fimmtudagur, mars 31, 2005

Stressið að drepa Danann...

Já þetta er auðvitað ekki eðlilegt lið hérna.. Ég var á starfsmannafundi í gær þar sem einungis var talað um stress og meira að segja fengin einhver sáli sem kostaði fullt af peningum til að ræða við okkur.. Ástæðan: jú helmingurinn af kollegum mínum eru að fara yfir um af stressi og er ein búin að vera í veikindafrí í 8 vikur útaf stressi.. Ótrúlegt hvað Daninn þolir lítið.. Þessi kona vinnur 37 tíma á viku í leikskóla, hún á ekki mann og tvær stórar stelpur.. Við vorum öll spurð í byrjun fundar hvernig okkur liði og hvernig tilfinningar okkar væru í garð þessarar konu (það er auðvitað augljóst að þegar hún fer í veikindafrí þá lendir bara vinnan hennar á kollegum hennar).. Ég var sem sagt líka spurð og ég sagði nú bara að svona lagað þekktist varla á Íslandi, ég hef allavega aldrei heyrt um svona tilfelli.. Íslendingar keyra sig bara áfram þangað til það þarf að leggja þá inn einhvers staðar.. Maður myndi nú ekki halda vinnunni lengi heima ef maður væri alltaf að fara í einhver löng veikindafrí vegna þess að maður er stressaður.. Við lifum auðvitað bara í stressi og mamma spáðu í ef þú værir hér þá værir þú nú bara búin að vera á launum í veikindafrí í mörg mörg ár.. Ég sagði það nú einmitt á fundinum að ég ætti nú mömmu sem vinnur hátt í 80 tíma á viku og á 6 börn + pabba (haha).. Ég er auðvitað bara alinn upp í stressi.. Það verður nú að vera smá líf í kringum mann.. Það er nú samt spurning hvort að þetta sé nú bara sniðugt eftir allt saman að fara í veikindafrí í stað þess að bíða eftir að hrynja niður.. En stoltið í okkur Íslendingum myndi nú svo sem aldrei höndla svona "aumingjaskap".. Svona áður en þið farið að hafa áhyggjur af mér þá get ég nú sagt ykkur það að Hrabban er hin hressasta og er langt frá því að fara í veikindafrí.. Þar hafið þið það..

Á morgun fáum við svo gesti... Steini og Þorvaldur ætla að mæta þríefldir til leiks og verða hjá okkur til þriðjudags.. Það á nú eftir að vera mikið fjör að hafa þá hérna.. Og þeir mega bara fá einn bjór á mann allavega Steini.. Kristín mín ég skal sko passa upp á hann.. Ég, Steini + Þorvaldur þýðir líka MATUR.. Vá hvað við eigum eftir að borða mikið.. Eins gott að þú sagðir ekkert með það Kristín mín...

Kæru systur velkomnar til leiks.. Langt síðan ég hef ekki átt tvær síðustu færslur.. Var farin að hafa áhyggjur af þessu.. Var nú að tala við Hönnu rétt áðan og lét hana hafa rosalega uppskrift sem hún ætlar að baka fyrir gamla settið í kvöld.. Hanna þú verður nú að láta vita hvernig tókst til..

Svo vil ég koma á framfæri smá skilaboðum til allra sveitunga (kenda við bæinn Klauf, hehe).. Þau eru nefninlega svo dugleg að lesa síðuna okkar.. Voru það allavega.. En kæra Klaufarfólk ég er sem sagt búin að ákveða að fara í útilegu með ykkur fyrstu helgina í júlí.. Við systkinin (var reyndar bara búin að tala við Drífu) ætlum sem sagt að skipuleggja útileguna þetta árið þannig að ég komist nú einu sinni og Dagný líka (alltaf haldið eftir að við erum farnar, wonder way?) Þið verðið svo bara að skipuleggja eitthvað annað eftir að við erum farnar.. En hvernig líst ykkur á?? Skellið endilega inn commentum svo ég viti nú að þið hafið lesið þetta (alltaf að kanna hver les síðuna okkar)..

Má nú ekki drepa ykkur lesendur með bullinu í mér...

Hrabban kveður úr landi stressaða fólksins...

Gamla settið á leiðinni...

Þá er þessum tveimur yndislegu vikum að ljúka.. mamma og pabbi koma heim klukkan 11 í kvöld... í leigubíl!! Sem mér finnst mjög sorglegt, þau vilj ekki láta ná í sig svo við bíðum þeirra spennt heima!!
í dag verður þrifið og þrifið og meira þrifið,, ég sem húsbóndinn á heimili skipti niður verkum! En nóg af þessu og yfir í seinustu helgi...
Hún var smá skrautleg, ekki hjá mér samt... Enda sagði mamma eitt sinn við mig að ég væri eina barnið sem kynni að fara með áfengi,,, sjaldan verið jafn stolt!
Rebekka fór sína fyrstu ferð á Hverfisbarinn,, það er mjög eðlilegt!!
Jóhanna fór gjörsamlega með það.. segi ekki meir!!
Daði rataði ekki heim eftir að hann steig úr leigubílnum.. þegar Rebekka kom heim fann hún hann á róluvellinum fyrir utan húsið... Daða til mikillar lukku!!!
Jæja frönskutíminn er að byrja...
Hanna kveður
P.S. Tók hina færsluna mína út til þess að gamla settið fá ekki slag í kvöld!!
Er nebbla viss um að þetta sé það fyrsta sem þau gera á klakanum...

miðvikudagur, mars 30, 2005

Sveitungurinn í vesturbænum......

Sælt veri fólkid! Já kellan er ekki búin ad standa sig í thessu bloggi svo ég ætla ad reyna ad taka mig á!!! Af mér er allt gott ad frétta, thessa dagana er kellan ad setja í eina lopapeysu. Duggnadur í minni en ég veit ekki hvort thetta eigi eftir ad heppnast en thad kemur bara í ljós!! Annars var einn af mínum sjúklingum ad setja í eina svo hún getur gefid mér góda fródleiksmola um prjónaskapinn. Já svo keypti ég mér augnkrem um daginn ( mikilvægar upplysingar ).... usss ég held ad sveitungurinn sé farinn ad eldast farinn ad eignast vini á 80 aldri og byrjud ad nota augnkrem.... hvad er thad!! Svo er frúin ekki ad standa sig í notkun á dansskónum, komid ryk! Annars er bærinn alltaf svo fullur ad madur tharf ad standa í rödum fyrir framan alla stadi í bænum, vid erum ad tala um ad thad er röd fyrir framan stad sem heitir Ari Ögri ( held ad hann heiti thad )! En thad thydir ekkert ad kvarta hardur djammheimur!!! Annars fórum vid Venni til eyja um páskana voda notarlegt, alltaf dekrad vid mann thar. Vid horfdum á komu Bobby Fischer í tv-inu og gud minn gódur thetta var bara fyndid, hefdi viljad vera 18 ára med skólafélögunum upp á flugvelli ad öskra Bobby Fischer...Bobby Bobby Fischer!!!!
Gott ad heyra ad skatturinn sé gódur vid thig Hrebs annars er alltaf svo yndislegt ad lesa um peningamál thín bara ekkert opin um thau...snillingur! Getum vid ekki fengid ad heyra bankainnistædu líka.... mmmuuuhhhaaaaa haaa haa ha.....
Thetta er Dríffrídur 24 ára húsmódir úr vesturbænum sem talar.

