sunnudagur, mars 27, 2005

Húsið að fyllast af pöddum..

Allt að verða crazy hérna.. Það er orðið svo heitt úti og þar af leiðandi inni líka að ég tók mig til og opnaði alla glugga og stóru hurðina út í garð.. Viktor er búinn að vera hlaupandi um með inniskó í hendinni síðan og er að plaffa maura.. Húsið er að fyllast af maurum þannig að kóngulærnar eru heldur betur komnar með félagsskap.. Drápum einmitt einn eitt kóngulóarflykkið á föstudaginn.. Ég bíð bara eftir að sjá svona tarantúlu í húsinu.. Meiri viðbjóðurinn.. Steini og Þorvaldur þið vitið þá hvað bíður ykkar hér.. Það er allavega líf og fjör í húsinu, eða allavega líf...

Á föstudagskvöldið skruppum við í partý til Stulla og Matthildar.. Það var mjög gaman og alveg fullt af liði mætt á svæðið.. Svala mætti auðvitað með Sing Star og voru tekin nokkur lög.. Stulli og Svala píndu sig í nokkur lög.. Vá hvað ég myndi deyja fyrir að sjá fjölskylduna mína í Sing Star.. Ég er búin að ákveða að um næstu jól þá verður komist að því hver sé lélegasti söngvarinn í fjölskyldunni.. Mamma og pabbi koma örugglega sterk inn og Rebba stórgræðir á því að það þarf ekkert endilega að syngja textana alveg rétt.. Rebba mín verst að það sé ekkert "Það er Abraham og hans vinir".. Þar hefðir þú nú verið á heimavelli...

Nú erum við búin að gúffa í okkur páskaeggjum í allan dag og erum eflaust nokkrum kílóum léttari eftir þessa síðustu daga.. Vá hvað við erum búin að borða mikið..

Svo var verið að breyta tímanum í nótt, komin sumartími sem þýðir að núna erum við tveimur tímum á undan ykkur heima..

Kveð í bili..
Hrabba

Comments:
Í alvöru.. Það var yfir 15° hiti hérna í dag.. Það fer að styttast í sólbekkinn.. Davíð minn þú veist að það eru líka skólar í Århus ;-)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?