sunnudagur, september 12, 2004

Sigur!

Sigur í gær á útivelli á móti Oldenburg 23-26. Ekkert smá flott hjá okkur, held að fáir hafi átt von á þessu í deildinni, þar sem Oldenburg er spáð mun betra gengi en okkur en það hefur víst lítið að segja þegar við spilum eins og við gerðum í gær....klassa leikur og gekk okkur íslendingunum bara vel. Eftir leikinn tók við 4,5 tíma rútuferð og þá voru þýskir slagarar á fóninum, okkur Jónu til mikillar ánægju. Það voru allir hrikalega ánægðir með sigurinn og því var honum að sjálfsögðu fagnað með viðeigandi hætti.

Annars rólegur dagur framundan, þangað til í kvöld en þá eigum við Gunnar von á Robba og fjöllu í mat, kellan ætlar að elda Hangikjöt og allt tilheyrandi með.......usssss!
Þangað til næst Daggan.Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?