þriðjudagur, mars 29, 2005

Kvikmyndagetraun..

"DRULLIÐI YKKUR Í BURTU KRAKKAORMARNIR YKKAR ÁÐUR EN ÉG LÆT HANN PABBA YKKAR TAKA Í LURGINN Á YKKUR..."

Úr hvaða mynd er þessi setning og hver sagði hana???

Sorry Brynja mín.. Kem með útlenska næst..

Kveðja
Hrabba

Skatturinn í Danmörku vs. skatturinn á Íslandi...

Ég elska skattinn í danmörku.. Skattstjórinn í Danmörku er að gera gott mót.. Á hverju ári gefur hann mér peninga og nú gaf hann mér heilar 90 þús krónur og hef ég ekki hugmynd út af hverju.. Bjóst ekki við neinu.. En ég hef alltaf fengið eitthvað en aldrei svona mikið.. Já það er sko alltaf hægt að nota smá aukapening.. Þetta er nú annað en skattstjórinn heima, hann er nú bara alltaf með eitthvað stanslaust grín í okkur.. Aðeins að rifja upp: Hann sendi okkur nú reikning upp á rúmar 3 milljónir fyrir nokkrum mánuðum síðan.. Smá grín í þeim eða mistök sem kostuðu mig næstum lífið.. Var hársbreidd frá því að fá hjartaáfall.. Nú er sem sagt komin önnur ástæða (enn ein) fyrir því að flytja ekki heim.. Skattstjórinn, íbúðaverð, handboltinn og þurfa að vinna 70 klst á viku, jú jú lífsgæðakapphlaupið, maður þarf nú að vera með í því..

Tengdó fóru í gær eftir 5 daga heimsókn yfir páskana.. Það var alveg æðislegt að hafa þau og jesús minn hvað við borðuðm mikið.. Komumst varla út úr húsi við vorum svo afvelta.. Svo þegar þau kíktu aðeins út þá lagði ég mig.. Já já hámark letinnar..

Ég verð nú að þakka Hönnu fyrir góðan pistil hérna um daginn.. Enda komin tími til.. Hún má ekkert vera að því að skrifa núna því hún er svo upptekin við að sleikja upp nágrannana.. Baka smákökur og búa til konfekt til að færa þeim.. En þeir fara nú örugglega að róast og þá aldrei að vita nema hún skelli inn einum pistli.. Ég og fleiri söknum hinna systranna.. Þið megið alveg fara að láta heyra í ykkur..

Kveð í bili..
Hrabba

P.S Reyni að henda inn getraun í kvöld..

mánudagur, mars 28, 2005

Nautalundirnar hans Vikka slógu í gegn..

Grillaðar nautalundir voru á matseðli kvöldsins og vá hvað þær voru góðar.. Sit núna og heyri mig fitna.. Huggulegt.. Við erum búin að éta svo mikið að ég held að þetta sé ekki löglegt.. En það eru nú einu sinni páskar.. Fer í átak fyrir sumarið til að verða bikíníhæf..

Svo verð ég nú að koma með eitt gullkorn frá Dísinni.. Vorum í bílnum á laugardaginn þegar Viktoría sagði við pabba sinn; "Pabbi keyrðu varlega, ég er að GLOSSA mig...." Þetta á maður eftir að nota framvegis.. Flott að glossa sig..

Gleymdi svo alltaf að segja frá því að ég setti inn nýjar myndir fyrir viku síðan.. Myndir síðan kærastinn hennar Viktoríu var í heimsókn.. Þið sem ekki eruð búin að skoða getið kíkt hér..

Kveð í bili... Og systur það er komið að ykkur.. Er Drífa lifandi?
Hrabba

sunnudagur, mars 27, 2005

Húsið að fyllast af pöddum..

Allt að verða crazy hérna.. Það er orðið svo heitt úti og þar af leiðandi inni líka að ég tók mig til og opnaði alla glugga og stóru hurðina út í garð.. Viktor er búinn að vera hlaupandi um með inniskó í hendinni síðan og er að plaffa maura.. Húsið er að fyllast af maurum þannig að kóngulærnar eru heldur betur komnar með félagsskap.. Drápum einmitt einn eitt kóngulóarflykkið á föstudaginn.. Ég bíð bara eftir að sjá svona tarantúlu í húsinu.. Meiri viðbjóðurinn.. Steini og Þorvaldur þið vitið þá hvað bíður ykkar hér.. Það er allavega líf og fjör í húsinu, eða allavega líf...

Á föstudagskvöldið skruppum við í partý til Stulla og Matthildar.. Það var mjög gaman og alveg fullt af liði mætt á svæðið.. Svala mætti auðvitað með Sing Star og voru tekin nokkur lög.. Stulli og Svala píndu sig í nokkur lög.. Vá hvað ég myndi deyja fyrir að sjá fjölskylduna mína í Sing Star.. Ég er búin að ákveða að um næstu jól þá verður komist að því hver sé lélegasti söngvarinn í fjölskyldunni.. Mamma og pabbi koma örugglega sterk inn og Rebba stórgræðir á því að það þarf ekkert endilega að syngja textana alveg rétt.. Rebba mín verst að það sé ekkert "Það er Abraham og hans vinir".. Þar hefðir þú nú verið á heimavelli...

Nú erum við búin að gúffa í okkur páskaeggjum í allan dag og erum eflaust nokkrum kílóum léttari eftir þessa síðustu daga.. Vá hvað við erum búin að borða mikið..

Svo var verið að breyta tímanum í nótt, komin sumartími sem þýðir að núna erum við tveimur tímum á undan ykkur heima..

Kveð í bili..
Hrabba

föstudagur, mars 25, 2005

Getraun...

"VAR MÍN AÐ SKJÓTA ÚT RUSLI?"

Úr hvaða þætti er þetta og hvaða leikari sagði þessa setningu?

Staðan í kvikmyndagetrauninni:
Einar 3
Orri 3
Teddi 2
Brynja 2
Erna 2
Himmi 2
Matthildur 2
Stína 1
Páll Vilhjálms 1
Stebbi 1

fimmtudagur, mars 24, 2005

Smá fréttaskot..

Engin tími fyrir skrif en best að kasta inn nokkrum línum..

Tengdó komin í heimsókn og Dísin auðvitað í skýjunum að hafa ömmu og afa til að dekra við sig.. Fékk líka fullt af pökkum og ekki má gleyma páskaeggjunum.. Hún spyr á klukkutíma fresti hvenær hún megi borða þau.. Annars er hún öll að koma til í veikindunum og er von okkar að við komumst út fyrir hússins dyr á morgun.. Það væri allavega óskandi.. Viktor fór með foreldra sína í smá sætsýn í dag en vegna mikillar þoku sáu þau ekki neitt og komu því fljótt heim aftur.. Mjög vel heppnaður túr..

Já svo töpuðum við í gær, svo sem ekkert nýtt.. Byrjuðum hrikalega en náðum að komast yfir 20-19 en þá hrundi allt.. Nú er það bara leikurinn á móti Kolding 2.apríl....

