þriðjudagur, október 26, 2004

Rotterdam rokkar feitt!!!!!!!

Já sælt verið fólkið, þá er sveitakerlingin mætt aftur á sinn stað í sveitasæluna eftir vel heppnaða ferð til Hollands með landsliðinu. Alltaf gaman að hitta stelpurnar! Annars er helst í fréttum að það er runnið af okkur tvíllum..... eftir síðasta kvöldið í Rotterdam, kom helvíti á óvart að Dríbban var ekki búin að fá nóg eftir kl.1 svo hún "plataði" mig,Gunni og Evu Hlöðvers á tjúttið með sér....askotans vitleysa alltaf hreint. En að sjálfsögðu fórum við allar á kostum og enduðum um hálf sjöleytið heim......ætla ekki að fara nánar út í aðra sálma næturinnar! Dríbba þú tekur kannski við!
Annars gisti Dríbban eina nótt á setrinu hjá okkur Johnny. Við gerðum vel við okkur og fórum með kerlinguna á almennilegt steikhús í Mayen og svo var aðeins litið til Bonn daginn eftir og svo bara upp á flugvöll með kelluna, held að hún hafi bara verið temmilega sátt við þetta allt saman.
Svo er karlinn í heimsókn hjá mér núna, kom í gær og gisti og fer aftur um 5 leytið. Það er eins gott að ég fari að sinna honum aðeins núna...
Hef annars voða lítið að segja, ég sendi boltann bara yfir á Dríbbuna.
Liebe Grusse Daggan

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?