föstudagur, ágúst 20, 2004

Autobahninn hvað!!!!

Kellan er víst ekki að gera nógu gott mót á Autobahnanum.....je dúdda mía, nota bene er búið að mynda mig 2 á of miklum hraða síðan ég byrjaði að æfa með Weibern og allt í allt 3 svo kellan bíður bara eftir að maður verður sviftur...usssss! Mín var annarst á leiðinni heim af æfingu í gær ásamt Kissi vinkonu minni, en við förum alltaf saman á æfingu (1.15 klst önnur leið) haldiði ekki að við verðum bensínlausar, jesús minn. Við náðum sem betur fer að koma okkur af hraðbrautinni en svo stuttu seinna erum við bara strand. Við ljóskurnar tvær förum út úr bílnum og veifum eftir hjálp, hún var nota bene á náttbuxunum! jú jú ekki lengi að bíða eftir henni, sköllóttur poppari um fimmtugt bíðst til að skutla bara annari okkar að næstu bensínstöð, við vorum fyrst eitthvað efinst en svo hoppaði mín bara upp í og það eina sem hann sagði við mig alla leiðina var að ég þyrfti sko ekki að vera hrædd, hann myndi sko ekkert gera, vildi bara hjálpa til. Jæja kellan slapp án nauðgunar á næstu bensínstöð og fyllir einn brúsa og rölti svo til baka, ca 400 metrar. Nei nei viti menn á leiðinni koma 3 tyrkir og bjóðast til að taka mig upp í, þeir sögðust hafa hitt Kissi vinkonu og fengið að vita alla söguna. Kellan sest upp í hjá þessum "meiriháttar" tyrkjum og kemst að bílnum ósködduð. Meiri helv....vitleysa. En þetta bjargaðist allt að lokum, tók reyndar smá tíma fyrir okkur að losna við þessa tyrki en þeir erum bara krípí!
Annars var gærdagurinn bara mjög fínn, fór á morgun æfingu og svo fórum við Kissi, Jóna Margrét og Solla til Koblenz og litum aðeins í búðir, náður að sjálfsögðu að versla okkur eitthvað.
Framundan er æfingamót í Weibern um helgina, meira um það síðar.
Dagga Schumí kveður að sinni.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?