þriðjudagur, október 30, 2007

03.07.04 - 18.10.07

Já haldið ykkur fast.... Mín ástkæra Kitchen Aid er látinn aðeins rúmlega 3ja ára.. Þetta er tæki með mikla sál sem hefur þjónað mér ótrúlega vel á þessum stutta tíma og er sárt saknað.. Búin að vera miður mín síðustu daga, enda ótrúlega mikill missir.. Já segir kannski ótrúlega mikið um notkunina að tæki sem aldrei á að bila skuli bara deyja hjá mér eftir svo skamman tíma.. Minningarathöfn fer fram á laugardaginn kl.16 en þeir sem ekki sjá sér fært um að mæta geta vottað samúð.. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir..

fimmtudagur, október 25, 2007

Versta músíkmyndband EVER...

Auðvitað var það hún Tinna sem fann þetta og er komin með öll múvin á hreint.. Trúi ekki öðru en Kiddinn verði með þetta klárt á jólahlaðborðinu sínu sem hann er btw ekki búinn að bjóða mér á.. Tékkið á þessu..

mánudagur, október 22, 2007

Kasólett hoppandi gluggaþvottakerling..

Já það er ég.. Fór út í dag að þvo gluggana og glugginn hennar Viktoríu er aðeins of hár fyrir mig þannig að ég var eins og fífl hoppandi hvalur með gluggaþvottagræjurnar á lofti.. Það hefðu nú örugglega einhverjir viljað vera vitni af þessu.. Mjög eðlileg alltaf..

Daði og Abbý komu til okkar á miðvikudaginn og voru hérna í tvo daga.. Þeim tókst að eyða meira í föt á 8 klukkutímum en ég hef eytt síðustu 2 ár.. Og svo skilur maður ekkert í því að bankabókin hans Daða sé ekki einu sinni til.. Óska eftir að Johnny Magg fari að taka að sér fjármálin hans Dadda.. En eftir að hafa eytt öllum peningunum sínum í Århus þá fórum við öll til Flensborgar og höfðum það rosa fínt þar. Ég gisti hjá Eibbunni minni á meðan Daddinn var hjá Einsanum.. En við tókum auðvitað eitt gott spilakvöld þar sem við stelpurnar rústuðum strákunum.. Alltaf jafn leiðinlegt að vinna svona stelpur á móti strákum.. Sáum svo mjög spennandi leik þar sem Flensborg tapaði fyrsta leiknum sínum í vetur.. Ekki nógu gott það og ég mjög ósátt við þjálfann.. Lætur bara einhvern örvhentan aumingja standa í vörn sem er alls ekki að nenna því á meðan sinnepið Alex er bara hafður í horninu í stað þess að slátra þessum gæjum.. Hefðu komið í veg fyrir allavega 6 mörk í leiknum..
Ungviðurinn fór svo auðvitað að djamma á laugardagskvöldinu en Daði náði þó að kenna Eibbunni einhvern dans áður og taka nokkur vel valinn stökk út í garði, mjög eðlilegur..

Kiddi svona fyrir þig svo þú hafir eitthvað að gera þá verðurðu að kíkja á þetta.. Maðurinn er algjör snillingur, þú verður að kíkja á allt stöffið hans.. Þetta hefurðu örugglega heyrt áður, þekktasta lagið hans..

Annars er biðin bara tekin við núna.. Rúmar þrjár vikur eftir og ég auðvitað ekki að gera neitt.. Nú þarf ég reyndar að fara að gera eitthvað klárt.. Ég auðvitað alltaf jafn stressuð með allt, einmitt..

Kveð að sinni..
Hrebs

laugardagur, október 13, 2007

Hanna Lóa 21 árs

Til hamingju með afmælið elsku Hanna systir.. Skvísan er 21 árs í dag..
Stórt knús frá okkur í Dene
P.S Fannst tilvalið að skella inn mynd frá fermingardeginum..

Allt að gerast á barnalandssíðunni...

