föstudagur, september 30, 2005

Guðrún er afmælisbarn dagsins..... til lukku elskan!


Þessi skvísa hér er afmælisbarn dagsins... fyrir þá semn ekki vita þá er þetta engin önnur en uppáhalds vinkona mín hún Guðrún Drífa. Stúlkan er 25 ára í dag......til lukku með daginn gamla mín! Vonandi áttu eftir að eiga góðan dag og kannski enn þá betri dag á morgun þegar sjálf veislan verður haldin. Leiðinlegt að geta ekki verið á staðnum!

Af Döggunni er annars það að frétta að það er heldur betur búið að endurvekja Bryndísi Schram í minni....úfffff! Kellan á von á einhverjum Grikkja í mat í kvöld, fyrrum félagi Gunnars í boltanum svo maður verður að setja eitthvað í ofninn. Maður verður nú að standa sig í þessu mikla hlutverki sem maður er titlaður í núna.... "die Super Hausfrau"!
Svo er mín búin að bjóða í íslendingarveislu á sunnudaginn..... jú jú þýðir ekkert annað. Þau Elfa, Einar, Eivor, Alex, Lúkas, Dröfn og Ómar koma á sunnudaginn. Nú er heldur betur pressa á minni. En það verður að sjálfsögðu bara gaman að fá þau öll yfir.... er farin að hlakka til að sjá ykkur!

Svona að lokum vildi ég bara þakka fyrir allar kveðjurnar sem ég fékk eftir síðasta blogg....og bið að sjálfsögðu að heilsa öllum til baka! Gaman þegar gamlir skólafélagar detta inn á bloggið hjá manni! Iðunn að sjálfsögðu man ég eftir þér.... sé okkur alveg fyrir mér í kokkadressinu:) Úfff.... hvað var maður annars að spá! best að fara að læra kokkinn! og enginn sagði neitt heima, allir bara hæst ánægðir með Dögguna! Já ég skal svo segja ykkur það! En ég er ekki frá því að ég hef nýtt mér þetta "nám" upp á síðkastið..... hvar er Daggan stödd í dag? Jú jú húsmóðir!

Kveðja Dagga Schram.

fimmtudagur, september 29, 2005

Die Super Nanny!

Þá er kominn tími á smá blogg hjá Degs, er búin að vera eitthvað voða löt við að gera ekki rassgat síðustu daga. Þannig að þetta verður sennilega ekkert spes blogg!

Mín hélt að Premiere sjónvarpið væri að gera gott mót en nei nei.... það eru ekkert nema fótboltaleikir á dagsskrá, þeir sýna alla leiki og Gunnar er eins og villidýr á fjarstýringunni á meðan ég er að missa af þessum fínum þáttum. Eibba ég veit ekki alveg hvort að ég eigi að mæla með þessu! Annars náði mín að horfa á Die Super Nanny í gær..... jebbs, hvað finnst ykkur um nafnið á þættinum? Þar var verið að tala við stelpu sem varð móðir 12 ára gömul!!!!! Got, ég hugsaði með mér, hvað var Dagný að gera þegar hún var 12 ára? Var hún enn í stígvélum??? Drífa myndi segja Já, þar sem það situr enn fast í minnungu hennar að ég mætti í skólan í stígvélum 8 ára en ekki 12 ára, held að hún hafi sjaldan skammast sín eins mikið fyrir syst! Já tískulöggan kom snemma upp í henni. En pælið í þessu 12 ára..... og hún veit ekki hvort pabbinn sé sundlaugarvörður eða einhver 16 ára strákur! Já, maður er strax farin að byggja sig upp fyrir hlutverkið með því að horfa á Die Super Nanny!
Annars hefur kellan það bara fínt, núna eru ekki nema rétt rúmar 2 vikur í fjörið! Get varla beðið eftir litla unganum mínum. Maður kann reyndar að drepa tímann.... kellan skellti sér í neglur í gær! Jú jú kallinn kom bara heim með þau skilaboð að hann væri búinn að bóka mig í neglur! Jebbs.... hann hugsar fyrir sinni.
Svona að lokum vildi ég bara taka undir með Hröbbunni varðandi danska
landsliðið .... hvað er málið! 2,5 millur ekki nóg! Já bara að þær vissu hvað við Íslensku erum að fá.....2 pör af sokkum fengum við fyrir síðustu ferð og "lánaðar" flíspeysur, hvernig finnst ykkur? Pufff..... þær geta nú bara átt sig!
Over and out
Dagný

tatata...... mín er búin að sitja nokkrar nýjar myndir inn á myndagallerí Döggunnar.
Undir September myndir.

þriðjudagur, september 27, 2005

Prímadonnur dauðans....

