miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Innbrotafaraldur í Århus - loka gluggunum..

Kellan að fara úr límingunum því Viktor er svo stressaður. Get varla sofnað á kvöldin og íhuga að sofa með baseballkylfu undir sænginni.. Það má ekki heyrast neitt hljóð í íbúðinni þá sendi ég Viktor í leiðangur. Frekar pirraður á mér en honum var nær að stressa mig svona með þessu..
Afmælisboðið gekk rosa vel, sátum úti í garði til klukkan 22 í góða veðrinu.. Kostaði nokkur bit en það var nú komin tími til, var farin að sakna kláðans.. Stelpurnar voru voða ánægðar með kökurnar mínar og heiti brauðrétturinn sló í gegn. Danir hafa aldrei heyrt um heitan brauðrétt.
Ég var svo í fríi í allan dag og ákvað að skella mér út á sólbekk (SURPRICE) . Sofnaði á maganum í rúma tvo tíma og uppskar bruna á bakinu og svaðalegar rákir á hálsinum. Vissi ekki að ég væri svona krumpuð þegar ég svæfi.. Stelpunum fannst þetta allavega rosalega fyndið á æfingu áðan.. Alltaf gaman að geta skemmt öðrum..
Ég kom svo gríðarlega sterk inn hjá hinum helmingnum í gær. Gaf honum DVD með David Blaine (töfrakarlinum).. Algjör snilld að horfa á þetta. Þetta er gæinn sem frysti sig inn í ísklump í 48 tíma og var í pínku litlu búri í London í 42 daga einungis með vatn.. Ég mæli með þessari afþreyingu, þ.e.a.s að horfa á DVD með töfrabrögðunum hans.
Kveð að sinni
Hrabba

Comments:
Hjúkkett að þú tókst það fram að maður ætti bara að horfa á DVD-ið! Ég var byrjuð að frysta mig í ísklumpi þegar ég tók eftir að þú værir að meina að maður ætti bara að horfa. Og bara svo að þú vitir það þá er það ekki skemmtileg afþreying að vera frosinn í ísklumpi! Já kona góð, þú verður að passa orðalagið!!!
Kv. Bjarney (sem er með kul á tánum..!) ;o)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?