mánudagur, febrúar 21, 2005

Uppgjör helgarinnar..

Fös: Lagði af stað klukkan 5 um morgunin (ég kalla þetta nótt).. Fórum í rútu til Billund og flugum svo til Frankfurt um 8.. Þarf varla að taka það fram að auðvitað svaf ég allan tímann enda ennþá nótt... Við þurftum svo að bíða í Frankfurt í 3 tíma áður en við flugum til Zagreb.. Ég sat ein í fluginu til Zagreb þannig að ég hélt auðvitað bara áfram að sofa.. Frá Zagreb þurftum við svo að fara í einn og hálfan tíma í rútu á áfángastað, ég tók auðvitað smá lúr í rútunni líka.. Við æfðum svo um kvöldið og fórum snemma í háttinn..
Lau: Fengum að sofa til 9 og fórum í morgunmat.. Við fengum svo að fara í bæinn að skoða og versla. Ég keypti fullt af pökkum handa slösuðu Dísinni minni.. Við spiluðum svo kl.18 og þetta var nú meiri vitleysan.. Vorum lamdar í hakkabuff og það var sko alveg leyfilegt.. Áttum að fá allaveg 10 víti en fengum 2.. Þær áttu líka að fá 15 sinnum 2 mín en fengu eihverjar örfáar.. Það er auðvitað ekki hægt að vera með í svona leik.. Það versta við þetta allt var að þegar við spiluðum heimaleikinn þá fengum við ekkert gefið frá dómurunum.. Kvöldið var því ekkert frábært en við fengum rosa góðan mat sem gerist nú ekki oft í svona ferðum.. Fórum frekar snemma í háttinn..
Sun: Lögðum af stað 11 um morguninn og kom ekki heim fyrr en 23.30.. Æðisleg ferð.. Biðum í Frankfurt í 4 tíma og ég sat ein í báðum flugunum og var ég sú eina úr hópnum sem þurfti alltaf að sitja ein.. En vá hvað það var æðislegt að komast loksins heim eftir svona maraþon ferðalag fyrir 60 mín leik..
Í dag tók ég Viktoríuna mína með mér í vinnuna og var hún auðvitað bestust. Við vorum svo komnar snemma heim og fékk hún loksins alla pakkana sína og erum við búnar að leika í allan dag.. Svaka fjör...

Var að setja myndir inná myndasíðuna mína.. Myndir frá því að Dagný var í heimsókn og Bubba Gump myndir af Viktoríu..

Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?