Ég á nú varla til eitt aukatekið núna.. Dönsku landsliðskellurnar eru alveg kolvitlausar núna og hóta því að fara í verkfall frá lansliðinu og hreinlega spila ekki með á HM núna í desember ef þær fá ekki launahækkun.. Við erum að tala um að þær eru að fá um 2,5 milljónir fyrir að spila með landsliðinu á ári. Svo fá þær auðvitað mikið meiri pening fyrir að spila með félagsliðum sínum hérna og plús auglýsingasamninga.. Spáiði í prímadonnum.. Svo er það besta að margar hafa ekki verið að gefa kost á sér í landsliðið undanfarin ár.. Hvað er það???

Hrabban brjáluð núna og ætlar að taka í nokkrar prímó þegar hún nær í skottið á þeim. Og ég sem er að borga með mér í landsliðinu..

mánudagur, september 26, 2005

Komin heim í hreint hús...

Eftir þessa fínu helgi í Köben. Fór í grill til Hörpu og Árna á laugardaginn og klikkuðu þau auðvitað ekki.. Fá 5 stjörnur af 5 mögulegum.. Takk fyrir mig elskurnar. Harpa var meira að segja búin að skera út melónu í eftirrétt, geðveikt flott. Ég þarf að fara að kaupa mér græjur í það. Það var líka rosa gaman að hitta Kristínu Guðjóns enda ekkert smá langt síðan ég hitti skvísuna. Við gátum nú aðeins spjallað kellurnar hjá Hörpu.

Steininn okkar var líka í Köben og hittum við hann á laugardeginum í Fields. Alltaf svo gaman að fá knús frá Steina. Hann var að standa sig eins og hetja í innkaupunum, Kristín á sko eftir að vera ánægð með kallinn.

Í gær var síðan leikur hjá mér á móti Roar frá Roskilde.. Hörkuspennandi leikur sem endaði 45-19. Við erum sem sagt með 55 mörk í plús eftir fyrstu tvo leikina. Hvað er það??? Við eigum svo að spila við liðið hennar Hörpu á sunnudaginn, gaman gaman..

Meðan við vorum í burtu lánuðum við Írisi og hinum íslensku stelpunum sem eru í íþróttaháskólanum húsið. Ég get svo svarið það að húsið hefur aldrei verið jafn hreint og það er núna.. Íris fór hamförum hérna í þrifunum og skúraði allt (var víst komin á fjórar til að reyna að ná einhverjum blettum), tók ísskápinn í gegn og þvoði allan þvottinn okkar (og nb. þvottavélin okkar er biluð þannig að hún fór með þvottinn yfir í háskóla og þvoði hann þar.. SNILLINGUR.. Hún fær sko húsið mitt aftur lánað við fyrsta tækifæri.. Eða bara spurning um að ættleiða hana..

Hef þetta gott í bili..
Hrabba

fimmtudagur, september 22, 2005

Kellan með rosalega sjón..

Já allt liðið var sent í sjónprufu hjá einhverju linsufyrirtæki sem er sponsor hjá okkur.. Þeir höfðu bara aldrei lent í að fá heilt lið inn með svona tipp topp sjón. Sögðu það nánast öruggt að í 10 manna hóp þá væru tveir sem þyrftu að fá linsur.. Mín var auðvitað best, bara ekki hægt að sjá betur.. Ég vissi það nú alveg en ég þyrfti nú frekar að láta tékk á heyrninni, ég myndi nú örugglega labba út með heyrnartæki þaðan..
Á morgun förum við svo til Köben og verðum þar alla helgina.. Ég á að spila á Sjálandi á sunnudaginn og var því tilvalið að eyða helginni í Köben.. Harpa húsfreyja og Árni bakari eru búin að bjóða okkur í veislu á laugardaginn.. Hlakka rosa mikið til enda þau snillingar í eldhúsinu sem klikka seint.. Svo skemmir nú ekki fyrir að Kristín Guðjóns verður hjá Hörpu um helgina þannig að ég mun hitta hana líka.. Það verður örugglega skipst á einhverjum sögum..
Viktorían er að gera gott mót í sundinu og fimleikunum.. Fór og horfði á hana í fimleikunum síðasta fimmtudag og varð nú ekkert smá hissa þegar músin var alltaf að læðast úr röðinni og stelast á trampólínið.. Ég hélt ég myndi andast úr hlátri. Eplið fellur nú sjaldan langt frá eikinni.. Ég fékk nú bara flash back en ég var nú alltaf mjög óvinsæl meðal þjálfaranna minna í fimleikum þar sem ég hvarf alltaf úr röðinni og fannst alltaf á trampólíninu sem var í salnum við hliðina.. Já ég skil sko Dísina mína vel.. Hvaða vitleysingar hanga í röð á meðan trampólínið er laust?

