fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Allt að verða CRAZY út á plani..

Já já erótíska sýningin er byrjuð út í höll og það er allt að verða crazy.. Það er svo pakkað hérna út á bílastæði að við höfum aldrei séð annað eins.. Það eru fleiri bílar hérna en voru í sumar þegar Laudrup bræður, Peter Smeichel og félagar voru að spila leik hérna úti á velli.. Þetta er alveg ótrúlegt og ég er orðin ennþá meira forvitin..

Nýja vinnan mín er bara að gera gott mót. Ég var samt mjög svekkt yfir að það væri ekkert föstudags-gotterí eins og var í gamla leikskólanum mínum.. Ég er auðvitað búin að breyta því og er einmitt með köku í ofninum núna og ætla að koma sterk inn á morgun..

Við erum búnar að spila tvo leiki á síðustu dögum og skíttapa þeim báðum.. Eigum öll toppliðin núna í þessum mánuði þannig að það er mjög erfitt að krækja í stig.. Við eigum svo að spila í evrópukeppninni 13 og 20. feb.. Byrjum heima..

Mattan okkar kom svo til Danmerkur í gærkvöldi og heiðraði okkur með nærveru sinni í kvöld.. Æðislegt að fá hana aftur og haldiði að hún hafi ekki keypt handa okkur íslenskt nammi.. Hún er svo mikill snillingur.. Og við erum auðvitað búnar að spila í kvöld.. Er búin að sakna sárt spilafélagans.. Hún er næstum því meira spilanörd en ég..

Annað kvöld er svo rosalegt partý í skólanum hennar Diljá.. Þetta er haldið í skólanum hennar og má hún bjóða endalaust af vinum.. Það er strandarþema og eru þau búin að kaupa 17 tonn af sandi og hita hann upp.. Svo eru seldir kokteilar á strandarbarnum.. Það besta er samt að það er einhver pollur þarna með tveimur seglbrettum.. Ekkert smá flott á því..

Já allt að gerast í Århus gott fólk.. Ótrúlegt hvað fáir nenna að heimsækja okkur.. Eins og við erum skemmtileg..

Jæja verð að klára baksturinn...
Hrabba

Comments:
Langaði bara að senda þér link af gods gift to women: http://www.vg.no/bilderigg/?rigg_id=2654
Enjoy!!!

Ágústa
 
Jæja kelling...ég er búin að finna fína helgi til að koma og nú er bara að vona að frúin verði á svæðinu...hvernig líst þér á 25-27 feb?? Er eitthvað að gerast þá??
Hvernig er annars með úrvalsdeildina??Ég kem í ekki í heimsókn fyrr en ég er komin í efstu deild :(
 
ÉG var að telja saman hjá mér og ég er búin að skrifa 8 daga frá áramótum og þá stundum 2-var á dag á meðan Markús hefur skrifað 6 sinnum :( hvað þarf maður að gera????? Ég held að þetta sé bara komið út í einelti af því ég er ekkert búin að heimsækja ykkur...er það málið???
 
Líst rosa vel á þá helgi.. Það er þorrablót Íslendingafélagsins.. Spurningum að redda okkur pössun.. Eivor mín einelti er ekki málið.. Ég vil bara að þú skrifir oftar.. Taktu á því stelpa...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?