sunnudagur, mars 30, 2008

Komin tími á nokkrar línur..

Já heldur betur komin tími á kelluna að skrifa nokkrar línur..

Áttum frábæra páska með Ernu, Robba, Daníel Mána og Ísól Kötlu. Þau voru hérna hjá okkur í viku um páskana og að sjálfsögðu var mikið spilað mér og Ernu til mikillar gleði enda unnum við strákana illa í Partners.. Og svona til að kóróna sigurvímuna þá tókum við þá 9-2 í fótboltaspilinu.. Ég er enn að berjast við að ná mér niður á jörðina aftur..

Alexandra stækkar og stækkar og er alltaf sama draumabarnið og líkist alltaf mömmu sinni meira og meira (finnst mér allavega).. Brúnu augun eru allavega komin á sinn stað mér til mikillar gleði..

Viktoría vara að keppa um helgina.. Skoraði 3 mörk og fékk medalíu. Mjög sátt við sig skvísan.. Þetta gengur alltaf betur og betur nema þegar barnið fer í mark.. Guð minn góður þá sit ég með hendur fyrir augun.. Hún er skelfilegur markmaður.. Kannski að maður láti Begguna taka hana á nokkrar aukaæfingar í sumar haha..

Svo var tíminn að breytast í dag.. Komin sumartími þannig að við erum tvo tíma á undan.. Það þýðir oft að mamma og pabbi hringja þá fyrst eftir miðnættið..

Erum dottin í Forbrydelsen.. Þvílík snilldarsería.. Farin að horfa..

Kveðja
Hrabba

þriðjudagur, mars 11, 2008

Myndavélin mín er fundin.....

Var svo kát og glöð í gær þegar ég fann myndavélina mína ofan í fínu stígvélunum mínum.. Hún er búin að vera týnd síðan á áramótunum og allar myndirnar frá skírninni, jólunum og áramótunum eru sem sagt komnar í leitirnar og inn á barnalandssíðuna..

Vorum hjá Dadda og Tinnu um helgina. Alltaf jafn yndislegt að vera hjá þeim og aldrei klikkar maturinn á þeim bænum.. Hefði verið hægt að rúlla mér heim frá Odense.. Ég var að keppa á laugardaginn í Köben og þurfti því að skreppa þangað.. Gengur bara vel að komast í form og spilaði næstum því 60 mín á lau. Verst hvað það er lítið eftir af tímabilinu.. 3 leikir og síðasti í lok mars..

Söknum Valnýjar okkar en hún flutti heim í lok febrúar.. En það styttist nú í hana aftur til Árósa þegar hún kemst inn í Arkitektarskólann.

Helgin framunda skipulögð (sko Hröbbuna).. Förum í mat, X-factor og spil til Hönnu D'oru og Andra á föstudaginn, páskabingó Íslendingafélagsins og mat til Jan og Lene á laugardaginn.. Svo er leikur á sunnudaginn.

Já og stórfrétt vikunnar er án efa að Drífa Skúladóttir er orðin Facebookari.. Þeir sem þekkja hana eru í sjokki.. Nú bíð ég bara eftir henni við pókerborðið..

Farin að gera eitthvað
Hrabba

fimmtudagur, mars 06, 2008

Hann á afmæli í dag..

Já enn eldist betri helmingurinn. Þessi elska orðin 31 árs.. Innilega til hamingju með afmælið elsku Viktor minn..

Annars bara lítið að gera, held að Alexandra sé búin að vera vakandi í 3 klukkutíma síðan 21 í gærkvöldi og nú er klukkan að verða 15.30.. Þetta barn er auðvitað bara snillingur.. Skil ekki að það skuli ekki vera búið að klóna mig og mín gen..

Yfir og út
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?