En best að fara að hjálpa til.. Karlinn úti að grilla og allt að gerast.. Vorum að taka grillið út þannig að nú fara hlutirnir að gerast hérna í Århus...

Kveð í bili..
Hrabba

þriðjudagur, mars 22, 2005

Erum ennþá læst inni..

Já það er ekki mikið að gerast hérna hjá okkur. Feðginin enn veik og við bara að rotna hérna inni.. En það er eins gott að þau fari að hressast því að tengdó koma til okkar á morgun og verða alla páskana.. Það er nú ekki boðlegt að læsa gestina inni með okkur..

Á morgun eigum við svo leik við Horsens. Væri algjör snilld að vinna hann en svo er það leikurinn við Kolding þann 2.apríl sem mun skipta öllu máli.. Ef við vinnum þessa tvo leiki þá erum við nánast búnar að redda okkur frá falli..

Ég óska svo enn og aftur eftir smá hjálp frá elskulegum systrum mínum, sérstaklega þar sem ég hef ekkert til að skrifa um þessa dagana.. Hringdi heim í Austurbergið í gær og fékk þá að vita að Rebba væri nú bara alveg á útopnu í karlamálunum.. Daði bróðir bara farinn að kíkja á eldri kellur (sem er nú fínt á meðan það eru snillingar).. Já allt að gerast þarna heima.. Hanna skrifa takk...

Svona í lokin þá verð ég nú að koma með eina sjónvarpsþáttagetraun fyrir hana Eddu mína.. Verð nú að þóknast lesendum mínum..

"VIÐ VERÐUM BARA AÐ FÁ HALLA OG LADDA TIL AÐ GRÍNA Í ÞÆTTINUM...ERTU EITTHVAÐ RUGLAÐUR.. ÞEIR TAKA ÖRUGGLEGA 9 OG 5 GÆTI ÉG TRÚAÐ.. HELDURÐU AÐ ÞAÐ SÉ HÆGT AÐ FÁ HALLA EINAN FYRIR 5.."

Úr hvaða þætti er þetta?

P.S Ef þú heitir Páll og býrð í Lautarsmáranum þá máttu ekki svara þessari getraun..

Later
Hrabba

Ein auðveld...

Sorry kemur aðeins of seint en ég var upptekin við að láta dóttur mína æla í gærkvöldi.. Huggó...
Hér kemur ein auðveld:

"SVO ER ÉG SVO FEIT....... FEIT?... ÉG HEF NÚ SÉÐ ÞÆR FEITARI.."

Úr hvaða mynd er þessi setning? Og hverjir eru að tala saman og hvar??

mánudagur, mars 21, 2005

Kynskiptingur í Champions league..

Er það bara allt í lagi? Það var spænskt lið að keppa á móti Slagelse í 8-liða úrslitum í CL og haldiði að spænska liðið hafi ekki verið með kynskipting í sínu liði.. Þetta er magnað.. Vá hvað það væri geðveikt að fá Óla Stef í kvennalandsliðið.. Skora hér með á Óla... Já eða bara einhvern annan sem gæti styrkt kvennalandsliðið.. Nú eigum við t.d heilan helling af örvhentum skyttum sem því miður komast ekki allir að... En það er sem sagt til önnur lausn.. HEYR HEYR..

Annars lítið breytt ástand á fjölskyldunni.. Feðginin enn veik og ég hangi auðvitað bara inni með þeim.. Brjálað fjör..

Stjúpdóttir mín hún Matthea á afmæli í dag. 28 ára stúlkan.. Innilega til hamingju með dagin elskan mín.. Er að reyna að hringja í þig en gengur lítið.. Var allavega ekki búin að geyma þér..

Verð að fara í svæfingu núna.. Kem með eina pínu öðruvísi kvikmyndagetraun á eftir..

Kveðja
Hrabba

sunnudagur, mars 20, 2005

Kvikmyndagetraun...

Hún Diljá mín á þessa alveg skuldlaust. Var svo yndisleg að hjápa mér..

Getraunin:
"Um, he's sick. My best friend's sister's boyfriend's brother's girlfriend heard from this guy who knows this kid who's going with a girl who saw Ferris pass out at 31 Flavors last night. I guess it's pretty serious."

Úr hvaða mynd er þessi snilldar setning??????

Staðan í kvikmyndagetrauninni:
Einar 3
Orri 3
Teddi 2
Himmi 2
Bryn 2
Matthildur 1
Stína 1
Páll Vilhjálms 1

Meiri hiti = fleiri kógulær..

Já helv.... kóngulærnar komnar á kreik.. Fengum sjokk í gær þegar við sáum eitthvað risastórt svart kvikindi hlaupa yfir gólfið. Héldum fyrst að þetta væri lítil mús en nei nei þá var þetta bara risastór hlunka kónguló.. ÓGEÐSLEGT.. Ég er búin að vera með fæturnar upp í sófa síðan.. Hata kóngulær.. Og nú er allt morandi í þeim...


Annars má ég ekkert vera að því að skrifa þar sem verið er að sýna maraþon handbolta í sjónvarpinu.. Öll dönsku liðin að spila evrópuleiki og allt sýnt, gaman gaman.. Sáum Viborg spila í 8-liða úrslitum í CL í gær þar sem þær töpuðu í vítakeppni. Ekkert smá svekkjandi og ekkert smá skrýtið að það sé ekki framlenging fyrst, bara strax vítakeppni.. Mér finnst alltaf svo hræðilegt að sjá einhvern klikka í svona vítakeppni..

Í kvöld mun ég svo henda inn annari kvikmyndagetraun.. Gaman að sjá Bryn koma sterka inn..

Kveð í bili..
Hrabba

laugardagur, mars 19, 2005

Steikt lið hérna....

Vá hvað liðið hérna getur verið steikt.. Vorum að spila bikarleik áðan á móti Koding og þvílíka fjörið.. Einmitt... Við erum að tala um að bikarkeppnin skiptir engu máli og var leikurinn ekki einu sinni auglýstur.. Það voru nánast engir áhorfendur þannig að það bergmálaði þarna inni (ekki skrýtið þar sem engin vissi af leiknum).. Við spiluðum við Kolding, liðið sem við eigum að spila við eftir 2 vikur í mjög mikilvægum leik.. Við töpuðum áðan í framlengingu þannig að ef þetta er eins og heima þá ættum við að vinna hinn leikinn.. Ég var reyndar mjög nálægt því að skora úrslitamarkið í venjulegum leiktíma þegar ég skaut í stöng og í markmann og nstum því inn frá 16 metrum (varð að skjóta).. Vá hvað það hefði bara verið gaman og sérstaklega vegna þess að ég skoraði úrslitamarkið á móti þeim síðast þegar við spiuðum við þær í deildinni.. Algjört grísamark á síðustu sekúndunni..

Fjölskyldan mín er ennþá veik þannig að þau komu ekki að horfa á mig.. Matthildur mín mætti þó og með Röggu Ásgeirs og Heiðar með í för.. Gaman að hitta Röggu en við spiluðum alltaf saman í ÍR í gamla daga..

