fimmtudagur, janúar 24, 2008

Fullt af nýjum myndum..

Setti inn fullt af nýjum myndum inn á barnaland í gær.. Endilega kíkið við og kvittið.. Viktoríu finnst svo gaman að lesa gestabókina..
Kveðja
Hrabba

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Fýlupúkar..

Ótrúlegt hvað þetta handboltalandslið getur haft mikil áhrif á skap fjölskyldunnar.. Þegar staðan var orðin 6-0 í gær lak af okkur fýlan hérna í sófanum í gær. Vorum svo öll að koma til þegar þeir minnkuðu í 2 en svo var þetta bara búið.. Nú er bara að vona að þeir nái einhverjum stigum í riðlinum. Það þyrfti helst að vera í kvöld á móti Ungverjunum..

Ég er farin að hreyfast aðeins hraðar í boltanum, búin að finta nokkrar sem eru miklar framfarir.. Þjálfarinn vill endilega fara að nota mig sem allra fyrst sem ég er ekki alveg að skilja en ætli maður fari ekki að koma pappírunum í lag.. Ég get allavega byrjað á því að standa í vörninni..

Alexandra er alltaf söm við sig.. Við mæðgur sofum til hádegis alla daga..

Viktoría er alltaf jafn góð stóra systir.. Er alveg að fíla þetta hlutverk.. Hún er alveg að verða fullorðinn þessi elska..

Farin að sinna prinsessunum mínum
Hrabba

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Fyrsta æfingin með nýju liði.. Fæturnir frekar óhressir...

Já það er ekki mikið eftir í fótunum á mér núna.. Jesús minn hvað þetta var erfitt og vá hvað það er leiðinlegt að vera ekki fljótari en raunin er en það kemur vonandi fljótt.. Ætla að æfa með Hadsten næstu vikurnar og sjá hvort að ég komist í nógu gott form til að geta hjálpað þeim eitthvað aðeins.. Liðið er í 1 deild og er í fallsæti núna en það er bara 10 mínútur héðan þannig að það hentar rosa vel.. En ég er búin að finna nýjasta idolið mitt.. Já það er ein í liðinu 45 ára og hún er í besta forminu, þvílíkur snillingur.. Á þrjú börn og það yngsta 17 ára.. Ég ætla að verða eins og hún..

Alexandra eða Sandra svefnpurka eins og hún er kölluð þessa dagana heldur áfram að sofa eins og engill.. Ég vakna bara eins og Dolly Parton á morgnana með kútana uppblásna (eins gott að njóta þess á meðan það varir haha)..

Leiðinlegt hvernig fór með boltann áðan:-( Nenni ekki að ræða það neitt meir.. Þeir taka þetta á morgun..

Farin að teygja á..
Hrabba

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Einn dagur í EM..

Já það verður líf og fjör fyrir framan imbann á næstu dögum og vonandi að strákarnir standi sig vel..

Annars er lífið voða auðvelt þessa daganna.. Sandra svefnpurka sér til þess. Blessað barnið er búið að sofa í 7-9 tíma streit síðustu nætur en þá vaknar hún og fær sér að drekka og fer svo strax að sofa aftur.. Ég fór á fætur í dag klukkan 13, mjög eðlilegt bara..

Viktoría skvís er alltaf söm við sig.. Var sett fram á gang í skólanum vegna þess að hún truflaði svo mikið.. Svo kom hún heim og pissaði á gólfið vegna þess að hún gleymdi að lyfta upp setunni, bara ekkert utan við sig.. Skil ekki hvaðan hún hefur þetta haha..

Valný er komin aftur til okkar og auðvitað mikil kátína með það.. Hún verður hjá okkur út febrúar. Svo er Svalan að koma á morgun og verður hjá okkur í nokkra daga þannig að það verður skemmtilegt í kotinu á næstu dögum.

Látum þetta vera gott í bili
Hrabba

föstudagur, janúar 11, 2008

Ég á 7 ára gamalt barn..

Já tíminn er heldur betur fljótur að líða, það styttist óðum í fermingu.. Eftir að hafa haldið fyrstu afmælisveisluna á Íslandi í 6 ár sem var 45 manna veisla þá var komið að öðrum í afmæli sem var haldið í dag fyrir stelpurnar í bekknum. Og viti menn mín fékk maskara, augnskugga og glimmergloss.. Ég sem var búin að segja við hana að maður byrjaði ekki að nota maskara fyrr en fyrsta lagi 13 ára.. Það er sem sagt búið, mín er núna stífmáluð fyrir allan peninginn..

Alltof langt síðan ég hef skrifað.. Ísland um jólin var æði, tvær heilar vikur og náðum við að hitta næstum alla.. Langt síðan ég hef fengið svona langt jólafrí..

Alexandra er alveg í essinu sínu.. Sefur eins og engill og þá sérstaklega á næturnar sem hentar mömmunni alveg ótrúlega vel.. Hins vegar er hún truflari dauðans þegar kemur að pabbanum.. Ef hann ætlar að leggja sig er alveg pottþétt að hún sé ekki að fara að sofa.

Svo er kellan farin að æfa.. Mætti á fyrstu æfinguna á mánudaginn, var eins og barn að bíða eftir að komast í tívolí ég hlakkaði svo til.. Hausin svolítið langt á undan fótunum en vonandi kemur þetta fljótt..

Kveð í bili og ætla nú að koma sterkari inn í blogginu
Hrabba

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Falleg eða???



This page is powered by Blogger. Isn't yours?