þriðjudagur, september 21, 2004

Crazy......

Jæja þá er maður komin til baka frá Dríbbu, mín hafði það bara fínt hjá syst. Það var fínt að geta séð einn leik með henni og getað tekið eitt tjútt með atvinnu djammaranum, skemmtum okkur alveg askoti vel. Dríbba tók meira segja Hverfis-taktana á þetta og fékk hún að heyra það að hún væri "svolítið" to Crazy! Þetta er að sjálfsögðu bara heiður fyrir hana að heyra. En eins og Dríbba sagði þá héldum við alveg út til hálf sjö svo takmarkinu var náð þetta kvöldið:)

En vindum okkur í bílamálin hjá mér.... Jesús minn, þetta fer að verða fastur liður hjá mér í skrifunum.....en allavega þá er kellan komin á brend new Wolfswagen Golf og verð ég á honum þangað til Seatinn er kominn úr viðgerð, en bölvuð kerlingin ( Frau Nagelschmitt....úffff nöfnin gerast ekki mikið ljótari hér í Germany) í Seat umboðinu vill að ég fái ógeðis bílinn Seat Condoba í þriðja sinn til baka..... við erum að tala um það að ég legg bölvun á þennan bíl. En mín var ekkert smá flott á Gólfinum í gær á leiðinni heim af æfingu, setti met og allt saman 1,02 klst ...........ussssss! Átti best 1,06 svo þar hafið þið það kæru lesendur!

Annars er bara mest lítið að frétta, ég mun að öllum líkindum flytja í Villuna um mánaðarmótin og svo erum við á fullu að skoða íbúðir/hús fyrir Gunnar Berg í Kronau, gengur ekkert allt of vel, annað hvort er eitthvað hefí hús á þremur hæðum í boði með garði og alles eða lítil kjallara íbúð, það er víst enginn millivegur á þessu. En við höfum aðeins viku til stefnu svo það er bara spurning um að henda sér á annað hvort.

Jæja ég læt þetta gott heita í bili.
Dagfríður......hvað er það!


Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?