þriðjudagur, mars 22, 2005

Erum ennþá læst inni..

Já það er ekki mikið að gerast hérna hjá okkur. Feðginin enn veik og við bara að rotna hérna inni.. En það er eins gott að þau fari að hressast því að tengdó koma til okkar á morgun og verða alla páskana.. Það er nú ekki boðlegt að læsa gestina inni með okkur..

Á morgun eigum við svo leik við Horsens. Væri algjör snilld að vinna hann en svo er það leikurinn við Kolding þann 2.apríl sem mun skipta öllu máli.. Ef við vinnum þessa tvo leiki þá erum við nánast búnar að redda okkur frá falli..

Ég óska svo enn og aftur eftir smá hjálp frá elskulegum systrum mínum, sérstaklega þar sem ég hef ekkert til að skrifa um þessa dagana.. Hringdi heim í Austurbergið í gær og fékk þá að vita að Rebba væri nú bara alveg á útopnu í karlamálunum.. Daði bróðir bara farinn að kíkja á eldri kellur (sem er nú fínt á meðan það eru snillingar).. Já allt að gerast þarna heima.. Hanna skrifa takk...

Svona í lokin þá verð ég nú að koma með eina sjónvarpsþáttagetraun fyrir hana Eddu mína.. Verð nú að þóknast lesendum mínum..

"VIÐ VERÐUM BARA AÐ FÁ HALLA OG LADDA TIL AÐ GRÍNA Í ÞÆTTINUM...ERTU EITTHVAÐ RUGLAÐUR.. ÞEIR TAKA ÖRUGGLEGA 9 OG 5 GÆTI ÉG TRÚAÐ.. HELDURÐU AÐ ÞAÐ SÉ HÆGT AÐ FÁ HALLA EINAN FYRIR 5.."

Úr hvaða þætti er þetta?

P.S Ef þú heitir Páll og býrð í Lautarsmáranum þá máttu ekki svara þessari getraun..

Later
Hrabba

Comments:
Er þetta ekki snilldarþátturinn Limbó....

Kv.
Stebbi Sillu
 
Þetta er alveg pottþétt Limbó - og ég myndi setja Jón Steinar og Heibba á bannlista líka ef það verða fleiri línur úr þessum þáttum:-). Hafið það gott um páskana með gestunum og vonandi fer liðið að hressast (Hrabba, ertu með einhverja aumingja í liðinu hjá þér - kemur ein MJÖG auðveld getraun á móti; hvaðan kemur þessi: "Ég vil enga aumingja í mitt lið"!!!.....)
 
Til hamingju með þetta Stebbi. Auðvitað er þetta úr Limbó, tíndasta sjónvarpsþætti íslensku þjóðarinnar. Þjóðin fattaði reyndar ekki Limbó, þó voru nokkrir sem létu sér ekki segjast að þetta væri ekki findið og sáu Limbó aftur og aftur á videoinu þangað til að þetta varð findið. Erna þakka þér fyrir páskakveðjurnar. Svarið við þinni getraun. Þetta er hinn metnaðarfulli botsía þjálfari úr Fóstbræðrum. Kveðja Viktor Hólm
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?