fimmtudagur, mars 24, 2005

Smá fréttaskot..

Engin tími fyrir skrif en best að kasta inn nokkrum línum..

Tengdó komin í heimsókn og Dísin auðvitað í skýjunum að hafa ömmu og afa til að dekra við sig.. Fékk líka fullt af pökkum og ekki má gleyma páskaeggjunum.. Hún spyr á klukkutíma fresti hvenær hún megi borða þau.. Annars er hún öll að koma til í veikindunum og er von okkar að við komumst út fyrir hússins dyr á morgun.. Það væri allavega óskandi.. Viktor fór með foreldra sína í smá sætsýn í dag en vegna mikillar þoku sáu þau ekki neitt og komu því fljótt heim aftur.. Mjög vel heppnaður túr..

Já svo töpuðum við í gær, svo sem ekkert nýtt.. Byrjuðum hrikalega en náðum að komast yfir 20-19 en þá hrundi allt.. Nú er það bara leikurinn á móti Kolding 2.apríl....

En best að fara að hjálpa til.. Karlinn úti að grilla og allt að gerast.. Vorum að taka grillið út þannig að nú fara hlutirnir að gerast hérna í Århus...

Kveð í bili..
Hrabba

Comments:
Ég get staðfest það að fólk verður ekki fyrir vonbrigðum með skoðunarferð um Århus með Viktori, maðurinn er fæddur í þetta!!! Ef við lítum hér til hægri þá sjáum við.........

-d
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?