Jæja best að fara að koma sér í þýðingu.. Brjálað að gera hjá minni..

Kveðja
Hrabba

miðvikudagur, september 21, 2005

Lundaveislan klikkaði ekki!

Talandi um að þýska sjónvarpið sé eitthvað gú gú.....fullorðnir menn að kúka í bleygju og svona! Það vildi svo til að móðir mín skellti nánast á mig á mánudaginn því hún var að missa af einhverju brjálæðislega fyndnu atriði í sjónvarpinu.... hún reyndi að lýsa fyrir mig hvað var í gangi hjá strákunum okkar á stöð 2.... Pétur var látin kúka í bleygju og Auddi átti að skipta á honum, bara snilld! Hefði viljað sjá þetta.... þessir þættir eru eitt af mörgu sem ég sakna heima. Annars getur kellan andað léttar núna þar sem Premiere er komið í gang, helvíti fínt. Eibba mín ég mæli með þessu, þetta er eitthvað sem er ómissandi fyrir okkur kjellingarnar hérna úti.

En gaman að heyra að fyrstu stigin séu komin í hús hjá Hröbbunni, flott að þetta byrjar svona vel hjá kellunni! Til lukku elskan!
Annars er mín enn þá með gesti, svo það er nóg að gera hjá minni. Við vorum flott á því á sunnudaginn og buðum Robba og fjöllu í Lundaveislu! Jú jú..... alveg brjáluð eyjastemmning, þýðir ekkert annað þegar húsið er fullt af eyjafólki. En Lundinn bragðaðist bara ljómandi.... aðeins betri en þegar maður fær hann ískaldan í hvítu tjöldunum á þjóðhátíð.

Úfff..... hef ekkert meira að segja að sinni, enda voða lítið að gerast hjá tjéttlingunni.
Frau Dagfred.

sunnudagur, september 18, 2005

Fyrsti sigurinn í höfn..

Já og ekki var hann erfiður.. Unnum 43-14 þannig að ekki var um mikla spennu að ræða.. Við eigum síðan næsta leik á sunnudaginn og verður það eitthvað svipað..

Annars ekki mikið að frétta.. Davíð og co voru hjá okkur um helgina.. Viktoría auðvitað í skýjunum yfir að hafa kærastann hjá sér alla helgina.. Þau voru voða góð saman.. Kom upp smá krísa í gær þegar Dísin kallaði á mig með tárin í augunum og sagði að Galdur ætti kærustu í Köben.. Það lagaðist samt fljótt þegar hann tjáði henni að hún væri líka kærastan hans.. Bara krútt...

Vá hvað ég er soðin í hausnum.. Veit ekkert hvað ég get skrifað..

Læt heyra í mér þegar ég get hugsað..
Hrabba

P.s. Er búin að setja inn sept myndirnar..

föstudagur, september 16, 2005

Þýska sjónvarpið ekki að gera sig!

Ferðin til Metzingen var bara askoti fín, maður náði aðeins að bæta í fataskápinn, tapaði mér ekkert en sá margt spennandi sem ég gæti hugsaði mér þegar maður er komin í rétt númer. En Guntherinn var að sjálfsögðu dressaður upp svo hann var alsæll, það er ekki á hverjum degi sem greyið strákurinn getur valið úr. Kellan á pottþétt eftir að fara seinna, en það er verið að setja upp Diesel búð þarna, svo það skemmir ekki fyrir.
Þetta eru annars bara búnir að vera rólegir dagar, það er verið að betrum bæta íbúðina eitthvað, tengdó með borvélina á lofti, setja upp gardínur og svona. Eitthvað sem karlinn minn þótti allt of stórt verkefni...... össss ég ætla nú ekki að byrja núna að vera einhver tuðkerling, en kommon!
Þar sem ég hef svo lítið að segja frá þá sé ég mig knúna til að deila með ykkur sjónvarpsefni sem karlinn var vitni af í þýska Tv-inu.....Við erum að tala um að þetta var þáttur um einstaklinga sem lifa "svolitlu spes" lífi og hvar annars staðar en í USA. Je dúdda mía, við erum að tala um mann um 40 ára sem lifir bara á góðum arf frá foreldrum og þarf ekkert að hugsa um það að vinna.... þess í stað hefur hann tileinkað lífi sínu að lifa eins og smábarn. Maðurinn vaknar á morgnana, setur á sig bleyju, fer í barnafatnað og setur upp í sig snuðið og leggur svo af stað niður í bæ. Hann eyðir svo deginum í búðum þar sem fást barnarvörur fyrir svona sjúklinga eins og hann ( jebb við erum að tala um það að það eru til nokkrar svoleiðis búðir í USA), gerir kannski í brækurnar í leiðinni, svona eins og þessi litlu börn eiga til og svo hoppar hann inn í þvottahús til að þrífa bleyjurnar af sér. Finnst ykkur þetta ekki bara eðlilegt? Jú manni getur nú blöskrað!
Því sáum við Gunnar okkur knúin til að fá okkur Premiere = nokkrar auka stöðvar sem sagt. Maður verður náttúrlega bara ruglaður á þessari vitleysu sem þeir bjóða manni frítt.
Hef þetta fínt í bili
Dagný

