sunnudagur, ágúst 31, 2008

Ég verð aldrei einstæð móðir..

Já einstæðar mæður eru hetjurnar mínar. Vá hvað ég dáist af þeim. Nú er ég búin að vera einstæð í tæpan mánuð og er gjörsamlega að bilast á þessu. Er búin að gera Viktori grein fyrir því að ef hann ætlar einhvern tímann að yfirgefa mig þá skal hann búa með mér þangað til ég finn mér annan. Það er auðvitað bara mjög sanngjarnt.

Allt komið á fullt hjá kellunni núna. Byrjuð að kenna 2.bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Viktoría byrjuð í 3.bekk í sama skóla. Alexandra byrjuð hjá dagmömmu, flottustu dagmömmunni í bænum. Er þvílíkt ánægð með hana. Og svo er það auðvitað boltinn. Þetta verður líf og fjör þegar ég verð búin að endurheimta karlinn.

Einstæða móðirin kveður

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Áfram Ísland..

Þvílík snilld þessi leikur.. Og hvað með viðtalið við Óla Stef eftir leikinn? Bííp, bííp, bííp.. Þetta var mjög skondið að horfa á þetta..

Annars bara ömurlegt að vera einstæð móðir.. Sakna Vikkans míns. Tæpur mánuður í hann..

Áfram ísland

This page is powered by Blogger. Isn't yours?