miðvikudagur, apríl 30, 2008

Keyrt á hund drottningarinnar..

Já það eru aldeilis fréttir héðan frá Danaveldi en mun merkilegri fréttir eru þær að þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er keyrt á hundinn hennar.. Nei nei þetta er í 3 skiptið sem það er keyrt á hundin/ana hennar.. Ætli hún hafi aldrei spurt sjálfa sig hvort að hún ætti bara yfir höfuð að eiga hund?? Og ekki nóg með það að þá stakk fyrsti hundurinn hennar af og kom aldrei aftur.. Hundurinn sem keyrt var á í gær er í mjög krítísku ástandi og ef hann lifir ekki af þá er þetta fjórði hundurinn sem hún missir... 3 af slysförum og einn sem stakk af.. Hundar nenna greinilega ekki að lifa neinu kóngalífi eða þá er hún bara svona rosalega leiðinleg og þeir hlaupa kannski bara viljandi fyrir bíl..

Allir annars í stuði.. Frí á morgun og föstudaginn í skólanum og vinnunni hjá Viktori.. Afmæli á morgun hjá Telmu sem þýðir hlaðborð hjá Hönnu Dóru nammi namm.. Og Viktor er að fara að töfra fyrir börnin og mun að sjálfsögðu slá í gegn..

Er dottinn í imbann.. Kiel - Nordhorn.. Nordhorn verður að vinna svo Flensborg geti orðið meistarar..

Hrabba

mánudagur, apríl 21, 2008

Sólin er komin og bekkurinn komin í notkun..

Já tími Hrafnhildar er heldur betur komin.. Búið að vera geðveikt veður síðan á föstudaginn og er spáð áfram..

Daddi, Tinna og Emelía gistu hjá okkur alla helgina.. Alltaf jafn gaman að fá þau.. Daddi fór niður á hné og Tinna sagði já.. Hef séð það rómantískara þar sem Daddi gleymdi að biðja hennar þannig að þetta gilti ekki :-( Og Viktor meira að segja búin að semja texta og allt til að syngja í brúðkaupinu þeirra..

Er búin að vera rosalega dugleg að æfa undanfarið, fer í ræktina 6 sinnum í viku. Hljóp í gær til Hinnerup sem eru alveg 7 km (mikið fyrir mig).. Fór í morgun að lyfta og svo á æfingu áðan með Århus og spilaði svo æfingaleik á eftir með enska landsliðinu.. Það er mjög spes.. 3 í liðinu sem eru bara búnar að æfa í tæpa 4 mánuði.. Standa sig samt mjög vel miðað við það, sérstaklega markmaðurinn..

Förum svo til Köben á fimmtudaginn þar sem við munum hitta mömmu sem er í vinnuferð með Lóu frænku, Siggu frænku og Stínu stuðbolta.. Það verður æði að hitta þær og jafnvel að ég skelli mér á ball með þeim..

Já heldur betur mikið að gerast í lífi Hrafnhildar þessa daganna..

Bestu kveðjur úr sólinni

sunnudagur, apríl 06, 2008

Hvenær hættir þetta????

Úff greyið Viktor minn.. Það sem hann hefur ekki þurft að þola síðustu ár í hjónabandinu.. Ég hef misst þrisvar af flugi, gleymt tónleikamiðum á Robbie tónleika sem fattaðist fyrst eftir rúmlega 100km akstur þannig að það var mjög hressandi að þurfa að snúa við og sækja miðana.. Í gær tókst mér þetta enn og aftur, jújú.. Vorum að fara í silfurbrúðkaup til nágrannanna sem var haldið hérna rétt fyrir utan Århus.. En fyrst þurftum við að fara með stelpurnar í pössun til Ella og Erlu sem búa alveg í hinum enda bæjarins þannig að við erum að tala um lengra en Hafnarfjörður-Mosó.. Síðasta sem hann segir við mig áður en hann fer út úr dyrunum með Alexöndru; þú mannst svo eftir að taka skiptitöskuna.. Ég labba út í bíl 30 sekúndum seinna.. Svo þegar við komum til Ella og Erlu rúmum 20 mín seinna þá uppgötvast að sjálfsögðu að skiptitaskan er ekki með og rúmur hálftími í veislustart og við skulum alveg hafa það á hreinu að hérna mætir engin of seint.. Viktor greyið þurfti sem sagt að taka auka 40 mínútna rúnt til að ná í þessa blessuðu tösku (það eina sem mátti ekki gleymast).. Við mættum svo auðvitað of seint en sem betur fer ekki meira en 20 mínútum (ég var alveg búin að sjá það verra).. En samt við erum að tala um að þegar maður mætir svona síðastur hérna þá þarf maður að labba allan hringinn og heilsa öllum sem koma á undan okkur (sem voru allir).. Frekar pínlegt þar sem fólk sest ekki fyrr en allir eru komnir.. Þannig að ég mætti heldur betur með skottið á milli lappanna.. Og Viktor svona líka hress með Hröbbuna sína.. Segir bara alltaf: hvenær hættir þetta? Já ég er sko vel gift.. Vá hvað ég gæti ekki haft svona mikla þolinmæði ef þetta væri öfugt hahaha.. Ég sagði líka við hann að það er sko pottþétt að við eigum eftir að eiga silfurbrúðkaup fyrst hann er ekki búin að yfirgefa mig núna.. Já hann fékk nú líka mesta hrós sem ég hef gefið þegar ég sagði við hann að ég væri betur gift en hann haha..

En silfurbrúðkaupið var upplifun. Geðveikur matur og bara rosa gaman.. Ótrúlega sorglegt að við Íslendingar skulum ekki gera neitt úr þessum merkilega degi og sérstaklega núna þar sem að fleiri skilja en halda út.. Það verður sko annað brúðkaup hjá okkur.. Og við erum að tala um að herlegheitin byrjuðu á miðvikudaginn þar sem yfir 60 manns voru mætt fyrir utan hjá þeim klukkan 7 um morguninn (og já líka ég og Vikka) ásamt lúðrasveit til að syngja fyrir þau.. Svo var opið hús hjá þeim allan daginn.. Svo var veislan í gær og þar var 3ja rétta máltíð ásamt brúðartertu og auðvitað nætursnarli.. Það var sem sagt étið stanslaust í 7 klukkutíma.. Já Daninn kann þetta..

Annars er Hrabban bara enn gift og hress og kveður í bili ;-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?