föstudagur, september 10, 2004

Kellan á leið í "fjarbúð"

Jæja nú eru heldur betur fréttirnar, búið að selja karlinn minn til Kronau Östringen svo kellan er bara á fullu í því að pakka niður. Kronau er alveg 230 km frá Weibern svo ég er búin að ræða við félagið mitt og eru þeir að reyna að finna íbúð handa skvísunni, svo þetta verður frekar einkennilegur vetur hjá okkur Gunnsa mínum.....þetta verður bara svona "fjarbúð" eða hvað þetta er kallað í dag, maður er víst alltaf að prufa eitthvað nýtt. En þetta verður ekkert alslæmt, maður verður að líta á björtu hliðarna.... ekki nema 2 tímar á milli okkar svo við höfum Sunnudaga og Mánudaga saman......ha le lúja!
Annars mest lítið að frétta nema við Weibern-ingar eigum útileik á morgun við Oldenburg, erfitt verkefni þar framundan.
Þangað til næst Daggan!

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?