Er búin að hlaða inn alveg haug af myndum á síðuna hennar Viktoríu ef einhver hefur áhuga á að kíkja hér... Ég breytti lykilorðinu svo að ég gæti haft auðvelt hint fyrir þá sem þekkja okkur.. Það er sem sagt millinafnið mitt.. Ætla svo að dunda mér við að skrifa undir myndirnar um helgina á meðan húsbóndinn ætlar að vinnu úr sér allt vit.. Ágætt að einhver geri eitthvað í þessari fjölskyldu...
Kveðja
Hrabba

fimmtudagur, október 11, 2007

5 vikur eftir..........

Pínu tussuleg en eins og þið vitið er ég nú oftast voða vel til höfð..











miðvikudagur, október 10, 2007

Erfitt að gera ekki neitt..


Já það er orðið áhyggjuefni þegar manni er farið að hlakka til að fara út í búð að versla í matinn.. Og svo enn glaðari þegar að Jóga frænka sendi mér sms hvort að ég væri heima á sunnudaginn því að hún ætti afmæli og nennti ekki að hanga á vistinni (hún er í íþróttaháskólanum hérna).. Þannig að ég varð auðvitað rosa kát að geta haft afmæliskaffi fyrir skvísuna því þá er komið eitthvað á dagskránna fyrir næstu 4 daga.. En annars er Daði bróðir og Abbý að koma á miðvikudaginn næsta þannig að þá verður eitthvað að gera í að hafa fyrir gestunum.. Við förum svo öll til Flensborgar á föstudaginn og verðum alla helgina..

Er sem sagt aðallega í því að sofa þessa dagana og lesa á meðan Viktoría er í skólanum.. Gengur voða vel í því eins og alltaf.. Er svo mikið að spá í að eiga bara fyrir tímann, þetta er að verða komið gott.. Örugglega álíka miklar líkur á því og að ég fengi tvíbura..

Vikkan er að gera gott mót þessa dagana.. Er auðvitað enn að blómstra í dansinum.. Kennarinn svo ánægð með hana og spurði mig meira að segja hvort að ég væri dansari.. Svo mikill taktur í skvísunni.. Þetta er nú eitthvað annað en handboltinn en hún fékk einmitt boltann í augað á síðustu æfingu, ekki alveg sátt með það..

Lofa svo að henda inn á bumbumynd á allra næstu dögum.. Er alltaf að reyna að fá Viktor til að taka mynd af mér en held að hann sé farinn að skammast sín fyrir Þ-ið.. Skil það ekki þar sem ég er nú en í 50 kílóunum.. SVO NETT...

En ég get nú ekki sagt að ég sé búin að hanga heima síðasta mánuðinn.. Fór til Köben langa helgi um daginn og svo til Flensborgar líka langa helgi fyrir rúmri viku og síðan á laugardaginn fór ég til hennar Tinnu minnar í Odense en hún var að halda upp á 28 ára afmælið sitt.. Hélt stelpu kokteilpartý þannig að ef ég væri ekki hvalur núna hefði ég pottþétt tekið út annað af tveimur skiptum á ári til að skvetta í mig.. Svo var líka fjólublátt þema og var afmælisdrottningin auðvitað lang flottust (og auðvitað þú Steffí mín).. Myndin efst átti að vera hér fyrir neðan...
Um helgina neyðist ég til að vera heima og passa fyrir Viktor sem er að fara að vinna, allavega á laugardeginum.. Á sunnudaginn fer Viktoría svo í handboltaskóla allan daginn.. Spurning um að senda hana með hlífðargleraugu?

Hætt að bulla og farin að elda...
Hrabban

þriðjudagur, október 02, 2007

Arna og Steffí... Loksins loksins..

Lars Christiansen lét mig ekki í friði.....
Alex "aðalhetjan" gat nú lítið reynt við mig þar sem kerlingin hans er ekkert smá
uppáþrengjandi.. Var allsstaðar þar sem við vorum....
Þessi gæji á örugglega meiri en 1000 fleiri meiðsladaga en ég.. Einar á ekki breik í þennan hvað varðar óheppni..

Og svo maðurinn sem ég varð að fá mynd af.. Það er auðvitað grín hvað maðurinn er lítill.. Drífa systir er risa miðjumaður í samanburði við hann..




This page is powered by Blogger. Isn't yours?