þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Kellan á leið til Danmerkur....þann 10 des!

Haldiði að kellan og Molinn séu bara ekki á leiðinni til Danmerkur. Við förum þann 10 des sem er Laugardagur og verðum til Miðvikudags..... bara snilld. Fengum þetta ódýra flug, svo við ákváðum að skella okkur! Sennilega ódýrara að fara með allar jólagjafirnar yfir til Hröbbu og hún fer með þær heim heldur en að láta senda þær til Íslands! Og í þessum skrifuðum orðum þá er ég að fá að vita það að Daði brósi mun líka mæta út til Hrebs og co.... svo þetta verður algjör snilli snilld:=)
Annars fór kellan snemma á fætur í morgun og skellti sér í gymið! Núna bíð ég bara spennt eftir harðsperrunum.....love it! Gunther var heima með Molann svo þetta gekk bara fínt upp í þetta sinn, en samt frekar erfitt að vera í gyminu og vera að keppast við klukkuna! Því "forðum" þá var maður vanur að slæpast þetta í gyminu! En nú eru breyttir tímar elskurnar!!!....sagði Dagný 65 ára.
Got.....ég er enn að furða mig á fréttinni sem ég heyrði í þýska útvarpinu í morgun....við erum að tala um það að 13 ára gamall kínverji tapaði sér alveg á netinu í einhverjum tölvuleik, greyið strákurinn klikkaðist og fékk þá flugu í hausinn að hann gæti flogið......minn bara upp á næsta þak og auðvitað fór sem fór. Pælið í þessu..... en þetta er orðið víst svaka vandamál í Kína, við erum að tala um það að krakkar eru allt uppí 10 tíma á dag í tölvuleikjum á netinu.
Jæja fréttapésinn Dagfríður kveður að sinni
Tú lí lú

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Komnar áfram....

Gerðum jafntefli í dag á móti Búlgaríu og tryggðum okkur með því áfram.. Nú er bara að bíða eftir drættinum í des og sjá hverjum við mætum í play offs um sæti í lokakeppni EM 2006 í Svíþjóð.. Frábært hjá liðinu en ég persónulega spilaði mína lélegustu turneringu EVER.. Ef við hefðum ekki komist áfram þá hefði ég orðið ólétt á morgun en það þarf víst að bíða betri tíma..

Verð að skrifa meira þegar ég kem heim þar sem ég er að renna út á tíma.. Kostar mjög mikið að vera á netinu hérna...

Later
Hrabba

föstudagur, nóvember 25, 2005

Loksins kominn snjór!

Jæja kominn tími á smá blogg..... Hrebs ekki að standa sig enda er kellan stödd á Ítalíu með landsliðinu. "Stelpurnar okkar" eru búnar að vinna tvo leiki og tapa einum svo þær eiga bullandi séns á að komast áfram. Koma svo kellur! Hef fulla trú á ykkur.

Af okkur þjóðverjunum er bara fínt að frétta, loksins kominn almennilegur vetur hér, í dag varð meira að segja allt hvítt..... svo kellan skellti Jóladisk á fóninn.... fannst það alveg tilvalið þar sem loksins var kominn snjór. Ég veit að Drífa syst myndi skjóta mig ef hún væri hér hjá okkur því hún er minnsta jólabarn í heimi... eitthvað annað en ég!

Annars þá var mín að horfa á Bachelorinn.....úffff bara allt að gerast! Íris þáði ekki rós og Jenný alveg Crazy yfir því að fá seinni rósina! Nú bíður maður bara spenntur í viku til að sjá úrslitin.
Svo ég haldi nú áfram að tala um net-sjónvarpið sem er nota bene algjör snilld, frábært að geta fylgst með hvað er að gerast heima. Þá horfði ég á Halla-tv.... fyrir þá sem ekki vita þá er það eyja-tv. Þar horfðum við á leik Íslands og Noregs. Algjör snilld að sjá umgjörðina hjá eyjamönnum....William Hung að skemmta og svo voru þeir meira að segja með fljúgandi auglýsingabelg í hálfleik....svona eins og er á superball! Ég hló mikið af þessu en þá fór Gunnar að reyna að lýsa fyrir mig hvað þetta er mikill "heimsviðburður" fyrir þá eyjamenn. Minn var bara graf-alfarlegur þegar hann reyndi að útskýra þetta fyrir mér..... mín gat ekki annað en reynt að taka hann alvarlegann.

