að semja um morgunvaktirnar um helgar.. Viktor hefur líka alls ekki gott af því að sofa út.. Það er alveg ótrúlegt að þegar hann fær að sofa út þá er hann bara ónýtur maður.. Tollir ekki einu sinni út kvöldið hann er svo þreyttur eftir að hafa sofið.. Þannig að ég er að vinna í því að sannfæra hann um að það sé alls ekki gott fyrir hann að sofa út.. Það vita nú allir hvað ég hef gott af því...

Já það er líf og fjör hjá okkur.. Svo má nú ekki gleyma að segja ykkur frá henni Matthildi okkar sem er að læra nudd og þarf á tilraunardýrum að halda.. Ekki leiðist okkur nú það.. Við stefnum á nudd í kvöld..

Horfði á Noreg vinna Króatíu í gær.. Þvílík snilld.. Horfðum á leikinn á norskri stöð þar sem tveir karlmenn voru að lýsa leiknum.. Ég hef aldrei upplifað eins mikinn fögnuð.. Þeir misstu úr sér.. Ekkert smá gaman að þeim.. Kjellingin okkar stóð sig auðvitað vel og var með 7 mörk.. Hann er bara góður..

Svo var ég að enda við að horfa á Oprah W. Jude Law var hjá henni.. Þarf að segja eitthvað meira.. 3 handklæði í sófanum núna... Rosalegurrrrrrrrrrrrrrr........

Jæja verð að fara að lúlla.. Byrja að vinna á morgun..
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?