miðvikudagur, mars 09, 2005
Er ég eins og fólk er flest??
Já það hefur nú aldrei verið langt í barnið í mér en þessa dagana er ég alveg að tapa mér.. Eftir að hafa farið að renna í gær í næst stærstu brekkunni í Århus varð ég nú að prófa þá stærstu áður en snjórinn færi alveg (á að fara á morgun samkvæmt spánni).. Við erum að tala um að ég var búin á æfingu rúmlega 18 hljóp heim (heila 70 metra) og fékk Viktoríu og Viktor til að spretta út í bíl OG AF STAÐ... Keyrðum í korter til að ég "og Viktoría" gætum fengið að renna okkur nokkrar ferðir áður en það væri alveg orðið dimmt.. Og vá hvað þetta var gaman.. Eins og Viktor sagði: það er nú svo sem engin spurning hver skemmtir sér best.. En þetta var ekkert smá flottur staður þar sem við vorum að renna.. Allt morandi í hreindýrum í kringum okkur en þetta er svona lokaður garður með fullt af lausum dýrum.. Algjör snilld.. Ég er bara alltaf að uppgötva eitthvað nýtt hérna í SMILETS BY (eins og Århus er kallað).. Já ég er heldur betur að gera gott mót og brosi í hringi þessa dagana..
Svo voru okkur að berast þær gleðifréttir að við fáum heimsókn þann 1.apríl.. Já tveir mjóir síðhærðir menn á leiðinni til okkar, ekki mikið mál að reikna það út.. Þetta eru auðvitað Steini og Þorvaldur en þeir verða hjá okkur í nokkra daga og ná tveimur síðustu leikjunum... Það verður mikið fjör að fá þá hingað enda hressir strákar þar á ferð..
Jæja ætla að leggjast á koddann minn og kíkja aðeins á augnlokin..
Later
Hrabba
Svo voru okkur að berast þær gleðifréttir að við fáum heimsókn þann 1.apríl.. Já tveir mjóir síðhærðir menn á leiðinni til okkar, ekki mikið mál að reikna það út.. Þetta eru auðvitað Steini og Þorvaldur en þeir verða hjá okkur í nokkra daga og ná tveimur síðustu leikjunum... Það verður mikið fjör að fá þá hingað enda hressir strákar þar á ferð..
Jæja ætla að leggjast á koddann minn og kíkja aðeins á augnlokin..
Later
Hrabba