Jæja elskurnar hef þetta fínt í bili
Kveðja Dagný

föstudagur, nóvember 18, 2005

karlinn búinn að bjóða í mat......kemur á óvart!

Ryksugan á fullu tætir alla drullu tralla lalla........
Jú jú....kellan á fullu í þrifum, eigum von á gestum í kvöld! Gestir kvöldsins munu vera Herr Rotwein und Frau.... jæja þá þarf maður að fara niður í vínkjallarann sinn og ná í eina 20 ára gamla! Við Gunter getum ekki verið minna fólk en þau:) Það sem karlinn platar mann ekki út í. Kellan ætlar að skella skötusel eða steinbít á borðið... guð ég mann ekkert hvort ég keypti... spurning um hvernig maður eigi að elda það! Þetta reddast vonandi allt saman....
Annars allt það fína að frétta af okkur, skelltum okkur í þetta fína Moll í Karlsruhe..... alveg sjóðheitt Moll! Þar var búið að skreyta allt fyrir Jólin og vakti það mikla lukku hjá mér, ég vildi helst kaupa jóladressið á barnið med dí samme.... en ákvað að hinkra aðeins með það! Já maður verður hálfklikkaður á því að vera orðin móðir!
En talandi um móðurhlutverkið mikla, þá gat Daggan ekki verið minni móðir en aðrar mæður svo heimasíða á barnalandi er komin upp fyrir Molann.... ekki seinna vænna! Slóðin er www.barnaland.is/barn/38358 hún er reyndar öll enn þá í vinnslu svo ekki láta ykkur bregða hvað sumar myndir eru stórar, ég kann ekkert að minnka þetta en hún Þórdís er búin að vera að hjálpa mér!
Kellan kveður frá Deutsch!
Dagný

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Mitt annað heimili..

Já nú er ég stödd á hinu heimilinu mínu sem er auðvitað Kastrup lufthavn.. Ég get svarið það að ég er alltaf hérna.. Starfsfólkið myndi ávarpa mig með nafni ef ég héti ekki þessu svakalega erfiða nafni.. Spurning um að taka upp Hrebs nafnið hérna.
Ég vaknaði snemma með fjölskyldunni og fór samferða þeim í morgun og tók því lestina klukkan 7. Þorði ekki öðru því lestarkerfið er búið að vera í tómu rugli í langan tíma hérna.. En auðvitað ekki núna og því var ég mætt hingað 3 tímum fyrir flug og ég sem hata að mæta snemma í flugstöðvar.. Vil helst bara mæta 45 mín fyrir.. En núna get ég allavega dundað mér í tölvunni aðeins og jafnvel að maður splæsir í einhver krem sem gera mann tíu árum yngri.. Eitthvað sem allir kannast við..

Annars er ég rosa kát og glöð og er búin að brosa í hringi síðan 19.40 í gærkvöldi.. Spiluðum toppleik í gær á móti mínum fyrrum félögum í Holstebro sem voru taplausar og hreinlega völtuðum yfir þær.. Unnum með 25 mörkum, 42-17, en búist var við jöfnum leik.. Þær sáu aldrei til sólar og það eiga eflaust eftir að líða nokkrir dagar þangað til þær sjá blessuðu sólina aftur.. Þetta var rosalegur leikur..

Svo er það bara Ítalía á sunnudaginn og þar tekur við stíft prógramm. 5 leikir á 6 dögum.. Eins gott að hásinarnar verði til friðs annars er það nú bara seinni tíma vandamál.. Ég var nú samt tekin afsíðis í gær hjá yfirmanninum í klúbbnum og mér sagt að koma ekki hálf tilbaka.. Stelpan á að vera skynsöm sem hún er nú alltaf..

En jæja best að fara að kaupa hrukkukrem, appelsínuhúðarkrem og allt það (einmitt...)

Kveð frá KASTRUP þar sem alltaf er líf og fjör...
Hrebs

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Einn og hálfur sólarhringur í kuldann á Íslandi..

Það verður nú fínt að komast aðeins í kuldann en þetta eru nú ekki nema 3 dagar þannig að ég lifi þetta af.. Hér fer mælirinn varla niður fyrir 10°. Ótrúlegt hvað veturinn ætlar að koma seint hingað. Ekki það að ég þurfi að kvarta yfir því.. Ekkert gaman að hafa kulda ef engin snjór fylgir..