miðvikudagur, september 14, 2005

London baby og HANDBOLTINN...

Já fórum í þessa líka fínu ferð til London um helgina.. Við vorum nú reyndar ekki komin fyrr en á miðnætti á föstudaginn og hafði Ragga pantað fyrir okkur driver.. Sú ferð byrjaði mjög vel þegar bílstjórinn spurði okkur hvort við spiluðm fótbolta líka.. Alltaf jafn gaman að segja frá því (í Englandi)að maður spili handbolta.. Viktor sagði sem sagt að ég spilaði handbolta og lifnaði nú heldur betur yfir karlinum sem kvaðst sjálfur hafað spilað handbolta í gamla daga.. Ég var auðvitað mjög hissa þar sem íþróttinn þekkist varla í Englandi.. Annað átti samt eftir að koma á daginn þegar hann fór að tala um að hann hafi alltaf notað HANSKA þegar hann var að spila.. Ég ekki alveg að skilja... Svo hélt hann áfram....... Já ef maður spáir í því þá er handbolti bara skvass áður en spaðarnir komu í leikinn.. Sami völlur, maður notaði bara hendurnar í staðinn fyrir spaðann.. Ég hélt ég myndi andast úr hlátri þarna aftur í bílnum.. Spáið í því að hann var bara að tala um svona rugl eins og ég hef séð í einhverjum bíómyndum þegar tveir menn eru að slá litlum bláum bolta í vegg með lófanum.. Maður ætti kannski bara að setja upp hanskann og prófa þetta...

Eftir þessa frábæru bílferð komum við síðan í höllina hennar Röggu og haldiði að skvísan hafi ekki bara tekið á móti okkur með bumbu.. Ekkert smá fyndin.. Var ekkert að segja mér frá þessu.. Ætlaði bara að koma mér á óvart þegar ég kæmi.. Hún var ekkert smá flott með litlu bumbuna sína..
Á laugardaginn fórum við svo og horfðum á Eið vinna Sunderland 2-0.. Alltaf gaman að komast í stemninguna.. Um kvöldið fórum við svo sem boðflennur í afmæli til Rögnu Lóu en þau buðu öllum rosa fínt út að borða og fengum við að fljóta með.. Hind auglýsingagella var í heimsókn hjá Rögnu Lóu og var voða gaman að hitta hana í rosa gír..

Sunnudagurinn var bara tekinn rólega.. Ég fór í pönnsugerð við mikinn fögnuð viðstaddra og þurfti ég að baka tvær risa uppskriftir ofaní liðið.. Klaufapönnsurnar klikka seint enda um margfalda meistarauppskrift að ræða...
Um kvöldið grilluðum við svo rosa góðan mat og tjöttuðum og spiluðum... Æðisleg ferð í alla staði og gott að koma bara í afslöppun og hitta Rögguna mína sem ég sé alltof sjaldan..
Um nóttina var svo bara ræs fyrir fimm til að ná morgunvélinni.. Viktor átti að mæta í vinnu um hádegi og ég átti að vera klár í að hálshöggva og reita endur.. Allt liðið var látið elda 6 rétta glæsimáltíð handa sponsorunum okkar á rosa flottum veitingastað (sem er líka sponsor hjá okkur).. Það var önd í aðalrétt og þurftum við sjálfar að höggva af þeim hausinn og vængina og reita þessi grey.. Fór þetta misvel í liðið.. Ég mun fá myndir af þessu bráðum og henda þeim inn á síðuna.. Þetta heppnaðist rosa vel hjá okkur og vorum við ekki komnar heim fyrr en 12 á miðnætti.. Mjög erfiður dagur þar sem við stóðum allan daginn og vorum látnar elda, baka og þjóna...

Það fer svo að styttast í fjörið.. Fyrsti leikur á sunnudaginn.. Davíð og Diljá koma um helgina þannig að það er skemmtileg helgi framundan með litla kærustuparið..

Ferð að kasta mér í bælið..
Hrabba

þriðjudagur, september 13, 2005

Þetta er Daggan í dag!