Og svona aðeins að koma skoðun minni á framfæri varðandi handboltann á Íslandi: Hvað er að gerast? Er ekki verið að grínast með þetta þing um daginn? Hætta með úrslitakeppni svo það sé endanlega hægt að ganga frá boltanum heima.. Það væri nú bara miklu sniðugara að hafa þetta eins og hérna úti en þá komast bara 4 lið í úrslitakeppnina og því skipta leikirnir í deildinni miklu meira máli.. Það ætti bara að setja einhvern klókann í að skipuleggja þetta þarna heima (t.d. mig)..

Svona að lokum þá verð ég nú að koma með eina vísbendingu í kvikmyndagetrauninni:
Leikarinn sem á þessa setningu fékk óskarinn fyrir leik sinn í myndinni....

Bið að heisa úr veikindabælinu...
Hrabba

föstudagur, mars 18, 2005

Páskafrí!!!!!!! OG KVIKMYNDAGETRAUN..

Já það er mikil hamingja á heimilinu.. Við erum öll komin í páskafrí sem þýðir að við eigum ekki að mæta í vinnu, skóla, leikskóla fyrr en á þriðjudaginn eftir páska.. Nú þurfa feðginin bara að fara að rífa sig upp úr veikindunum svo að við getum farið að gera eitthvað skemmtilegt.. Legoland opnar um helgina og er stefnt á að fara þangað á mánudag eða þriðjudag..

Feðginin hresstu svo heldur betur upp á mig í dag en ég er búin að vera grenjandi í tvo daga yfir að geta ekki séð dóttur mína í Sirkus.. Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag voru þau búin að gera Sirkus inn í stofu og tók Viktoría línudans fyrir múttuna sína við mikin fögnuð að sjáfsögðu.. Svo toppaði hún allt með aðalatriðinu en í því notaði hún regnhíf til að skjóta einum áhorfandanum (sem var bangsinn hennar, Bassi) upp í sófa.. ROSALEGT... Og ótrúegt en satt þá fann hún upp á þessu snilldaratriði sjálf..

Svo er það kvikmyndagetraunin:

"THINK WHITE, GET SERIOUS..."

Spurt er um mynd, hver sagði og við hvern? Aukastig ef þið getið sagt nánar frá atriðinu...

Gangi ykkur vel...
Hrabba

fimmtudagur, mars 17, 2005

Viljið þið vera svo væn...

og commenta.. Ég trúi því ekki að það séu bara 2 sem gátu commentað.. Ég veit reyndar um þónokkra sem ekki gátu commentað.. Ég gat sjálf commentað hjá mér en ekki hjá Eivor.. Ég vil ekki henda inn nýrri kvikmyndagetraun fyrr en ég veit að commentakerfið virki.. Set inn nýja á morgun ef það verða komin inn 10 fyrir morgundaginn.. Koma svo... Þið þurfið ekki einu sinni að skrifa neitt bara athugið hvort þið getið publishað...

Annars ekki mikið að gerast hérna.. Feðginin veik og ég bara grátandi yfir að missa af dóttur minni í Sirkus.. Finnst þetta alveg skefilegt..

Um helgina eigum við svo að spila bikarleik við Kolding.. Þetta verður mjög furðulegur leikur þar sem við eigum að mæta þeim aftur eftir 2 vikur í nánast hreinum leik um að halda sæti í úrvalsdeild.. Hérna skiptir bikarinn ekki eins miklu máli eins og t.d heima..

Jæja nenni ekki að skrifa meira þar sem mikar líkur eru á því að ég geti ekki einu sinni publishað þessu...

Later
Hrabba

Vírus??

Veit ekki alveg hvað er að gerast með tövuna mína en ég á í mesta basi með að blogga.. Nennið það að gá hvort að þið getið commentað.. Er að spá í hvort að þetta geti verið síðan.. Segið bara halló eða ekki neitt, allavega prófið að commenta..

Kveðja
Hrabba

miðvikudagur, mars 16, 2005

Staðan í dag og kvikmyndagetraun

Viktorinn minn er fársjúkur hérna heima með háan hita (ég get svo svarið það að ég gæti spælt egg á honum).. Viktoría var síðan orðin mjög slöpp áðan, vona að hún verði ekki eins og pabbi sinn.. Þá missir hún líka af Sirkusnum og það verður nú bara jafn erfitt fyrir mig því ég er búin að hlakka svo mikið til..

Svo er það hann Orrinn okkar en hann er komin í heim okkar bloggara og segist ætla að gera góða hluti í bloggkeppninni.. Endilega kíkið á kauða hér..

Kvikmyndagetraunin:
KOMDU MEÐ BLAÐIÐ OG SJÁUM SVO TIL HVORT ÉG KAUPI EKKI AF ÞÉR SVONA 15 KRÓNUR..

Úr hvaða mynd er þessi setning og hver sagði hana??


Staðan í kvikmyndagetrauninni:
Einar 3
Orri 3
Teddi 2
Himmi 1
Matthildur 1
Stína 1
Páll Vilhjálms 1

Later
Hrabba

þriðjudagur, mars 15, 2005

Maður/kona vikunnar er Kristín Guðmundsdóttir bikarmeistari..

Maður vikunnar er hún Kristín vinkona mín sem varð bikarmeistari með Stjörnunni um daginn.. Kristín spilaði með mér í fyrra í Holstebro og söknum við hennar og Steina mikið enda vorum við mikið með þeim hjónum.. Við erum samt búin að gera framtíðarplön og eigum við eftir að spila saman aftur á Íslandi (erum meira að segja búnar að velja klúbbinn).. Svo erum við líka búnar að ákveða að byggja parhús saman eða búa í sitt hvoru húsinu í Ramsey street..

Nafn:Kristín Guðmundsdóttir

Staða: Gift, útispilari og kreditkortadrottning (innskot frá mér, Hröbbu)...

Áhugamál: Vá það er svo margt, fara til útlanda, spila handbolta, eyða góðum tíma með vinum eins og Hröbbu og Viktori,,,,væmið.

Kostir: Hrabba segir að ég sé rosalega heppin, sem ég er nú ekki alveg sammála,,,en svo er ég líka ákveðin,,og skemmtileg auðvitað.

Gallar: Er mjög líklegtast með ofnæmi fyrir einhverju sem er í nammi, þannig að núna má ég helst ekki borða það, hlýtur að vera stór galli.

Skondið atvik: Ég held að þið séuð öll búin að heyra þetta 100 sinnum en mér fannst þetta ógeðslega fyndið, var líka á staðnum. En það var þegar landsliðið var á Ítalíu fyrir rúmu ári og við vorum í skoðunarferð og Dagný var búin að vera rosalega dugleg á myndavélinni, maður var þvílíkt að stilla sér upp fyrir hana og svo kom bara í ljós 2 tímum seinna að það var eingin filma í vélinni,,vá hvað var helgið..

Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra? Eyði örugglega svona 30-60 mín á dag, þetta er það fyrsta sem ég geri þegar ég mæti í vinnuna á hverjum degi, og svo ath ég líka seinni partin hvort að það sé búið að skrifa eitthvað meira.

Þú færð 2 milljóinir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú? Byrja á að kaupa parhús handa mér og Hröbbu, búin að lofa því lengi ef ég skildi vinna í lottó, lána Hröbbu smá, og svo bara kíkja til útlanda..