Var svo að frétta að Rebba syst væri að spá í að koma til mín í des og jafnvel Daði líka.. Viktoría mjög spennt yfir þessu öllu saman og eins gott að hún verði ekki svikin í þetta skiptið.. Daði er búin að segjast ætla að koma nokkuð oft en alltaf klikkar eitthvað.. Ég er allavega búin að lofa honum flottum julefrokost hérna ef hann kemur..

Annars ekkert spennandi að frétta.. Er bara alltaf í ruglinu þarna í vinnunni.. Þessar dramadrottningar þarna eru að gera útaf við mig.. Það er alltaf eitthvað vesen.. Spurning um að fara að leita sér að einhverju nýju.. Ég þyrfti eiginlega að komast í einhverja kennslu og fá almennileg laun..

Hætt að bulla
Hrabba

mánudagur, nóvember 14, 2005

Halló palló bimbó!


Þá er þessi fína vika að baki, það var bara ansi fínt að hafa Dríbbuna og Venna í heimsókn. Reyndar allt of stutt... hefði viljað hafa þau lengur! en boltinn kallaði víst á Dríbbuna!
Það er óhætt að segja að Dríbban og Molinn hafi náð að "bonda" bara nokkuð vel saman. Hún fékk meira að segja að lúlla uppí hjá okkur Molanum eina nóttina.... þá var Gunnsinn bara skiptur út.... svo fólk fari nú ekki að misskilja að Gunnsinn hafi fengið að vera á milli okkar systra! Nei nei... elskurnar það er nú bara í draumi!
Nú erum við bara þrjú í kotinu og höfum það bara ansi fínt. Við fórum snemma á fætur í morgun því það var gerð heiðarleg tilraun til að koma múttunni í gymið. Það gekk nú ekki betur en svo að kellan náði að hreyfa sig í 30 mín, þar sem Molinn var ekki alveg nógu sáttur. En við munum reyna aftur síðar!
Nú er kellan á fullu að vinna í því að koma upp heimasíðu á barnalandi fyrir Molann. Gengur svona la la! Var eitthvað byrjuð um daginn og ætlaði að starta henni á nýjan leik..... viti menn þá voru 890 kellingar búnar að kíkja inn, þar á meðal búið að skrá nafn sitt í gestabókina.... við erum að tala um bara einhverjar Crazy mæður á barnalandinu sem ég þekki ekki neitt! Er það ekki hálf sorglegt! eða hvað?
Hef þetta gott í bili
Dagný.
P.s setti nýjar myndir af Mýslulingnum.....4 vikna myndir!

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Frábær helgi að baki...

Búin að éta fyrir næstu tvær vikurnar.. Tinna, Daddi og Emelía komu til okkar í gær og gistu.. Þegar við hittumst þá er ávallt borðað MJÖG mikið.. Við Viktor erum búin að komast að því að ég á í matarástarsambandi við tvo menn; Dadda og Steina að sjálfsögðu.. Þeir eru uppáhalds gestirnir mínir.. Það er bara snilld að elda með þeim og enn skemmtilegra að borða með þeim og það besta er að það er aldrei neinu hent.. Ég þoli nefninlega ekki að henda mat.. Ég mæli með því að bjóða þeim í mat.. Og ekki má nú gleyma að taka fram að liðlegri menn í eldhúsinu finnast ekki..

Tinna og Daddi komu með 2 kíló af humri og uppskrift dauðans með.. Ég get svarið það að ég hef sjaldan verið jafn södd.. Við gátum varla talað lengur.. Og ég get svo svarið það að ég þurfti að bíða í 2 klukkutíma eftir að komast í nammiskápinn.. Það gerist nú ekki oft þar sem alltaf er pláss fyrir gotterí.. Við þurftum meira að segja að hætta við eftirrétttinn.. Tinna og Daddi þið eruð snillingar og þúsund þakkir fyrir helgina og matinn og bara allt.. Alltaf jafn frábært að hafa ykkur..

