fimmtudagur, mars 31, 2005

Gamla settið á leiðinni...

Þá er þessum tveimur yndislegu vikum að ljúka.. mamma og pabbi koma heim klukkan 11 í kvöld... í leigubíl!! Sem mér finnst mjög sorglegt, þau vilj ekki láta ná í sig svo við bíðum þeirra spennt heima!!
í dag verður þrifið og þrifið og meira þrifið,, ég sem húsbóndinn á heimili skipti niður verkum! En nóg af þessu og yfir í seinustu helgi...
Hún var smá skrautleg, ekki hjá mér samt... Enda sagði mamma eitt sinn við mig að ég væri eina barnið sem kynni að fara með áfengi,,, sjaldan verið jafn stolt!
Rebekka fór sína fyrstu ferð á Hverfisbarinn,, það er mjög eðlilegt!!
Jóhanna fór gjörsamlega með það.. segi ekki meir!!
Daði rataði ekki heim eftir að hann steig úr leigubílnum.. þegar Rebekka kom heim fann hún hann á róluvellinum fyrir utan húsið... Daða til mikillar lukku!!!
Jæja frönskutíminn er að byrja...
Hanna kveður
P.S. Tók hina færsluna mína út til þess að gamla settið fá ekki slag í kvöld!!
Er nebbla viss um að þetta sé það fyrsta sem þau gera á klakanum...

Comments:
Já þetta er allt saman mjög eðlilegt... mjö skemmtilegt sunnudagskvöld. Fínt að halda þessu bara svona =)
 
já ég verð nú að viðurkenna að ég fékk nett sjokk við að hitta yngsta Skúlabarnið á Hvebbanum en held að ég hafi nú haft gaman að því samt ;)
p.s. Hrabba mig var sem sagt ekki að dreyma þetta...hehehe

eibba
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?