mánudagur, september 06, 2004

Mublan stóð fyrir sínu...

Já það er óhætt að segja að Drífa hafi staðið fyrir sínu um helgina.. Við kíktum heim til Gitte (vinkonu Drífu sem er að spila með mér) á laugardagskvöldið og drógum Stulla, Matthildi og Möttu með okkur.. Sátum hjá henni til klukkan 2 og þá keyrðum við niður í bæ en þar sem ég átti að spila æfingarleik á sunnudeginum þá var ekki mjög æskilegt að vera í bænum eftir klukkan tvö. Stulli tók það að sér að fara með stelpurnar í bæinn og viti menn Drífa kom heim 5.30.. Verð að segja ótrúlegur árangur miðað við að þekkja engan. Þetta geta bara alvöru mublur.. Ég spilaði svo æfingarleik við stjörnuliðið Ålaborg og vorum við frekar daprar í þessum leik og töpuðum.. Það bar þó helst til tíðinda að mamma, Drífa, Rebekka og Viktoría ætluðu að koma að horfa á og var ég búin að prenta út nákvæman leiðarvísi ásamt því að gefa mjög góðar lýsingar. Aðalmálið var bara að þegar þær færu út á hraðbraut þá þyrftu þær að passa upp á að keyra í átt að Ålaborg en EKKI KOLDING. En hvað haldið þið, auðvitað æða þær í átt að Kolding og voru komnar til Vejle þegar þær föttuðu að þær væru á vitlausri leið. Þá voru þær bara búnar að keyra framhjá svona 10 Koldingskiltum.. Þetta á ekki að vera hægt.. Viktoría var sú eina sem áttaði sig á hlutunum og spurði látlaust hvert þær væru eiginlega að fara... Hún var svo á endanum bara mjög sátt því að hún fékk ís í staðin fyrir að horfa á einhvern handboltaleik..
Það er sem sagt hægt að villast í lille Danmark.
Kveð í bili..
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?