fimmtudagur, mars 31, 2005

Stressið að drepa Danann...

Já þetta er auðvitað ekki eðlilegt lið hérna.. Ég var á starfsmannafundi í gær þar sem einungis var talað um stress og meira að segja fengin einhver sáli sem kostaði fullt af peningum til að ræða við okkur.. Ástæðan: jú helmingurinn af kollegum mínum eru að fara yfir um af stressi og er ein búin að vera í veikindafrí í 8 vikur útaf stressi.. Ótrúlegt hvað Daninn þolir lítið.. Þessi kona vinnur 37 tíma á viku í leikskóla, hún á ekki mann og tvær stórar stelpur.. Við vorum öll spurð í byrjun fundar hvernig okkur liði og hvernig tilfinningar okkar væru í garð þessarar konu (það er auðvitað augljóst að þegar hún fer í veikindafrí þá lendir bara vinnan hennar á kollegum hennar).. Ég var sem sagt líka spurð og ég sagði nú bara að svona lagað þekktist varla á Íslandi, ég hef allavega aldrei heyrt um svona tilfelli.. Íslendingar keyra sig bara áfram þangað til það þarf að leggja þá inn einhvers staðar.. Maður myndi nú ekki halda vinnunni lengi heima ef maður væri alltaf að fara í einhver löng veikindafrí vegna þess að maður er stressaður.. Við lifum auðvitað bara í stressi og mamma spáðu í ef þú værir hér þá værir þú nú bara búin að vera á launum í veikindafrí í mörg mörg ár.. Ég sagði það nú einmitt á fundinum að ég ætti nú mömmu sem vinnur hátt í 80 tíma á viku og á 6 börn + pabba (haha).. Ég er auðvitað bara alinn upp í stressi.. Það verður nú að vera smá líf í kringum mann.. Það er nú samt spurning hvort að þetta sé nú bara sniðugt eftir allt saman að fara í veikindafrí í stað þess að bíða eftir að hrynja niður.. En stoltið í okkur Íslendingum myndi nú svo sem aldrei höndla svona "aumingjaskap".. Svona áður en þið farið að hafa áhyggjur af mér þá get ég nú sagt ykkur það að Hrabban er hin hressasta og er langt frá því að fara í veikindafrí.. Þar hafið þið það..

Á morgun fáum við svo gesti... Steini og Þorvaldur ætla að mæta þríefldir til leiks og verða hjá okkur til þriðjudags.. Það á nú eftir að vera mikið fjör að hafa þá hérna.. Og þeir mega bara fá einn bjór á mann allavega Steini.. Kristín mín ég skal sko passa upp á hann.. Ég, Steini + Þorvaldur þýðir líka MATUR.. Vá hvað við eigum eftir að borða mikið.. Eins gott að þú sagðir ekkert með það Kristín mín...

Kæru systur velkomnar til leiks.. Langt síðan ég hef ekki átt tvær síðustu færslur.. Var farin að hafa áhyggjur af þessu.. Var nú að tala við Hönnu rétt áðan og lét hana hafa rosalega uppskrift sem hún ætlar að baka fyrir gamla settið í kvöld.. Hanna þú verður nú að láta vita hvernig tókst til..

Svo vil ég koma á framfæri smá skilaboðum til allra sveitunga (kenda við bæinn Klauf, hehe).. Þau eru nefninlega svo dugleg að lesa síðuna okkar.. Voru það allavega.. En kæra Klaufarfólk ég er sem sagt búin að ákveða að fara í útilegu með ykkur fyrstu helgina í júlí.. Við systkinin (var reyndar bara búin að tala við Drífu) ætlum sem sagt að skipuleggja útileguna þetta árið þannig að ég komist nú einu sinni og Dagný líka (alltaf haldið eftir að við erum farnar, wonder way?) Þið verðið svo bara að skipuleggja eitthvað annað eftir að við erum farnar.. En hvernig líst ykkur á?? Skellið endilega inn commentum svo ég viti nú að þið hafið lesið þetta (alltaf að kanna hver les síðuna okkar)..

Má nú ekki drepa ykkur lesendur með bullinu í mér...

Hrabban kveður úr landi stressaða fólksins...

Comments:
Jæja Hrabba mín.. er þá ekki bara málið að halda frænkupartý á klakanum í leiðin, eða er þetta alveg galin hugmynd...? Ég veit nú ekki betur en að þið Skúlasystur eigið að plana þetta árið... Það er meira að segja vígsla (Rebekka dettur inn) ég vil að hún verði vígð betur en ég og Hanna... við erum ekki per sáttar..! Ég held að það þurfi bara að setja hann Daði í nefndina.. =)
 
Engin spurning Joga min.. Vid reddum nu einu frænkupartyi.. Og Rebban hun verdur nu heldur betur tekin i gegn..
 
Líst vel á þessa hugmynd um fjölskylduútilegu í byrjun júlí og tek þessa helgi strax frá. Vonandi verður þetta ekki haldið á hverfispöbbnum því mér skilst á skrifum á þessari heimasíðu að allt snúist um hann hjá yngri systkinum þínum og það er eins og þau rati ekkert annað um helgar. kveðja Lóa frænka
 
Lóa mín ég skal lofa þér því að það verður farið langt frá Hverfis og þau þora nú ekki öðru en að hlýða mér.. Ég fór nú svo allt í einu að spá, er ekki helmingurinn af ættinni að skoða einhverja hrossatilla á einhverju hestamannamóti??
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?