þriðjudagur, mars 08, 2005

Lífið er yndislegt.....

Já aldeilis komið að því að lánið færi að leika við okkur.. Þessi vika ætlar að verða æðisleg.. Byrjaði á því að við fengum mail frá SU stjórninni og Viktor fær þrátt fyrir allt SU og alveg frá 1.jan þannig að við eigum von á ágætis summu inn á reikninginn okkar.. JÍBBÍ... Þetta er auðvitað búið að vera ótrúlega erfitt ferli og við búin að fá neitun í tvígang en sem betur fer gekk þetta upp... Gerir þetta líka mikið auðveldara fyrir mig, nú þarf ég ekki að taka aukavaktir úti á horni á kvöldin ;-)..

Í gær og í dag er svo búið að vera geggjað veður.. Ennþá snjór, sól og um 9° hiti.. Æðislegt og þar sem ég var búin í vinnunni rúmlega 12 í dag þá dreif ég mig að ná í Viktoríu sem nældi sér í eitt stykki glóðurauga í dag.. Við tvær og Mötturnar tvær fórum svo með tvo þoturassa, fundum næst stærstu brekkuna í Århus (nálægt okkur) og renndum okkur eins og í gamla daga (nema kannski Vikoría).. Vá hvað það er gaman að verða 5 ára svona einn dag.. Fórum svo í Byggelegepladsen sem ég hef aldrei vitað um en er í 15 mín göngufæri frá okkur.. Þar eru fullt af fínum leiktækjum og svo einhver dýr sem Viktoríu fannst auðvitað æðislegt..

En svona aðeins að glóðurauganu þá rak Dísin sig utan í einhvern trékant í leikskólanum í dag og meiddi sig töluvert en vandamálið var bara að hún gat ekki látið of mikið á þessu bera þar sem hún var með fullan munninn af stolinni bollu, en hún og einhverjir tveir strákar höfðu stolist inn í eldhús og nælt sér í bollur í leyfisleysi.. Þarna þekki ég hana... Hún er auðvitað bara snillingur.. Svo þegar pabbi hennar kom heim og spurði hana hvað hefði gerst þá sagði hún bara; pabbi þú ættir að sjá hinn gaurinn...... (Fékk reyndar verðlaun fyrir að segja þetta og skyldi ekkert í hvað þetta þýddi).. En fyndið samt...

Var að setja inn myndir frá þessum frábæra degi.. Kíkið endilega hér... Og takk fyrir að vera svona dugleg að commenta, voru bara 5 ný áðan.. Gaman gaman.. Fólk er greinilegaq hrifið af Dallasdressum okkar hjóna... OMG...

Kveðja
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?