Jæja elskurnar mínar..... langt síðan að mín hefur látið í sér heyra, svo mín lét bara eina mynd fylgja með þar sem margir eru orðnir forvitnir hvernig stelpan er á sig komin í dag:) Jú jú mikið rétt kellan "blómstrar" alveg! Enda bara nokkrar vikur í þetta allt saman. En kellan er búin að vera voða upptekin, er með gesti og svona! Annars er allt það fína að frétta frá Deutsch, loksins er aðeins farið að kólna hérna, úffff.... hitinn var alveg að fara með mig, það var búið að vera yfir 30 stig í 2 vikur. Síðustu daga er mín búin að vera að þræða búðirnar með tengdó..... henni finnst það nefnilega svo leiðinlegt....einmitt! Það er strax byrjað að spilla barninu..... úffff þetta lofar ekki góðu! En á morgun ætlum við að skella okkur til Metzingen, en það er Outlett-bær rétt fyrir utan Stuttgart. Johnny mín man eftir þeim bæ, við stöllur fórum einmitt á sínum tíma og gerðum okkur góða ferð. Þarna er Outlett fyrir Boss, Nike, Esprit, Levi's, Jopp og ég veit ekki hvað og hvað.... ég sé Dríbbuna alveg fyrir mér vera að froðufella núna!
Boltinn hjá liðinu hans Gunnars gengur bara svona askoti vel, þeir eru búnir að vinna fyrstu 3 leikina og trjóna á toppnum.... nýjan höllin að sjálfsögðu að gera gott mót.
Hef þetta gott í bili.
Frau Dakný..

föstudagur, september 09, 2005

Allt að gerast..

Hæjhæj Ísland.. Héðan frá Arhus er allt gott að frétta af okkur!!! Við viljum helst ekki fara heim á morgun og nennum engan veginn að bíða í ár eftir að flytja hingað! Skoðuðum skóla í fyrradag, vá hvað þetta var heillandi! Við erum orðnar svo vel að okkur að fólk heldur að við séum innfæddar! Danskan fer batnandi með hverjum degi sem líður, og sérstaklega eftir gærkvöldið! Jú því í gær fórum við Valnýjus í bæinn. Vorum ekki komnar fyrr en um miðnætti, eyddum nebbla dágóðum tíma í að éta fylltar kalkúnabringur með tilheyrandi! Namm hvað það var gott!!! Hjónin fá fullt hús stiga í eldhúsinu..
En já allavena þá drifum við okkur niðrí bæ, ætluðum rétt að kíkja í öllarann og fara ferskar heim, héldum að það myndi loka milli 1 og 2. En nei svo var ekki.. Við vorum að skrölta heim upp úr hálf 5, og þá var samt ekki enn búið að loka niðrí bæ!!!
Það sem bjargaði kvöldinu var það að við kynntumst 2 drenge som hedder Jesper og Mike!
Sode lille drenge!!! Það var nottla nóg að vita að annar þeirra hét Jesper og þá var kvöldinu borgið!!! Já það þarf lítið til að gleðja piger einsog okkur og sértstaklega þar sem við höfðum nýlokið við að stinga tvo drenge sem voru þeir leiðinlegustu sem við höfum hitt á lífsleiðinni! Sá sem var að tala við Valný leit út einsog Barbapabbi og dældi í hana dönskum pikkuplínum. Og þá var mín orðin gift,, dró fram hendina og sýndi einhvern hring! Mjög fyndið! ;)
En sá sem ég tala við erði ekki annað en að drulla út Danmörku með þvílíkum frussum sem dundu á mig.. og var í tíma og ótíma að spurja mig hvaðan ég væri og hvað mér fyndist um danska pólitík! Vá það gerist varla betra!

Núna er kl.12 og við löngu vaknaðar.. Valný vaknaði öfug í rúminu,,ég var víst eitthvað frek á plássið! Núna erum við svo bara að bíða eftir að Hrabba komi heim og þá verður haldið að versla í seinasta sinn.. Verð nú að taka það fram að Hrabba segist aldrei hafa fengið gesti sem hafa verslað jafn mikið og við.. Við erum mjög stoltar af því afreki!
Vi ses!
Hilsen Hanna og Valný!

p.s erum komin með númerinn hjá nýju vinunum okkar og erum að fara hitta þá í kveld!!

fimmtudagur, september 08, 2005

Hafið þið heyrt um hana Pavlovu???

