sunnudagur, maí 27, 2007

Pollróleg ennþá..

Ótrúlegt að ég sé búin að vera á klakanum í þrjár vikur og er bara hin rólegasta.. Hef yfirleitt fengið nóg af stressinu og látunum eftir 10 daga.. Kannski er ástæðan mikil þreyta og mikill svefn upp á síðkastið.. Geri lítið annað en leggja mig á daginn og hef nú ekki afrekað margar bæjarferðirnar.. En mér líður vel og það er nú fyrir öllu..

Aðeins 6 dagar í heimför og verður nú fínt að komast í faðm Vikkans og rífa hann upp af hnjánum en hann hefur lítið annað gert en að liggja á hnjánum út í garði og gramsa í beðunum.. Hann er að reyna að halda í við alla grannana sem gera lítið annað en dunda í garðinum.. Eins gott að það verði nú fallegt í kringum mig þegar ég mæti á sólbekkinn, haha....

Tinna vildi endilega að ég kæmi því að hvernig litla músin mín brást við bumbufréttunum og að hún væri að verða stóra systir en mín var nú aldeilis kát með þetta og brosti auðvitað í hringi og kastaði sér í fangið á mér en svo var það fyrsta sem hún sagði: "Gerðuð þið það í gær"??? Þið getið rétt ímyndað ykkur hvert hakan á okkur fór en Viktor náði nú að spyrja: "gerðum við hvað í gær"??? Viktoría: "Nú, búa til barnið"????
Já kynfræðslan hjá múttunni ekkert að klikka neitt eftir að hún kom með bókina í vetur, hvernig börnin verða til....

Kannski að maður drífi sig í háttinn svo að ég þurfi ekki að leggja mig tvisvar á morgun..

Hrabba

miðvikudagur, maí 09, 2007

Mætt á klakann..

Viktoría byrjuð í Breiðholtsskóla og auðvitað mjög sátt með það.. Ég var svo heppin að fá afleysingastöðu á meðan ég er hérna.. Kenni 7.bekk í Breiðholtsskóla og er með 19 tíma á viku sem er bara mjög fínt.. Þetta gat ekki farið betur..

Svo er ég auðvitað byrjuð að bjóða mér í mat alls staðar og gengur það eins og í sögu.. Fór til Ingu Fríðu í gær og hélt ég hefði borðað fyrir vikuna en nei aldeilis ekki því ég var mætt til Júlla og Moniku í kvöld í enn einn frábæra grillmatinn.. Ég lifi bara drottningarlífi þessa dagana.. Takk kærlega fyrir mig elskurnar.. Við erum að tala um að Júlli fór heim í hádeginu í dag til að marínera kjúklingabringurnar og svo var búin til töfrasósa með, má ekki gefa upp neina upprskrift en ég átti líka að taka það fram að borið var fram bæði þurrsalat og blautsalat (hrásalat).

Já svo er það nú annars helst í fréttum hérna megin að ég er bara farin að safna bumbu þannig að það verður engin bolti fyrr en eftir jól... Reiknað er með að Gyða Sól fari í "aðgerðina" 17 nóv þannig að maður ætti nú að vera klár fyrir landsmót..

Hvíldin kallar
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?