Spiluðum í dag og unnum bara með 23 mörkum.. Kellan að spila sig í form aftur eftir alltof anga hvíld.. Meiri vitleysan.. Skynsemin að fara með mig.. Mæja, Siggi og Ásdís komu að horfa og kíktu svo til okkar á eftir.. Rosa gaman að hitta þau og snúllurnar voða ánægðar með hvor aðra.. Við borðuðum restina af humrinum í forrétt og náðum okkur svo í pizzur.. Ég er búin að vera í blóma undanfarið því að ég er búin að finna mexíkansa pizzu (alveg eins og the one and only)hérna í Århus og meira að segja bara hérna rétt hjá..

En jæja er farin að peppa kallinn upp.. Er að tapa sér hérna á gítarnum.. Stefnir allt í geisladisk fyrir næstu jól.. Ætli hann fylgi ekki bara með spilinu... hehehe

Over and out
Hrabba

laugardagur, nóvember 12, 2005

Viktoría á eftir að verða stjarna...

ef foreldrarnir sjá til þess að rækta sönghæfileka hennar.. Hanna systir var hjá spámiðli sem sagði þetta... Og ekki ljúga þeir.... Ég var að segja Viktoríu þetta.. Sagði henni að það væri maður sem vissi allt sem sagði að ef hún væri dugleg að æfa sig þá yrði hún rosa góð söngkona.. Hún hugsaði þetta nú aðeins og segir svo.. Mamma þessi maður vissi hann hvað ég heiti??? Ég sagðist nú halda ekki og þá leit hún á mig voða hneyksluð, mamma þá veit hann ekkert allt... Hahaha ógó heimsk mamma... Hún er svo klár þessi elska.. Og svo er líka voða gaman núna því hún er svo mikil mömmu stelpa þessa dagana.. Verst að ég er að fara í 10 daga í burtu á fimmtudaginn.. Ætli pabbanum takist ekki að eyðileggja þetta þá.. Mín er ekki sátt að fá aldrei að fara með í þessar handboltaferðir til útlanda er alls ekki að skilja af hverju hún megi ekki fara með..

Annars er ég að fara hamförum hérna í húsinu.. Búin að vera á hvolfi að taka til og skella í eitt þriggjakornabrauð og subwaykökur í leiðinni.. Tinna, Daddi og Emelía koma til okkar á eftir og ætla að vera til morguns.. Það á nú eitthvað eftir að borða.. Þau eru að koma með heilan helling af humri sem við ætlum að elda í kvöld og svo á ég auðvitað að sjá um desertinn...

Læt þetta duga í bili.. Er farin að sakna Döggunnar sem er aldeilis komin á skrið í skrifunum..
Hrabba

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Ekki mikið að gerast hjá Hröbbunni..

-Spiluðum á sunnudaginn á móti Skjern og unnum.. Spilaði ekki með.. Er samt öll að koma til.. Leikur á morgun og spila ekki nema þörf sé fyrir mig.. Verð í búning.. Ætti ekki að vera mikið mál að hvíla mig á morgun en maður veit aldrei..

-Spilið mitt góða sem átti að koma út núna fyrir jólin mun því miður ekki koma út fyrr en næstu jól (er jafnvel að velta fyrir mér sumrinu).. Verksmiðjan hérna úti náði ekki að prenta það í tæka tíð.. Þið vitið þá hver jólagjöfin verður næstu jól... hehehe...

-Er enn að jafna mig á Batchelornum.. Hann er alveg búinn að eyðileggja þetta fyrir mér með því að senda Hekluna heim.. Er ekki að sætta mig við þetta..

-Er farin að velta fyrir mér næsta sumri. Getur vel verið að ég panti ferð á næstu dögum... Langar rosa mikið á sama stað og síðast.. Vá hvað ég hlakka til að komast í sólina.. Af hverju er ég ekki að spila á Kanarí?????

-Ég og Viktor erum komin í þvílíka vitleysu.. Held að við munum koma á óvart.. Segi ekki meir...

-Öfunda svo Drífu pjásu að vera að knúsa litla frænda núna..

Over and out.....
Hrabba

laugardagur, nóvember 05, 2005

Tvílla-mamman á leiðinni.....vííí!