Gleymdi nú alltaf að segja ykkur frá því þegar Arna var hérna um daginn og ég bakaði marengs tertu.. Þá segir hún allt í einu; "Já ertu að baka svona Pavlovu?" Ég var nú ekki alveg á sömu bylgjulengd og hafði nú aldrei heyrt talað um að marengs væri kölluð Pavlova.. En hún Arna mín sendi mér stutta skýringu á þessu öllu saman.... Já hér kemur hún:
"Sagan segir að þegar hin heimsfræga ballerína Anna Pavlova frá Rússlandi hafi verið á ferð í Ástralíu og Nýja Sjálandi hafi verið bökuð marengsterta sem heppnaðist ekki betur en svo að hún féll í miðjunni. Gestgjafarnir leystu málið með því að setja rjómann og ávextina ofan í skálina sem myndaðist."
Hér eftir þá mun ég alltaf baka Pavlovu fyrir gestina mína.. Það er klárt..

Svona rétt að fjölskyldunni... Viktoría byrjaði í fimleikum í dag og mætti að sjálfsögðu í fimleikadressinu og fimleikaskónum.. Mín svona líka kát með þetta og það fyndnasta... barnið var kófsveitt.. Hanna vildi meina að hún væri eina barnið sem svitnaði þarna.. Halló... Auðvitað.. Barniði er í formi.. Er ekki sagt að maður svitni meira ef maður er í góðu formi.. Ég vona allavega að það sé málið..

Hanna og Valný eru búnar að búa til nýja keppni hérna í Árósunum.. Hver verslar mest???? Þær eru allavega að rústa þessari keppni eins og er.. Það verður saga til næsta bæjar þegar ég fæ gesti sem slá þær út.. Það sést varla í auðann blett inn á herbergisgólfi hjá þeim fyrir pokum.. Þetta er ekkert smá magn.. Hanna meira að segja búin að kaupa sér klósettbursta og ruslatunnu inn á klósett... Auðvitað allt í stíl.. hahaha...

Á morgun er það svo bara LONDON BABY........... HERE WE COMEEEEEEEEEEEEEEEE...

Læt heyra frá mér eftir helgi.. Reikna með því að Daggan haldi áfram á sömu braut og haldi ykkur lesendum við efnið..

Kveð í bili..
Hrabba

miðvikudagur, september 07, 2005

Hanna og Valný í Århus...

Föstudagur:
Ferðin byrjaði vel.. seinastar út í vél,, stundvísar að vanda! Hanna var ekki lengi að svæfa Valnýju með upplestri úr Mýrinni! En eftir að Hanna hafði dottað smávegis vaknaði hún frekar blaut,, JÚ.. Valný hafði aðeins misst sig í slefinu!! Eftir flugið beið okkar 3,5 tíma lestaferð í hana þurfti víst að kaupa miða,, jamm þar kom fyrsta vesen!!! Hvorug okkur kunni að segja lest á ensku,, gott það!! Svo við tókum upp á því að leika hana.. Tjúútjúú!!!
Við skiluðum okkur semsagt í lestina,, lentum í reykingarfarrými sem er hreinn horbjóður!
Ekki nóg með það heldur líka í bás með illalyktandi, útúrpoppuðum og tannlausum talibana!

Laugardagur:
Vaknað snemma og haldið í Hummel verksmiðju, sem var djók ódýr,, allt undir 1000kr. Fórum út með einn svartan!! Náðum í Björk á lestarstöðina, hún var hress að vanda og kom með nóg af slúðri frá Sonneborg. Um kvöldið fórum við ásamt 4 andre lille pige, Maríu og Sigrún meðtaldnar á Valhalla,, geggjaður veitingastaður.. étið og drukkið að vild í tvo tíma fyrir 2300kr. Ekki slæmt það!! Eftir það voru skotin tekin á 100kr.
jæja síðan var haldið á Train (alveg rétt,, þarna kom það, er lest ekki train á ensku).það er mjög heitur skemmtistaður hér í Danmörku ekki ósvipaður Hverfisbarnum..enda mubbles hér á ferð Vorum gífurlega vinsælar af karlpeningnum, þeir voru í röðum á eftir okkur Við tókum vel á móti dönsku gæjunum! Þá meina ég VEL, tókum sleikja og sjúga geirvörtur á þetta og ófár skyrtur voru rifnar eitthvað var um hössl eða kannski ást, hver veit!! Lentum í smá klukku veseni, vorum ekki á rétta tímaplani!!Valný var illa tekiní þetta skiptið!!hehehe...

