þriðjudagur, september 28, 2004

Orðtök dauðans....

Ótrúlegt en satt þá eru fleiri en bara systur mínar sem eiga það til að segja eitthvað vitlaust og er besta dæmið leikmaður sem reyndar hefur lagt skóna á hilluna.. Ég var að rifja upp nokkra góða um dagin og verð ég bara að birta þetta á síðunni okkar.. Þessi snillingur er heimsmeistari í að blanda saman eða breyta aðeins orðtökum og hefur hún búið til nokkur mjög góð..

"Slá tvær flugur í sama höfuðið"

"Mála úlfalda á vegginn"

"Það er bara eins og belju sé veifað" (Sjáiði þetta fyrir ykkur??)

"Grasið er ekkert grárra hinum megin"

"Þetta er bara svona týpískt hundur - hundur dæmi"

"Engin kettlingatök"

Margir þekkja snillingin og ef þið munið eftir einhverjum fleirum þá megið þið endilega senda á mig.. Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið..

Svo bíð ég spennt eftir næstu skrifum Döggunnar.. Það verður samt erfitt að toppa Drífu..

Kveð að sinni
Hrabba

Comments:
Hér eru nokkur comment, Hrabba, sem ýmsir hafa látið fjúka. JK

Úr minningargreinum,,,

"Hann giftist eftirlifandi eiginkonu sinni og átu þau tvö börn".
"Gönguferðin þeirra varð styttri en menn vonuðu. Banvænn sjúkdómur beið hennar bak við stein og sló hana fljótt til jarðar".
"Hún hafði það sterka skapgerð að smá rigningarsuddi setti hana ekki úrjafnvægi".
"Hann var sannur Íslendingur og dó á 17. júní".
"Þrátt fyrir góða greind gekk hún aldrei í kvenfélag".
"Það er löngu vitað mál að bestu og skemmtilegustu vinina eignast maðurí lúðrasveitum".
"Hann skrapp úr vinnunni til að fara í þrekpróf hjá Hjartavernd, en komþaðan liðið lík".
"Ég bið þann sem lífið gaf að hugga, styrkja og bæta aðstaðdendum skaðann".
"Tók hann fráfall konu sinnar mjög nærri sér vegna barnanna".
"þar voru m.a. María Rögnvaldsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir frá Folafæti. Enda þótt María væri þá hálfslæm í fæti lék hún við hvern sinni fingur".
"Helga lést þennan dag kl 16. Helga hafði ætlað að eyða deginum í annað".
"Í dag kveðjum við kæran samstarfsmann og félaga. Hann tók sér tveggjadaga frí til að kveðja þennan heim".
"Og má segja að hún setti ekki svo skál af tvíbökum á borð að ekki stafaðiaf því mýkt og listfengi".
"Orð þessi eru skrifuð til að bera Sveini (líkinu) kveðju og þakkir frá tengdafólki hans og ekki síður frá tengdamóður hans þótt nú nálgist 20.árið frá fráfalli hennar".
"Hún bjó manni sínum gott heimili og ól honum 9 hraust börn, þar af tvö ásjómannadaginn".
"Ágústa giftist ekki og eignaðist ekki börn í venjulegum skilningi þessorðs".
"Á þessum fjölbreyta lífstíl sínum kynntist Guðjón mörgum mönnum af ýmsum þjóðernum, þ.á.m. Indjánum og Kínverjum. Hann lærði tungumál þeirra að minna eða meira leyti, einkum ensku og norðurlandamálin".
****************************************************************************************************** Úr læknarskýrslum ...

"Sjúkl. er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert."
"Við rectal skoðun á sjúklingi, kemur fram áberandi kyndeyfð."
"Sjúkl. hefur átt við gott heilsufar að stríða."
"Sjúkl. á vanda til að fara austur í sveit um helgar. Þar datt undan henni hestur."
"Sagan er fengin frá uppgefnum ættingja."
"Hún hefur þroskast eðlilega framantil."
"Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf. "
"Sjúkl. hefur formlegar hægðir."
"Sjúkl. lærði söngnám. "
"Sjúkl. er svo hress að hann gæti farið landleiðina til Akureyrar."
"Sjúkl. batnar ef lagst er ofan á hana (medicin)."
"Sjúkl. fékk þá mjög langsótt kvef.""Sjúkl. hefur verið mædd s. l. 5 ár."
"Móðir getur látið barnið sitja með því að láta fæturna í hring."
"Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr."
"Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn."
"Fékk vægan verk undir morgunsárið."
"Þessi maður veit ekki skyldleika í ætt."
"Sjúkl. tekur engin lyf, en Magnyl þess á milli."
"Leitað er að náraherníu liggjandi og standandi."
"Skoðun leiðir í ljós unglingspilt."
"Sjúkl. var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur."
"Sjúkl. hefur fremur óbærilega verki."
"Sjúkl. borðar reglulegt mataræði."
"Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt, með kjötbollum, eftir það var hún í samkvæmi."
"Við komu á spítalann var sjúkl. fljótlega skoðaður af undirrituðum, og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára gamlan karlmann sem er þrekvaxinn og vöðvastæltur."
"Sjúkl. hefur aldrei fundið fyrir þessum verkjum nema þegar hann vaskar upp í sumarbústað, en er ráðlagt eftirlit, ef verkirnir koma fram við önnur tækifæri. "
"Sjúkl. hefur verið í vandræðum með gervifótinn, en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann í apríl s.l."
"Sjúklingur fær verki í bringunni ef hún liggur á vinstri hlið lengur en í eitt ár."
"Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið."
"Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig árið 1983."
"Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niðurúr."
"Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn."
"Sjúlkingur hefur skilið hvítu blóðkornin eftir á öðrum spítala."
"Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð."
"Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þar til flugvélin hans varð eldsneytislaus og hrapaði."
"Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitthvora áttina í byrjun desember."
"Þegar hann var lagður inn, hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur."
"Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunnmat og lystarstol í hádeginu."
"Húðin var þurr og rök"
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?