Jæja mér fannst vera kominn tími til að setja nokkrar línur inn, þó að það sé voða lítið að frétta af litlu fjöllunni í Þýskalandi. Núna sofa drengirnir mínir tveir svo maður hefur smá tíma í skrif.
Á morgun erum við að fara að ná í tvílla-mömmuna og Venna mása út á flugvöll. Þau ætla að vera hjá okkur í tæpa viku, mér skilst að Dríbban geti ekki beðið mikið lengur að sjá Molann, það er eins gott að hún fari ekki að spilla uppeldinu sem við Gunnar erum búin að byggja upp.......hummmm!
Við ætlum að fara beint af flugvellinum til Wetzlar, þar ætlum við að sjá einn leik með Kronau á móti Wetzlar, það verður bara gaman að því. Mér skilst að það sé búið að redda einhverju Vip-herbergi fyrir okkur ungann, þýðir ekkert annað fyrir prinsinn..... eða kannski var verið að hugsa meira um mig. Maður er ekki alveg til í að vippa brjóstinu fram upp í stúku, bíðum aðeins með það:)

Já ég má til með að lýsa vonbrigðum mínum yfir Bachelornum á fimmtudaginn..... hvaða vitleysa er það að Heklan sé dottin út, nú er allt stuðið farið úr þessum þáttur,við erum að tala um að hún poppaði þetta heldur betur upp! Ég er alveg sammála Hröbbunni með stelpu skjátuna frá Selfossi, úfffff það þýðir greinilega ekkert að hafa eitthvað utanbæjarpakk í þessu....hí hí! Bara vesen á þessum gellum!
En annars eru þessir þættir hin mesta skemmtun og maður getur ekki annað en dáðst að þessu fólki að þora að taka þátt í þessu.
Jæja ég hef þetta gott í bili
Kveðja Daggan sem var að setja nokkrar nýjar myndir inn!

föstudagur, nóvember 04, 2005

Er að missa af djammi ársins...

Viktorinn minn bara búin að stinga af til Köben og er auðvitað að fara á Sálartónleikana þar á morgun eins og allir hinir....... NEMA ÉG... Það er uppselt og tekur húsið 1500-1600 manns.. Ekki slæmt það.. Þekki rosalega marga sem eru að fara og er bara svekkt að vera að missa af þessu.. Hefðu nú ekki verið slæmt að tjútta aðeins með henni Örnu minni sem er að leggja á sig mikið ferðalag til að hitta þá Sálarmeðlimi..

En ég fæ allavega að vera ein með Viktoríunni minni og það er alltaf fjör á stelpukvöldum hjá okkur.. Fórum og keyptum okkur nammi og erum búnar að spila Uno og lesa Atlas barnanna.. Margt í þeirri bók sem er að koma henni á óvart.. Það eru svo skemmtilegar spurningar sem maður fær frá henni..

Horfði á Batchelorinn áðan og er rosa mikið svekkt að Heklan sé dottinn út úr þessu.. Átti ekki vona á þessu en ekki það að þessi Íris er að fara að vinna þetta.. Ég er nú ekki að skilja þessa Jenný að nenna að vera í þessu.. Gellan er að fara í svona þátt og ætlast bara til að það sé gengið á eftir henni.. Halló... Það eru fullt af stelpum að berjast um einn strák.. Eins og hann megi eitthvað vera að því að sleikja úr henni fíluna endalaust.. Hún á að vera löngu farin heim.. Er ekkert keppnis... En eitthvað sér hann við hana.. Þessi þáttur var nú samt ansi skrautlegur.. Allt vitlaust í stelpnakofanum enda ekki skrýtið þar sem herramaðurinn fór nú frekar mikið langt yfir strikið.. Hlýtur að vera rosa skrýtið að horfa á þessa þætti eftir að vera búin að vinna.. Rosa gaman að horfa á nýja gæjann vera að kyssa og knúsa allar hinar.. Það er eins og hann sé skotinn í þeim öllum.. Ég er nú t.d. ekki að sjá þessa Jennýju fyrir mér vera að meika þetta (ef hún hefur unnið), hún er nú ekkert lítið afbrýðissöm virðist vera.. En allavega þá hef ég rosa gaman af þessum þáttum og það er nú fyrir öllu..

Jæja nóg af bulli.. Farin að lúlla...
Hrabba

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Allt í volli..

