sunnudagur, mars 20, 2005

Meiri hiti = fleiri kógulær..

Já helv.... kóngulærnar komnar á kreik.. Fengum sjokk í gær þegar við sáum eitthvað risastórt svart kvikindi hlaupa yfir gólfið. Héldum fyrst að þetta væri lítil mús en nei nei þá var þetta bara risastór hlunka kónguló.. ÓGEÐSLEGT.. Ég er búin að vera með fæturnar upp í sófa síðan.. Hata kóngulær.. Og nú er allt morandi í þeim...


Annars má ég ekkert vera að því að skrifa þar sem verið er að sýna maraþon handbolta í sjónvarpinu.. Öll dönsku liðin að spila evrópuleiki og allt sýnt, gaman gaman.. Sáum Viborg spila í 8-liða úrslitum í CL í gær þar sem þær töpuðu í vítakeppni. Ekkert smá svekkjandi og ekkert smá skrýtið að það sé ekki framlenging fyrst, bara strax vítakeppni.. Mér finnst alltaf svo hræðilegt að sjá einhvern klikka í svona vítakeppni..

Í kvöld mun ég svo henda inn annari kvikmyndagetraun.. Gaman að sjá Bryn koma sterka inn..

Kveð í bili..
Hrabba

Comments:
Oj já ég tek undir þetta með þessar helv...kóngulær... HATE THEM.. ég kynntist þeim ansi vel hérna í "den" þegar ég var að skúra, þá hitti ég nokkrar á hverjum degi....ég var farin að flaffa þær miskunnarlaust með flugnaspaða án þess að svitna!!
Mæli með einum slíkum! ;o)

Kveðja Tinna

p.s. sjáumst í Forum á miðvikudaginn, við Sigga frænka ætlum að mæta og hvetja kellinguna!
 
Já við sjáumst á miðvikudag.. Frétti að þið væruð með trommur með í för ;-)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?