mánudagur, ágúst 16, 2004

Æfingarbúðir að baki....

Allt það fína að frétta af sveita-skvísunni. Kom heim í gær úr æfingarbúðum, frekar erfitt en bara gaman að því, við þurfum að koma okkur í almennilegt form áður en þetta tímabil byrjar, en það byrjar fyrstu helgina í September og á móti meisturunum í Frankfurt Oder. Annars var frí hjá mér og karlinum í dag....svo við skoðuðum okkur um í bæ sem heitir Marburg......lítið að gerast á þeim bænum....skítabær! Svo við komum okkur bara heim og duttum inn í sjónvarpið.
Lítið að frétta svo ég ætla ekki að vera að byrja á einhverju bulli. Vildi bara koma með eina ósk til Hröbbu..... þar sem ég á að baka einhverja köku fyrir næstu helgi þá var ég að pæla í hvort þú getir ekki sett eitthvað kökuhorn inn á síðuna, veit að Jónu Margréti veitti ekki síður á hjálp að halda. Hey svo vil ég koma þökkum til Evu Halldórs fyrir ábendingar á heimasíðu fyrir tónleika....fullt í boði. Nú þarf bara að fara að velja. Sting......hummmmmmmm alltaf jafn sexy ( þar að auki á topp 5 listanum mínum), Lionel Ritche......jú kellan er farin að fíla mottu eftir alla dvölina í Deutschlandinu og svo er Madonna í London og nágrenni.
Jæja þetta er nóg í bili, vildi bara kvitta fyrir mig
Dagný

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?