Svo ég haldi nú áfram með dramað í vinnunni hjá mér þá hringdi frú hásin á í gær, miðvikudag, og sagðist vera í veikindaleyfi allavega fram á miðvikudag.. Sem sagt komið upp í þrjár og hálfa viku.. Ég var svo að komast að því að fyrstu vikuna sem hún var í veikindaleyfi skrapp hún bara í frí til Svíþjóðar í viku.. Hún var löngu búin að ákveða að hún ætlaði að nota viku af fríinu sínu til að fara í þessa ferð en hringdi nokkrum dögum áður og tók veikindaleyfi í staðin sem þýðir auðvitað að hún eigi fríið inni.. Þetta á auðvitað ekki að vera hægt, fara bara í frí í veikindaleyfinu.. Svo er frú stress að fara aftur í veikindaleyfi og kemur ekki aftur.. Allt að gerast.. Ég verð orðin leikskólastjóri þarna áður en ég veit af..

En annars er ekkert rosa fínt að frétta af mér.. Er að drepast í hásinunum og get ekkert æft og það lítur allt út fyrir að ég geti ekki spilað á sunnudaginn (segir sjúkri).. Þetta verður þá fyrsti leikur sem ég missi af í mjög mjög mjög langan tíma, síðan 1999 held ég bara.. Spurning um að fara að drífa sig í veikindaleyfi í vinnunni.. Vá hvað það væri fyndið.. Búin að tala um frú hásin í tæpar 3 vikur.. En þetta hlýtur að reddast. Það eru nú ekki nema 9 leikir á dagskránni næstu 3 vikur..

Er svo bara pirruð yfir að geta ekki horft á Hekluna í beinni.. Verð að bíða til morguns.. Er sem betur fer bara að vinna til 12 á morgun þannig að það er ekki langt í þetta..

Farin í háttinn...
Hrabba

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Ásdís snillingur..

Er búin að bíða lengi eftir ferðasögunni hennar Ásdísar frá Póllandi í fyrra.. Hún ákvað að fara troðnar slóðir og samdi stökur um ferðina.. Algjör snillingur.. Verð að birta þetta..

Til Póllands í leikferð víst landsliðið fór,
en langaði meira í skemmtun og bjór.
Í Köben var seinkun og sex tíma bið,
en svoleiðis atvik menn ráð’ekki við.

Dropasteinshella er sérstakt að sjá,
samt vild’ei konurnar líta á þá.
Í mollið þær strunsuðu staðfestar inn,
og straujuðu vísað í 19. sinn.

Með gullskeið í munni við fæst erum fædd,
en fjármálin voru þó oftsinnis rædd.
Gifta sig Kristín vill fegin til fjár,
því fjárlögin sprengir hún ár eftir ár.

Langt fram á kvöldin var lífsgleði stór,
og lobbýið stunduðu Hanna og Þór.
Svo vínglöð þau dönsuðu valsana lag,
en vöknuðu grúttimbruð dag eftir dag.

Að borða er gaman, það flestum jú finnst,
en ferðar til Pólverja lengi skal minnst.
Það dögurður minnti á myglaðan ost,
og margir við kvöldverðinn fengu svo lost.

Hún Ásdis er löngum að lær’undir próf,
en lærdómnum stillir hún alveg í hóf.
Einsömul brasar sem alls enginn veit,
ef til vill hugsar hún bara um Teit.

Af hungruðum konum því sjoppan var sótt,
þar setið og étið var langt fram á nótt.
Og prinsið og kókið þar kláraðist fljótt,
svo kaupmannastéttinni varð ekki rótt.

Í leikjum má töpin og sigrana sjá,
samt komu heimamenn fáir á þá.
Þó mikill sé atgangur, hávað’og hark,
með “hendur á tánum” þær skor’ekki mark!

Í mollið svo kindugur Kalli oft skrapp,
en kaupmönnum þóttu samt ferðirnar happ.
Fjármunum eyddi hann dag eftir dag,
þeir dásama lengi þann innkaupabrag.

En þetta var alveg hreint æðisleg för,
þótt oft væru döpur í Póllandi kjör.
Til Íslands við leggjum nú aftur af stað,
yndisleg tilhugsun finnst okkur það.

Gædinn var mikill og máttugur jarl,
sem minnt’okkur bæði á Stefán og Karl.
Kyntákn þeir eru en samt er það synd,
þeim svipar jú báðum til Kölska á mynd.

Ásdís Sigurðardóttir

This page is powered by Blogger. Isn't yours?