þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Vá hvað fólk getur verið steikt...

Var að lesa norskt séð og heyrt en þar er viðtal við mjög svo skrýtna fjölskyldu.. Þar er 10 ára stelpa sem átti tvo pabba en á nú tvær mömmur.. Ástæðan jú mamma hennar og pabbi skildu og pabbinn fékk hana.. Hann fann sér síðan mann þar sem hann var hommi en þeir vildu báðir verða konur þannig að þeir létu þá bara breyta sér og eru sem sagt lesbíur í dag.. Hvernig getur fólk verið svona steikt???

Var svo að lesa Mannlíf með Friðrik Þór á forsíðunni.. Eins og flestir vita var hann laminn í klessu í miðbæ Reykjavíkur.. Hann segir frá því að í andlitinu eru 9 dauðapunktar.. Hugsiði það áður en þið kýlið mann og annan.. Það þarf nú alls ekki svo mikið til.. Ótrúlegt að fleiri skuli ekki deyja eftir svona barsmíðar..

Gleymdi alltaf að segja ykkur frá því að Anja Andersen hneig niður í beinni útsendingu á sunnudaginn.. Mjög óhuggulegt.. Greip um hjartað á sér og hneig niður.. Hún var samt mætt aftur í seinni hálfleikinn.. Mjög eðlilegt.. Hún er samt í frí núna og verður ekki með í tveimur næstu leikjum.. Við eigum einmitt að spila við þær á laugardaginn..

Já þetta var svona um eitt og annað..
Kveð í bili..
Hrabba

P.S Var að setja inn fleiri myndir.. M.a af curlinghetjunni (mér)..

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?