Sunnudagur:
Hanna Lóa er plássfrek!Valný og Björk þurftu að þola mikið þessa nóttina! Vöknuðum illa þreittar( þá með verki eftir Hönnu Lóu), drullu þunnar og með dúndrandi hausverk! Þrátt fyrir það var ákveðið að fara í tivolið...Metnaðurinn er gífurlegur!!Fyrir það var Björk kvödd, tisjú og tár Við vorum ekki lengi að jafna okkur og skelltum okkur í tivolið, þetta tívoli var meira fyrir okkar hæfi en í kopen...þeir skilja sem skilja, LOFTHRÆÐLA!! Vorum samt duglegar og þræddum garðinn á stuttum tíma! Valný fór í rúsíbanann alveg ein....jeiiiiiJógeðslega dugleg!lentum líka í all svakalegu;/ stífluðum bátaröðina og stungum af!! Ekki vinsælar!!Um kvöldið var videokvöld og var Midsummer fyrir valinu, mælum með henni!!
Ekki má gleyma segja frá dýrindis ribbunum sem Hrabba matreiddi og ostaköku í eftirrétt. Það er svo dekrað við okkur!! Erum orðnar svo feitar að Viktoría heldur því fram við séum með barn í mallanum!!

Mánudagur:
Versla, versla, versla......einkennir þennan dag!Röltum allt strikið Og gjörsamlega töpuðum okkur í innkaupunum!!Pizza Hut og bjór í hádegismat..alveg eins og alvöru Danar!
Tungumálið gekk vel þennan dag! Sem er stórt afrek útaf fyrir sig! 25stiga hiti, sól og blíða (eins og alla dagana) Við samt mest í skugganum og inní búðum! Ætlum að bæta úr því!
Valný átti moment dagsins með því að riðjast inn á hálf nakta konu (semsagt á bobbingunum) í undirfatabúð,, æj hún hélt að þetta væri sinn klefi!!! Við ætluðum aldrei að komast úr búðinni fyrir hlátri,grátri og skjálfta! Um kvöldið var danskan æfð, horfðum á aðra danska mynd með dönsku tali og texta! Ætlum að gera þetta að vikulegu hobby-i!

Þriðjudagur:
Fórum með Viktoríu á leiksskólan og síðan lá leiðin í mollið! Stóðum okkur vel þar..Valný er að komast uppí 100þúsund kallinn... Hanna þyrfti að standa sig betur og fara einbeita sér að mjúku pökkunum. Tungumálavesen í dag! Frusum báðar þegar við þurftum að segja afg.manninum að “geyma skóna meðan við kláruðum að skoða búðina” Útúr okkur kom rop og handabendingar! Síðan hringuðum við Arhus á leiðinni heim úr mollinu,, smá samsskiptaörðuleikar milli okkar og Taxa.
Um kvöldið gerðumst við rausnarlegar og buðum við familien út að borða. Fórum á ítalskt, mjög gott! Núna er klukkan að ganga 00.00. og við að horfa á þriðju dönsku myndina og þriðja kakan í bígerð!! Semsagt allt gott að frétta af okkur, yndislegt líf!


Síðan eru það bara skólarnir og listasafn á morgun og munum við ferðast með strætó, því við erum ornar eins og heimalingar11, þá erum við komin á staðinn! Tökum síðan mið, fimm og föstudag á þetta1(djammlega séð) Já lífið hér í Danmörku er æðislegt og ekki skemmir veðriðð fyrir!Valný er búin að standa sig vel i myndunum og hendum við þeim inn þegar við komum heim!Það var ekki fleira í bili!

Kram og kærlig hilsen
Valný Rassmussen og Hanna Jóakimsen

mánudagur, september 05, 2005

Þessi fína helgi liðin...


Þá er þessi fína helgi að baka.....það varð heldur betur meira úr henni en ég hélt! Kellan skellti sér til Grosswaldstadt. Þar fór mín á leik hjá þeim Elfu og Eivor.... Bikarleikur sem þær stöllur unnu að sjálfsögðu, en þær voru að keppa á móti 3 fyrrum félögum úr Lutzellinden svo það var voða gaman að hitta þær líka. Eftir það var einhver smá gleði eftir sigurinn og svo bara heim til Eibbs í Pizzu og tjatt til hálf 2. Kellan lúllaði hjá Eibbs og co og svo var farið á næsta leik. Kronau tók á móti Grosso svo við stöllur brunuðum á leikinn..... það var "smá" vesen að finna höllina en að sjálfsögðu rambaði Daggan á þetta að lokum, aðeins eftir 1 blitz. Úffff.... ég fer að setja karlinn á hausinn með þessu framhaldi og guð má vita hvað ég er komin með marga punkta! Verst að geta ekki daðrað við myndavélina, þetta er ekki eins og heima þar sem manni hefur verið sleppt á 110 km hraða þar sem leyfilegur hraði var 60. En þýðir lítið að gera í þessu núna...
Annars vann Kronau leikinn með 2 mörkum, rosa mikilvægt víst og það var þessi fína stemming í höllinni 11.000 áhorfendur og ég vona að þær Elfa og Eivor hafi verið sáttar við þetta allt saman, svona fyrir utan úrslitin......girls! við enduðum nú í Viparanum eftir leik og fengum frían kvöldverð.
Gunnar kom beint af sjúkrahúsinu á leikinn og hitti okkur stöllur þar, hann er bara hress núna strákurinn, aðgerðin tókst vel...... segja þeir!
Þetta var helgin elskurnar, núna þarf maður að fara að dusta rykið af hreingerningar græjunum því tengdó er á leið í heimsókn eftir nokkra daga. Það verður að sjálfsögðu fínt að fá þau, þau voru farin að hafa einhverjar áhyggjur af okkur eftir allt þetta sjúkrahúsastand á karlinum og að litla stelpan skuli vera svona mikið ein heima!
Yfir og út
Dagný

