fimmtudagur, september 23, 2004

Afmeyjuð inn í úllabloggið!!!

Góðan daginn góðir hálsar!
Hér með boða ég komu mína á þetta blog. Hrabba bað mig að slást í lið þar sem þær hafa ekki undan að skrifa, því eins og sjá má á teljaranum fjölgar gestum ört, vitum samt afhverju það er (Hr.Skúli)! Þar sem þetta er úllablog minna systra sem allar eru úti hlýt ég sjálf að vera úlli.. eða það var allavena niðurstaða okkar Hröbbu. Ég hef alltaf verið talin afbrigðilegust af okkur og af því tilefni ætla ég að halda hefð minni og gera ekki eins og þær stöllur mínar, skrifa um handboltaúrslit eða heiminn í kringum það,,,, nei því ég ætla að sjá um regluleg skrif á mínum frægu pólitísku pistlum og skoðanir á heimsmálum líðandi stunda!!!! vá hvað fólk hlýtur að vera spennt, finn fyrir góðum straumum sem tákna ánægju í minn garð!! =)
jæja þetta er ágætisbyrjun, er farin að pakka fyrir bústaðarnótt með bekknum á morgun! já og vitiði systur ég er á leið í karokí-kvöld með vinunum á laugardaginn, djöfull mun ég standa mig.. Hrabba sá myndir af þér í þessu, boðar ekki gott!
En núna getur big syst glaðst, fyrsta bloggið í höfn!
Kærlig hilsen - Hæja pæja


Comments:
Velkomin á bloggið syst, það var tími til komin. Nú er bara að bretta upp ermar og halda áfram skrifum......samt ekki hafa þetta of pólí.....þá skil ég nefnilega ekki upp né niður!
Go girl!
Daggan.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?