Hvernig pikkaðir þú upp maka (ef maka átt)? Hann pikkaði mig upp held ég.

Mesta gleðistundin í lífinu? Þegar ég gifti mig síðasta sumar, það var algjör draumur.

Uppáhalds málsháttur eða orðatiltæki? Æi er svo léleg í öllu svona.


Hvað dettur þér fyrst í hug:

Hrabba: Þreytt, glöð, og stundum smá ofvirk, en þá þarf hún auðvitað að hafa sofið 14-16 tíma.

Dagný: Auðtrúa.

Drífa: Dirty Dansing

Hanna Lóa: Systirin sem er líkust Hröbbu.

Eitthvað að lokum??? Bara frábær síða, hinar systurnar mættu alveg skrifa meira.

mánudagur, mars 14, 2005

Getraun nr.10... Varð að koma með eina auka...

ÞETTA ER BARA SPURNING UM AÐ DUGA EÐA DRE... ÞETTA ER BARA SPURNING UM AÐ STANDA SIG..

Úr hvaða mynd er þessi setning? Hver talar og við hvern?

Viktoría í Sirkus...

Já allt að gerast hérna í Århus.. Ég og Viktor erum að fara á Sirkussýningu í leikskólanum hjá Viktoríu.. Aðalsýningin er á föstudaginn en þá verð ég á æfingu þannig að ég verð bara að mæta í generalprufuna á fimmtudaginn en hún er mest ætluð ömmum og öfum.. Þar hafið þið það amma og afi.. Þið eigið að mæta í Sirkus á fimmtudaginn.. Ég sá dagskránna í dag og Viktoría hún er í "Sirkus prinsessur og Línudans".. Já mín auðvitað látin í það flottasta.. Svona nett og fín eins og mamma sín.. Þetta verður æðislegt..

Svo er bara allt að gerast hérna hjá mér.. En allt leyndó svo ég get ekki sagt ykkur það.. Hahaha.. Gaman að vera leiðinleg en þið munið komast að því einhvern tímann....

Kveð í bili..
Hrabba..

P.S Reyni að kasta inn aukagetraun í kvöld.. Er búin að vera svo ánægð með hvað þessi var erfið..

sunnudagur, mars 13, 2005

Kvikmyndagetraun nr.9..

ÞETTA ER ALLT Í LAGI... OG ÞETTA, ÞETTA ER LÍKA ALLT Í LAGI..

Hver er myndin og hvað heitir leikarinn???

laugardagur, mars 12, 2005

Talningu lokið hjá Eibbunni..

Deildin 11 mars
25.feb-11.mars

Úrvalsdeild
1. Diljá(25)
2. Bjarney (21)
3. Matta (21)
4. Lísa og Rakel (20)
5. Davíð Ólafs (18)
6. Eivor (18)
7. Árni og Harpa (14)
8. Kolla og Guðrún (13)
9. Elfa (12)
10. Jóna Margrét (11)
11. Krissa (10)
12. Edda Garðars (9)
13. Himmi (9)
14. Sigrún Gils (8)
15. Breiðholtsbarmarnir (7)
16. Harpa Mel (6)
17. Matthildur (6)

1. deild

1. Dröfn (5)
2. Hekla (5)
3. Sigga Birna (5)
4. Sveil (5)
5. Héðin (3)
6. Markús (3)
7. Dísa (2)
8. Habba (2)
9. Nína (2)
10. Eva (1)
11. Hafdís Hinriks (1)

Utan deildin

1. Guðrún Drífa (0)
2. Helga Torfa (0)
3. Hjalti (0)
4. Hrabbý(0)
5. Inger (0)
6. Lísa Njáls (0)

Hástökkvari tímabilsins: Diljá (skemmtilegt þar sem hún var í fallinu síðasta tímabil)
Fall tímabilsins: Nína

Má ekkert vera að þessu..

Brjálað að gera.. Erum með gesti alla helgina.. Gaman gaman.. Davíð, Diljá og Galdur Máni eru hjá okkur og Viktoría ekkert smá sátt að hafa kærastann hjá sér..

Áðan töpuðum við stórt á móti Álaborg.. Hræðilegur leikur sem var svo sem tapaður fyrirfram eins og alltaf hjá þessum dönsku liðum.. Er að tapa mér yfir þessu.. Mér gekk ekki vel og er því bara pirruð núna.. Spilaði reyndar mest hægra bakk sem er alltaf jafn "frábært".. Góðu fréttirnar í dag eru að Kolding tapaði sínum leik á móti Esbjerg þannig að nú eru auknar líkur hjá okkur að halda okkur uppi.. Eigum að spila við þær í næst síðasta leik heim (unnum þær úti) og síðan botnliðið í síðasta sem er með 0 stig.. Það gæti jafnvel nægt okkur að vinna þessa tvo síðustu leiki..

Nenni ekki að skrifa meir, aldrei að vita nema einhver önnur Skúladóttir láti aðeins í sér heyra..

Later
Hrabba

fimmtudagur, mars 10, 2005

Ný pjötludrottning.... Drífa mín þú átt ekki séns...

Gamla kempan í liðinu mínu er nú alveg að fara á kostum.. Svona til að rifja upp aðeins þá hef ég nú skrifað áður um hana t.d. átti hún þá snilldarhugmynd að æfa síðustu 10 mínúturnar í leik (eins og það sé hægt).. Hún er líka alltaf að bera á sér brjóstin á æfingu.. Skiptir mjög frjálslega um bol eftir æfingarnar inn í sal.. Hún er algjörlega laus við það að vera eitthvað spéhrædd enda er hún nakin allt sumarið á nektarströndinni hérna.. Hún sló nú samt rækilega í gegn á æfingu áðan þegar hún mætti í þessum líka hræðilegu stuttbuxum á æfingu, mjög stuttar, röndóttar í öllum litum og allavega 20 ára gamlar.. Eitthvað voru þó stuttbuxurnar að stríða henni því þegar aðeins 20 mínútur voru liðnar af æfingunni og við að fá okkur að drekka þá ákvað mín bara að vippa sér úr stuttbuxunum og skella sér í buxur en viti menn... Hún var ekki í NÆRBUXUM og stóð því bara á PÍKUNNI fyrir framan okkur allar, þjálfarann og aðstoðarþjálfarann.. Hélt ég myndi æla úr hlátri, þetta er auðvitað ekki hægt... Svo er maður að keppast um stöðu við hana.. Það er ekkert smá forskot sem hún hefur.. Hún sýnir þjálfanum bara pulluna og brjóstin, ég er nú eitthvað minna fyrir það.. Ótrúlegt að það komi nú ekki fleiri að horfa á æfingar hjá okkur.. Kannski eru bara allir búnir að sjá hana nakta...

En svona til útskýra pjötludrottninguna aðeins þá kallaði ég Drífu mjög oft því nafni þegar við bjuggum í Ósabakkanum.. Það kom langt tímabil þar sem Drífa var alltaf á nærbuxunum (leið bara best þannig).. Tek það nú fram að hún var nú ekki ber að ofan svo fólk fari nú ekki að misskilja þetta eitthvað.. Hún var þó allavega í einhverju.. Held hún eigi ekki eftir að ná þessum titli aftur...

