laugardagur, febrúar 26, 2005

Allt crazy í Århus...

Já allt crazy hérna.. Vorum að spila við Slagelse í dag en fyrir leikinn hringdi Rokne (miðjumaðurinn okkar) í þjálfarann og sagði að þeim (Gitte línumaður býr við hliðina á henni) myndi aðeins seinka þar sem löggan væri búin að banna þeim að fara út... Haldiði að það hafi ekki einhver nágrannageðsjúklingur verið að skjóta úr haglabyssu út um gluggann.. Mjög eðlilegt.. Og það fyndnasta var að hún var að segja þjálfaranum hvað væri í gangi, þ.e að karlinn væri að skjóta úr haglabyssu og þjálfarinn sagði alltaf hvad, hvad var ekki alveg að kaupa þetta en Rokne sem er norsk hélt að hann væri ekki alveg að skilja hana þannig að hún byrjaði að tala ensku við hann... hahaha... En allavega sérsveitin mætti svo á staðinn og stoppaði geðsjúklinginn og þær voru mættar í tæka tíð..

Leikurinn gekk annars bara fínt hjá okkur, vorum að spila á móti CL meisturunum og allir bjuggust við 20 marka tapi.. Við vorum að spila fínan leik og vorum yfir í hálfleik með einu.. Mér gekk alveg rosalega vel í fyrri hálfleik og var komin með 6 mörk á 18 mín, byrjaði ekki.. Ég byrjaði svo seinni hálfleikinn á að klikka á nokkrum skotum og var svo bara tekin útaf.. Það var svo sem alveg ásættanlegt en ég hefði nú alveg viljað koma inn aftur því að hinar voru ekkert að gera sig í skotunum.. En svona er þetta, ég náði allavega að setja 7 á 30 mín.. Ekki slæmt það á móti þessu liði... Leikurinn endaði með 5 marka tapi og voru 3400 áhorfendur á leiknum ekki slæmt það.. Það voru 2 aðrir leikir í dag og á þeim voru 4100 og 4500 áhorfendur.. Frekar gott verð ég nú bara að segja..

Til hamingju Kristín mín og aðra Stjörnupæjur með bikarmeistaratitilinn, þið hefðuð samt alveg mátt bjóða upp á meira spennandi leik... Þið voruð bara svo ógeðslega góðar eins og Kristín sagði í viðtalinu eftir leikinn..

Og Daddi brósi bara bikarmeistari með ÍR, innilega til lukku með það brósi og allir ÍR-ingar.. Algjör snilld og alveg komin tími á dollu í Harlemið.. Breiðholtið rúllar......... Mjög sátt við þetta...

Liðinu mínu var svo boðið út að borða í kvöld.. Fengum það fyrir góðan leik í dag.. Það var nú reyndar búið að leggja undir 165 þús kall ef við myndum vinna ég hefði nú frekar verið til í það og skella mér til London með liðinu..

Kveð í bili..
Hrabba

Comments:
Til lukku með leikinn ekki slæmt. Verst að hann var ekki á DR 1 þá hefði maður getað séð kerlinguna
Kv. Inga Fríða
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?