sunnudagur, september 04, 2005

Hæja pæja mætt í háborgina..

Já þá er Hannan mín og Valný vinkona hennar komnar til okkar.. Líf og fjör sem fylgir þeim að sjálfsögðu.. Þær eiga vinkonur sem eru hérna í skóla í Århus og skelltu sér með þeim út að borða og á djammið í gær.. Þær komust heldur betur í hann feitann á matsölustaðnum, borguðu 2300 ísl.kr og inni í því var risa hlaðborð og rauðvín, hvítvín og bjór í 2 klukkutíma.. Eins mikið og þær gátu í sig látið.. Þær þurftu nú ekki mikið meira að drekka það sem eftir lifði kvölds.. Ég og gamli skelltum okkur í mat og partý með liðinu mínu og fórum svo niður í bæ og hittum systu.. Það er svokölluð Festuge í Århus núna og bærinn var gjörsamlega stappaður.. Svona 17.júní fílíngur.. Eina sem vantar er bara að maður þekki einhvern.. Það fer alveg rosalega í taugarnar á mér að þekkja aldrei neinn þegar ég fer í bæinn.. Það er einmitt það skemmtilegasta við bæjarferðirnar að þekkja fólk og tjatta svona eins og í gamla daga í Austurstrætinu... Manstu Eivor??????

það er fríhelgi hjá mér núna og svo næstu helgi og svo eru ekki fleiri fríhelgar fyrir jól.. Ég notaði því tækifærið og keypti miða til London fyrir familíuna næstu helgi og kostaði það heilar 10.700 ísl.kr fram og tilbaka fyrir okkur öll.. Þetta er bara rugl.. Við munum fljúga á föstudagskvöld og koma aftur heim mánudagsmorgun.. Ragga ætlar að vera svo yndisleg að lána okkur eitt horn í "litla" húsinu sínu.. Þetta verður rosa gaman.. Reikna líka með að við sjáum einn leik með Smáranum..

Annars ekkert mikið meira að frétta, kellan auðvitað bara á fullu við hrærivélina.. Var búin að lofa Hönnu svo miklum kræsingum.. Eins gott að standa við sitt.. Annars eru kröfurnar ekkert svo rosalegar, þær voru að tapa sér yfir Rice Crispies köku sem ég gerði í gær fyrir þær..

Bið að heilsa í bili..
Hrabba

fimmtudagur, september 01, 2005

Enn heldur fjörið áfram!

Enn einn sólardagurinn, jibbíííí.. fyrir því! Við Gunter skelltum okkur til Heidelberg í dag, þar sem það var frí hjá strákunum og engin sjúkraþjálfun hjá Gunter. En við urðum að koma við á hinu skemmtilega og kunnulega sjúkrahúsi í Heidelberg enn og aftur, því það var eitthvað farið að grassera enn og aftur í öxlinni á karlinum, jesús minn þetta ætlar ekki að taka enda. Jú jú þá kom í ljós að það þarf að opna karlinn aftur og skrapa eitthvað í burtu.... ég var að koma heim núna, karlinn var lagður inn í kvöld og verður skorinn á morgun. Frábært! Svo kellan er enn og aftur ein í kotinu. Ætli kellan eyði ekki kvöldinu í það að klára bókina sem ég er langt komin með, Englar og djöflar.... helvíti fín bók eftir sama höfund og skrifaði Da Vinci lykilinn. Þar að segja ef ég get lesið eitthvað fyrir þessum blessuðu moskító flugum sem eru búnar að vera að stinga mig í kaf undan farnar nætur, við erum að tala um 2 bit á rassinn síðustu nótt, ummmm.... huggulegt og síðan snerta þær ekki við Gunnsanum, örugglega útaf því að hann er með sýkt blóð!
Hafið það gott
Dagný

This page is powered by Blogger. Isn't yours?