miðvikudagur, mars 09, 2005

MAÐUR/KONA VIKUNNAR ER HÚN MATTAN OKKAR...

Já Matta er merkiskona.. Var með mér í Kennó og hreinlega kom mér í gegnum þennan skóla.. Ég var að deyja úr leiðindum á tímabili og vildi helst bara hætta þegar Matta bjargvættur lét á sér kveða.. Hún er hinn mesti snillingur enda orðin fósturdóttir okkar hjóna og við myndum hreinlega ættleiða hana ef hún væri ekki orðin svona "gömul"... Hún spilar við mig endalaust, og ekki finnst mér það leiðinlegt.. Það er rosa spilakeppni í gangi og erum við hnífjafnar eins og staðan er í dag, 8-8.. Hér fáið þið snillingin:
Nafn: Matthea Sigurðar/Viktorsdóttir

Staða: 1-0

Áhugamál: Skólinn minn...svo finnst mér líka gaman að spila, hlæja og skemmta mér

Kostir: Ég fer í ljós þrisvar í viku, og mæti reglulega í líkamsrækt...

Gallar: Kann illa að raða hnífapörum í uppþvottavélar, svo er ég líka svo óheppilega rafmögnuð að ég fæ 100w straum bara við það að koma við bílhurðir

Skondið atvik: Þegar ég ætlaði að ganga í augun á nýjum vinnufélaga og keyra hann heim eftir vinnu, opnaði bílinn en þegar ég ætlaði að starta bílnum fann ég ekki bíllykilinn á kippunni. Ég vissi að ég hafði notað lykilinn til að opna bílinn svo þetta var mjög dularfullt. Allir hinir lyklarnir voru á kippunni. Ég tók bílinn úr gír og ýtti honum af stæðinu og skreið svo um í leit að lyklinum. Þegar það var orðið ljóst að ég myndi ekki finna hann, hringdi ég heim og lét senda aukalykilinn til mín með leigubíl, sá lykill hvarf tvisvar sinnum á ferlinu en skilaði sér að lokum... það leið langur tími þar til vinnufélaginn bað um far eftir þetta.
Upprunalegi lykillinn fannst nokkrum vikum síðar, uppá rönd við gírstöngina..ég var skohhh búin að leita að honum þar.

Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra? Klukkutímum saman... (svona á milli þess sem ég íhuga að mæta í skólann)

Þú færð 2 milljónir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú? Ég myndi eyða því umboðslaun fyrir Einar Bárða, fá hann til að koma Rokklingunum aftur á kortið...vantar gott Rokklinga come back...Diljá fengi þá aftur tækifæri til að meikaða!

Hvernig pikkaðir þú upp maka (ef maka átt)? Hann hefur hvorki verið pikkaður né pillaður

Mesta gleðistundin í lífinu? Þegar ég frétti að ég ætti að vera “maður vikunnar” á heimasíðu Skúladætra

Uppáhalds málsháttur eða orðatiltæki? Sælir eru einfaldir


Hvað dettur þér fyrst í hug:

Hrabba: “Mamma...ég er búúúiiin....” neee þó að ég sé fósturdóttir hennar er ég farin að skeina mig sjálf (alveg satt). Mér dettur í hug: hrossahlátur, spil, Viktor, snúðar, handbolti, vinskapur og lagið “Án þín” með Sverri Bergmann (sungið mjög hátt).

Dagný: Bílferðin til Billund, gæsun, handbolti, spil

Drífa: Hverfisbarinn, gæsun, djamm...rosalega var ég svekkt þegar ég komst að því að þú flyttir ekki til Árósa, Drífan mín

Hanna Lóa: Gæsun, brúðkaupIÐ í sumar, Hverfisbarinn, hress og kát

Eitthvað að lokum??? Ég er bara venjulegur maður. Yfirleitt sæll og glaður. En í morgun var mér nóg boðið þegar ég fékk ekki morgunblaðið fyrr en klukkan var orðin níu og krakkaandskotinn sem ber út blöðin, hann má nú fara að passa sig. Því í fyrramálið mun ég lemjann!

Svona í lokin þá vil ég benda á að Matta er að leita af þeim eina rétta... Þið finnið ekki meiri snilling en hana strákar....

Comments:
Þessi Matta hljómar vel...

...hef áhuga á henni.
 
fólk sem talar um mig á bloggi, hvað þá annara manna bloggi, fær alltaf sérstakan stað í mínu hjarta, þótt þinn staður Matta mín þurfi örlítið meira pláss en hinna ;) wonder why? :P
 
Æ takk elskurnar...Þá er það ákveðið. Matta giftist hommanum sínum, vinkonu og frænku við höfnina í Árhúsum á laugardaginn kl. 14...segið svo að það borgi sig ekki að auglýsa eftir "hinum eina rétta" á netinu!!!
Matta
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?