Hrabban kveður úr pjöllulandinu..

miðvikudagur, mars 09, 2005

Er ég eins og fólk er flest??

Já það hefur nú aldrei verið langt í barnið í mér en þessa dagana er ég alveg að tapa mér.. Eftir að hafa farið að renna í gær í næst stærstu brekkunni í Århus varð ég nú að prófa þá stærstu áður en snjórinn færi alveg (á að fara á morgun samkvæmt spánni).. Við erum að tala um að ég var búin á æfingu rúmlega 18 hljóp heim (heila 70 metra) og fékk Viktoríu og Viktor til að spretta út í bíl OG AF STAÐ... Keyrðum í korter til að ég "og Viktoría" gætum fengið að renna okkur nokkrar ferðir áður en það væri alveg orðið dimmt.. Og vá hvað þetta var gaman.. Eins og Viktor sagði: það er nú svo sem engin spurning hver skemmtir sér best.. En þetta var ekkert smá flottur staður þar sem við vorum að renna.. Allt morandi í hreindýrum í kringum okkur en þetta er svona lokaður garður með fullt af lausum dýrum.. Algjör snilld.. Ég er bara alltaf að uppgötva eitthvað nýtt hérna í SMILETS BY (eins og Århus er kallað).. Já ég er heldur betur að gera gott mót og brosi í hringi þessa dagana..

Svo voru okkur að berast þær gleðifréttir að við fáum heimsókn þann 1.apríl.. Já tveir mjóir síðhærðir menn á leiðinni til okkar, ekki mikið mál að reikna það út.. Þetta eru auðvitað Steini og Þorvaldur en þeir verða hjá okkur í nokkra daga og ná tveimur síðustu leikjunum... Það verður mikið fjör að fá þá hingað enda hressir strákar þar á ferð..

Jæja ætla að leggjast á koddann minn og kíkja aðeins á augnlokin..

Later
Hrabba

MAÐUR/KONA VIKUNNAR ER HÚN MATTAN OKKAR...

Já Matta er merkiskona.. Var með mér í Kennó og hreinlega kom mér í gegnum þennan skóla.. Ég var að deyja úr leiðindum á tímabili og vildi helst bara hætta þegar Matta bjargvættur lét á sér kveða.. Hún er hinn mesti snillingur enda orðin fósturdóttir okkar hjóna og við myndum hreinlega ættleiða hana ef hún væri ekki orðin svona "gömul"... Hún spilar við mig endalaust, og ekki finnst mér það leiðinlegt.. Það er rosa spilakeppni í gangi og erum við hnífjafnar eins og staðan er í dag, 8-8.. Hér fáið þið snillingin:
Nafn: Matthea Sigurðar/Viktorsdóttir

Staða: 1-0

Áhugamál: Skólinn minn...svo finnst mér líka gaman að spila, hlæja og skemmta mér

Kostir: Ég fer í ljós þrisvar í viku, og mæti reglulega í líkamsrækt...

Gallar: Kann illa að raða hnífapörum í uppþvottavélar, svo er ég líka svo óheppilega rafmögnuð að ég fæ 100w straum bara við það að koma við bílhurðir

Skondið atvik: Þegar ég ætlaði að ganga í augun á nýjum vinnufélaga og keyra hann heim eftir vinnu, opnaði bílinn en þegar ég ætlaði að starta bílnum fann ég ekki bíllykilinn á kippunni. Ég vissi að ég hafði notað lykilinn til að opna bílinn svo þetta var mjög dularfullt. Allir hinir lyklarnir voru á kippunni. Ég tók bílinn úr gír og ýtti honum af stæðinu og skreið svo um í leit að lyklinum. Þegar það var orðið ljóst að ég myndi ekki finna hann, hringdi ég heim og lét senda aukalykilinn til mín með leigubíl, sá lykill hvarf tvisvar sinnum á ferlinu en skilaði sér að lokum... það leið langur tími þar til vinnufélaginn bað um far eftir þetta.
Upprunalegi lykillinn fannst nokkrum vikum síðar, uppá rönd við gírstöngina..ég var skohhh búin að leita að honum þar.

Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra? Klukkutímum saman... (svona á milli þess sem ég íhuga að mæta í skólann)

Þú færð 2 milljónir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú? Ég myndi eyða því umboðslaun fyrir Einar Bárða, fá hann til að koma Rokklingunum aftur á kortið...vantar gott Rokklinga come back...Diljá fengi þá aftur tækifæri til að meikaða!

Hvernig pikkaðir þú upp maka (ef maka átt)? Hann hefur hvorki verið pikkaður né pillaður

Mesta gleðistundin í lífinu? Þegar ég frétti að ég ætti að vera “maður vikunnar” á heimasíðu Skúladætra

Uppáhalds málsháttur eða orðatiltæki? Sælir eru einfaldir


Hvað dettur þér fyrst í hug:

Hrabba: “Mamma...ég er búúúiiin....” neee þó að ég sé fósturdóttir hennar er ég farin að skeina mig sjálf (alveg satt). Mér dettur í hug: hrossahlátur, spil, Viktor, snúðar, handbolti, vinskapur og lagið “Án þín” með Sverri Bergmann (sungið mjög hátt).

Dagný: Bílferðin til Billund, gæsun, handbolti, spil

Drífa: Hverfisbarinn, gæsun, djamm...rosalega var ég svekkt þegar ég komst að því að þú flyttir ekki til Árósa, Drífan mín

Hanna Lóa: Gæsun, brúðkaupIÐ í sumar, Hverfisbarinn, hress og kát

Eitthvað að lokum??? Ég er bara venjulegur maður. Yfirleitt sæll og glaður. En í morgun var mér nóg boðið þegar ég fékk ekki morgunblaðið fyrr en klukkan var orðin níu og krakkaandskotinn sem ber út blöðin, hann má nú fara að passa sig. Því í fyrramálið mun ég lemjann!

Svona í lokin þá vil ég benda á að Matta er að leita af þeim eina rétta... Þið finnið ekki meiri snilling en hana strákar....

þriðjudagur, mars 08, 2005

Lífið er yndislegt.....

Já aldeilis komið að því að lánið færi að leika við okkur.. Þessi vika ætlar að verða æðisleg.. Byrjaði á því að við fengum mail frá SU stjórninni og Viktor fær þrátt fyrir allt SU og alveg frá 1.jan þannig að við eigum von á ágætis summu inn á reikninginn okkar.. JÍBBÍ... Þetta er auðvitað búið að vera ótrúlega erfitt ferli og við búin að fá neitun í tvígang en sem betur fer gekk þetta upp... Gerir þetta líka mikið auðveldara fyrir mig, nú þarf ég ekki að taka aukavaktir úti á horni á kvöldin ;-)..

