þriðjudagur, mars 29, 2005

Skatturinn í Danmörku vs. skatturinn á Íslandi...

Ég elska skattinn í danmörku.. Skattstjórinn í Danmörku er að gera gott mót.. Á hverju ári gefur hann mér peninga og nú gaf hann mér heilar 90 þús krónur og hef ég ekki hugmynd út af hverju.. Bjóst ekki við neinu.. En ég hef alltaf fengið eitthvað en aldrei svona mikið.. Já það er sko alltaf hægt að nota smá aukapening.. Þetta er nú annað en skattstjórinn heima, hann er nú bara alltaf með eitthvað stanslaust grín í okkur.. Aðeins að rifja upp: Hann sendi okkur nú reikning upp á rúmar 3 milljónir fyrir nokkrum mánuðum síðan.. Smá grín í þeim eða mistök sem kostuðu mig næstum lífið.. Var hársbreidd frá því að fá hjartaáfall.. Nú er sem sagt komin önnur ástæða (enn ein) fyrir því að flytja ekki heim.. Skattstjórinn, íbúðaverð, handboltinn og þurfa að vinna 70 klst á viku, jú jú lífsgæðakapphlaupið, maður þarf nú að vera með í því..

Tengdó fóru í gær eftir 5 daga heimsókn yfir páskana.. Það var alveg æðislegt að hafa þau og jesús minn hvað við borðuðm mikið.. Komumst varla út úr húsi við vorum svo afvelta.. Svo þegar þau kíktu aðeins út þá lagði ég mig.. Já já hámark letinnar..

Ég verð nú að þakka Hönnu fyrir góðan pistil hérna um daginn.. Enda komin tími til.. Hún má ekkert vera að því að skrifa núna því hún er svo upptekin við að sleikja upp nágrannana.. Baka smákökur og búa til konfekt til að færa þeim.. En þeir fara nú örugglega að róast og þá aldrei að vita nema hún skelli inn einum pistli.. Ég og fleiri söknum hinna systranna.. Þið megið alveg fara að láta heyra í ykkur..

Kveð í bili..
Hrabba

P.S Reyni að henda inn getraun í kvöld..

Comments:
Já skatturinn, ég var einmitt komin hálfa leið í verslunarferð þegar við áttuðum okkur á að það gleymdist að fylla inn í einn reit á sýrslunni minni og þegar það var leiðrétt þá fór sú ferð til ands... Í stað þess að fá rúmar 100.000 til baka þá á ég að borga rúmar 7.000- ARRGGGG!!!

Kveðja Ragga Ásgeirs
 
Ragga mín bara flytja til Danmerkur og þú ferð í verslunarferð á hverju ári...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?