þriðjudagur, október 30, 2007

03.07.04 - 18.10.07

Já haldið ykkur fast.... Mín ástkæra Kitchen Aid er látinn aðeins rúmlega 3ja ára.. Þetta er tæki með mikla sál sem hefur þjónað mér ótrúlega vel á þessum stutta tíma og er sárt saknað.. Búin að vera miður mín síðustu daga, enda ótrúlega mikill missir.. Já segir kannski ótrúlega mikið um notkunina að tæki sem aldrei á að bila skuli bara deyja hjá mér eftir svo skamman tíma.. Minningarathöfn fer fram á laugardaginn kl.16 en þeir sem ekki sjá sér fært um að mæta geta vottað samúð.. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir..

Comments:
kannski er líftíminn ekki svo stuttur miðað við hversu mikið hún hefur verið notuð :) Hafðu það best knús til allra luv.begga
 
Þar sem þessi vél hefur gefið mér ómælda ánægju í gegnum tíðina þá votta ég hér með mína dýpstu samúð en bið til Guðs að það verði fjárfest í nýrri vél hið snarasta;)
KV, Orri
 
Hvað er málið? Er þetta lið ekki með æviábyrgð á svona græju, sem á að þola amk. 50 ár (reyndar miðað við venjulega notkun). Verður vonandi búið að bæta úr fyrir páska, annars kem ég með handþeytarann minn, sem er btw. búinn að endast mér í 13 ár!! (og Viktor getur staðfest að það hafa verið hnoðuð ansi mörg hvítlauksbrauð með honum)
 
Ég sendi samúðarkveðjur á heimilið. Líka til okkar hinna sem getum núna átt það á hættu að koma í heimsókn án þess að fá köku!
 
hahahaha... Hrabba þegar ég sá myndina hélt ég að þú værir að fara að monta þig af nýja blandaranum en gvuð hvað ég er fegin að vélin er ónýt, þá geturðu keypt nýja í sama LIT og blandarinn, málið leyst ;-)
Spurning samt hvort þú fáir ekki bara okkar, eigum eina svona gráa og það er búið að nota hana einu sinni á heilu ári, og þá í að hræra saman áfengisbollu ;-) Munur að vera með bakara hehehe...
kv.Harpa V.
 
Þetta er náttúrulega BARA HRÆÐILEGT... ég finn alla vega rosalega til með þér!
En hér á Pomosavej var skellt í súkkulaðiköku og Subway smákökur í dag til minningar um Kitchen Aidina þína!
Knús í kotið
Tinna og co.
 
Þakka allar samúðarkveðjurnar og Harpa mín ég er væntanleg í næsta mánuði að ná í þína.. Ég skal sko sjá til þess að hún haldist í notkun.. ´
Knús
Hrabba
 
Hrabba mín, ég vil endilega vera viðstödd þegar þú segir við Árna að ég sé búin að gefa þér okkar, það sem hann lagði áherslu á þegar hann vildi kaupa hana ;-) En bakarinn er að sjálfsögðu til þjónustu reiðubúinn þegar þér hentar, þú segir bara gestafjölda og hann ætlar að redda þessu fyrir þig, er strax farinn að undirbúa ;-) kv.Harpa
 
Já Hrabba mín... Amma í Klauf á meiri að segja sína ennþá (óbilaða)... Hún er nú búin að vera gift í 50 ár...(held nú samt ekki að hún hafi fengið hana í brúðkaupsgjöf). En hún er búin að vera til síðan ég man eftir mér og ófáar pönnsunar sem hafa orðið til í henni...
Samúðarkveðjur Hrabba mín....
Kv. Sibba frænka
 
Samúðarkveðjur esssskan. Þetta er náttúrlega bara hræðilegt og það svona rétt fyrir jólin össössöss. En ég skal vera búin að baka eitthvað gómsætt handa þér í minni fagurrauðu Kitchen aid þegar ég býð ykkur í mömmó-jóla hitting ;)Díll!!!!!!
Gúdd lökk wiþ át it

K
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?