Í gær og í dag er svo búið að vera geggjað veður.. Ennþá snjór, sól og um 9° hiti.. Æðislegt og þar sem ég var búin í vinnunni rúmlega 12 í dag þá dreif ég mig að ná í Viktoríu sem nældi sér í eitt stykki glóðurauga í dag.. Við tvær og Mötturnar tvær fórum svo með tvo þoturassa, fundum næst stærstu brekkuna í Århus (nálægt okkur) og renndum okkur eins og í gamla daga (nema kannski Vikoría).. Vá hvað það er gaman að verða 5 ára svona einn dag.. Fórum svo í Byggelegepladsen sem ég hef aldrei vitað um en er í 15 mín göngufæri frá okkur.. Þar eru fullt af fínum leiktækjum og svo einhver dýr sem Viktoríu fannst auðvitað æðislegt..

En svona aðeins að glóðurauganu þá rak Dísin sig utan í einhvern trékant í leikskólanum í dag og meiddi sig töluvert en vandamálið var bara að hún gat ekki látið of mikið á þessu bera þar sem hún var með fullan munninn af stolinni bollu, en hún og einhverjir tveir strákar höfðu stolist inn í eldhús og nælt sér í bollur í leyfisleysi.. Þarna þekki ég hana... Hún er auðvitað bara snillingur.. Svo þegar pabbi hennar kom heim og spurði hana hvað hefði gerst þá sagði hún bara; pabbi þú ættir að sjá hinn gaurinn...... (Fékk reyndar verðlaun fyrir að segja þetta og skyldi ekkert í hvað þetta þýddi).. En fyndið samt...

Var að setja inn myndir frá þessum frábæra degi.. Kíkið endilega hér... Og takk fyrir að vera svona dugleg að commenta, voru bara 5 ný áðan.. Gaman gaman.. Fólk er greinilegaq hrifið af Dallasdressum okkar hjóna... OMG...

Kveðja
Hrabba

mánudagur, mars 07, 2005

NR.8....

DOES YOUR CHEWING-GUM LOOS ITS FLAVOUR ON A BEDPOST OVER NIGHT????

Hver er myndin??

Vísbending: myndin er íslensk

Allt að verða vitlaust..

Erum að vinna í að finna einhverja góða.. Komum með þá síðustu kl.23 á okkar tíma 22 á íslenskum..
En var að setja inn myndir á myndasíðuna þannig að þið getið dundað ykkur þar þangað til næsta getraun kemur inn...

Later
Hrabba

Kvikmyndagetraun nr.7

Því miður klikkaði commentakerfið eitthvað áðan en samkvæmt klukkunni þá var Orri fyrstur til að svara og fær því stigið... Staðan er sem sagt:
Einar 3
Teddi Vals 1
Stína 1
Orri 1

Jæja þá er komið að því....
LÖGGAN TÓK AF OKKUR LÍMIÐ....

Úr hvaða mynd er þessi setning?? Aukastig fyrir að vita hver sagði þessa setningu..

Þrjár kvikmyndagetraunir á leiðinni..

Ætlum að setja inn kvikmyndagetraunir á klukkatímafresti.. Sú fyrsta kemur hér...

IF YOU TOUCH ME AGAIN I´ll KILL YOU.......(svaka atriði)... TOLD YOU...

Úr hvaða mynd er þessi setning og hver er leikarinn sem átti þessa snilldarsetningu???

Later
Hrabba, Viktor, Diljá og Matta...

sunnudagur, mars 06, 2005

Kvikmyndagetraun nr.5..

Þá er komið að því Einar.. Svona til að fara yfir stöðuna þá er Einar efstur með 3 stig og Stína ÍR-ingur er með 1..

Getraun nr.5:
ÞÚ KEYRÐIR YFIR LAMBIÐ.... ÆTLARÐU EKKI AÐ STOPPA? Þá svarar hinn: ÞAÐ ER DAUTT, STEINDAUTT... SKILURÐU ÞAÐ....

Úr hvaða mynd er þetta????

Vona að þetta taki meira en 15 mín að leysa þessa..

Kveðja
Hrabba

Karlinn að eldast...

Já hann Viktor minn er 28 ára í dag... Þetta er rosalegt, aldurinn heldur betur að færast yfir mann.. Við fengum nokkra góða gesti og var voða gaman hjá okkur.. Spilað og fjör.. Við stelpurnar (Matthildur, Svala og ég) unnum að sjálfsögðu.. Alltaf jafn leiðinlegt að vinna stelpur á móti strákum.. Einmitt...

Dallas partýið í gær var mjög skemmtilegt.. Við hjónin vorum auðvitað í hallærislegustu fötunum.. Ég hefði ekki meikað þetta nema vegna Guðrúnar Kollusyst sem var álíka hallærisleg og ég.. Flestir voru nú bara í kúrótískunni en þar sem við eigum nú ekki mikið (ekki neitt) af kúró þá var þetta eina leiðin..

Við fórum svo að skoða hús með Siggu frænku í dag.. Einingahús sem eru tilvalin fyrir handlagna menn eins og Viktor.. Rosa flott hús sem kosta mjög lítið.. Ég er komin með rosa áætlun.. Ég ætla að búa til Ramsey street á Íslandi (er að gæla við Álftanesið, kostar örugglega aðeins minna).. Þar verða bara þessi fínu einigahús og aðeins skemmtilegt fólk má búa í götunni minni.. Er ekki búin að ákveða hvað verða mörg hús en Stulli og Matthildur eru búin að fá úthlutað lóð og sömu sögu er að segja með Svölu og Robba.. Svo er ég búin að taka frá eina fyrir Kristínu og Steina (þá vitið þið það).. Svo fá einhverjir nokkrir skemmtilegir í viðbót að búa í götunni minni... Vá hvað ég hef mikla trú á því að þetta eigi eftir að verða að veruleika.. Mesti höfuðverkurinn er bara hvort að ég get fengið leyfi fyrir Ramsey nafninu.... Þið sækið bara um þið sem hafið áhuga...

Svo eftir c.a. hálftíma kemur kvikmyndagetraun mánudagsins inn.. Svaka spenna örugglega.. Allavega Einar er spenntur...

Later
Hrabba

laugardagur, mars 05, 2005

Til lukku Þórdís..

Já hún Þórdísin okkar var að eignast litla prinsessu þann 2.mars.. Innilega til hamingju með það.. Hlakka til að skoða myndir..

Var að henda inn nýjum myndum.. Látið ykkur ekki bregða en Viktor er kominn með lubba dauðans...

Í kvöld förum við svo í Dallas partýið.. Sigga frænka í Horsens ætlar að vera með Viktoríu.. Það verður stelpukvöld hjá þeim.. Rosa fjör.. Ekki slæmt að þurfa heldur ekki að vakna snemma á morgun.. Svo á Viktor afmæli á morgun þannig að ég þarf nú að skella í eitthvað sniðugt.. Við fáum nokkra gesti..

Hanna þú verðu að láta inn skammtímafærsluna aftur.. Þvílík snilld.. Ekkert smá góðar myndir.. Urðu strákarnir brjálaðir?? Hver vill hafa Didda á eftir sér????

Kveðja
Hrabba

Hæjjj...

Jæja Hrabba mín... ég lét skammtímafærslu inn í dag,, sem þýðir að heiustu aðdáendur síðunnar gátu lesið og séð!! Færslan var einmitt um laugardagskvöldið ógurlega hjá Daða og Didda í máli og myndum!!!!
Veit ekki hversu margir náðu færslunni,, hún var allavena inni í 5tíma eða svo!!!

Yfir í allt annað... árshátíð FB-inga í gær,, hún var haldin á Hótel Selfossi, þannig að það var gist og læti!!! Fínasta skemmtun!! Annars var ég mikið að passa upp á Rebekku,, því stelpan er sjóðheit í skólanum... var að reyna forvinna hlutina fyrir stelpuna,, sem gekk ágætlega,, því ég var svo heppin að fá tilvonandi mása og Björgvin Hólmgeirsson sem herbergisfélaga á hótelinu.. vil ekki eyðileggja hlutina með því að vera nafngreina greyið strákinn, en þeir sem þekkja eitthvað til Bjögga geta gert sér í hugarlund um hver hafi verið með honum í herbergi!!! Já gaman að þessu,, nú er maður hættur að reyna finna Daða kvonfang og er bara farin næstu sillu neðar í þessum málum....
Annars er maður bara komin heim snemma,, engin Hvebba í kvöld í langan tíma og held að það sé hægt að segja sömu sögu af Daða... talandi um Daða þá verð ég nú að segja frá "aukavinnunni" hans Daða í dag,, jú kallinn fór að stússast með Ella frænda (sem vinnur á Hverfisbarnum) eftir vinnu í dag,,,, og hvað haldiði að drengurinn hafi verið að gera,, júú strákurinn var að kaupa eitt stykki hlandskál og spegil fyrir Hverfisbarinn... þannig að það er ekki nóg með að drengurinn haldi barnum uppi heldur er hann farinn að halda place-inu heilu!!
Haldiði að það sé...
Jæja þá er ég farin að horfa á One tree hill og O.C. ekki slæmt það!!!
Kveð að sinni
Hanana

fimmtudagur, mars 03, 2005

KVIKMYNDAGETRAUN NR.4...

Þá er loksins komið að erlendri mynd... Spurt er um mynd og nafn leikarans sem sagði þessa setningu:
"DO YOU KNOW WHAT REAL LOVE IS...... SACRIFICE....."

Það verður gaman að sjá hvað þessi á eftir að taka stuttan tíma...

Kæru systur róa sig aðeins í skrifunum...

Þið verðið nú að passa ykkur að ofgera ykkur hreinlega ekki í skrifunum... HALLÓ, ég óska eftir smá hjálp hérna... Hanna mín þú ættir nú að geta sagt okkur eitthvað slúður af Hvebbanum enda opnar þú og lokar pleisinu hverja helgi.. Svo er það auðvitað hin eini sanni Skúlason (sem er b.t.w. ennþá á lausu), hvernig væri nú að þókknast honum Einari vini þínum og koma með reglulega pistla... Þú getur t.d. byrjað á því að skrifa pistill um hann Didda og sagt okkur frá laugardeginum mikla.. Og þá er ég ekki bara að tala um bikarleikinn heldur líka allt kvöldið og nóttina, jú og morguninn... hahahaha ekkert smá góð saga og ég verð hreinlega að fá leyfi hjá bikarkónginum til að birta þessa sögu og láta eins og eina tvær myndir fylgja... Daði þú ferð í þetta að redda útgáfuréttinum á sögunni, hann er nú einu sinni skyldur okkur..

Ég er nú alveg að missa mig í kvokmyndagetraununum og get ekki alveg beðið þangað til á mánudaginn þannig að ég mun birta eina um miðnættið.. Sú verður ekki erfið þannig að þið getið náð í auðvelt stig..

Annars er kerlinginn komin í helgarfrí og erum við að reyna að redda pössun svo við komumst í DALLAS partý/afmæli hjá Svölu og Guðrúnu Kollusyst.. Það ætti nú ekki að vera mikið mál að spreyja vængi í hárið.. Fötin eru hins vegar aðeins meiri höfuðverkur...

Later (um miðnætti)..
Hrabba

miðvikudagur, mars 02, 2005

MAÐUR VIKUNNAR.... HETJAN EINAR HÓLMGEIRSSON

Ég er búin að fá margar kvartanir yfir að hafa ekki valið mann vikunnar undanfarið og því ákvað ég að verða við óskum lesanda...
Ég hef valið mann vikunnar sem er hetjan Einar Hólmgeirsson... Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark Grossó á móti Lemgo um helgina þegar aðeins 3 sekúndur voru eftir... Þess má líka geta að Einar fór hamförum í kvikmyndagetraun Viktors og hefur "afrgerandi" forskot, hefur hlotið 2 af 3 mögulegum stigum og á eflaust eftir að láta mikið af sér kveða í þessum nýja leik enda kvikmyndamaður mikill og hefur "nokkrar" mínútur á dag til að rása um á netinu...

Nafn: Einar Friðrik Hólmgeirsson

Staða: Mjög góð

Áhugamál: Íþróttir, kvikmyndir, matur og tölvur

Kostir: Er duglegur í núverandi vinnuog get drukkið nokkuð magn af 4.5% drykk

Gallar: Finnst of gott að borða og horfi of mikið á sjónvarp

Skondið atvik: Þegar ég, Daði og Diddi vorum saman á einhverju sveitaballi í þvílíku stuði með Sálinni og Ss sól. Ég er með Daða á háhest í góðum fílingi að rokka eitthvað þegar allt í einu sé ég hvítan koll koma undir mig og var það ekki Diddi mættur til að taka okkur tvo á háhest. Þannig að við vorum 3 á háhest í gír þegar Gummi gítarleikari sá þetta hætti hann næstum að spila því hann hafði ekki séð svona áður(við náðum svona 5 metra hæð) og gaf mér five(ég var í miðjunni) en ekki var Adam lengi í paradís því eftir svona 20 sek þá hrundum við í gólfið skellihlæjandi, og einnig má þess geta að Diddi var ekkert voða ferskur í bakinu daginn eftir .. hahahah

Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra? Ekki nógu mörgum..

Þú færð 2 milljónir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú? Flottan bíl eða uppí íbúð

Hvernig pikkaðir þú upp maka (ef maka átt)? Munum það hvorugt, ástandið var allavega ekki mjög gott.

Mesta gleðistundin í lífinu? Á eftir að upplifa hana

Uppáhalds málsháttur eða orðatiltæki? Vont en það venst.


Hvað dettur þér fyrst í hug:

Hrabba: Stórskytta og bloggari

Dagný: Drífa

Drífa: Dagný

Hanna Lóa: Hverfisbarinn að leita af Daða

Eitthvað að lokum??? Já hvernig væri að bæta Daða inná þetta blogg, svona með pistla eftir helgarnar..og eða þá kenna honum á skype eða msn.. og eða bara almennt á tölvu. 

þriðjudagur, mars 01, 2005

Fyrir fjölskylduna mína..

Og alls ekki fyrir viðkvæmar sálir.. Var að skoða myndir af myndasíðu úr Slagelseleiknum og eru þónokkrar af mér... Jesús minn hvað ég get grett mig mikið, ætti að fá verðlaun fyrir þetta. Ég er ekkert smá ljót.. hahaha.. En bara fyndið.. Það telur ekkert mikið að lúkka vel á vellinum... Mamma og pabbi þetta er ykkar framleiðsla...

Kveðja
Grettir

This page is powered by Blogger. Isn't yours?