fimmtudagur, apríl 14, 2005

Hjóladrottningin..

Já ég Hrabban er heldur betur að gera gott mót á hjólinu þessa dagana.. Eins og áður hefur komið fram þá hjóla ég heilar 6 mínútur á dag í vinnuna, 3 mín hvora leið.. Ég er farin að hjóla svo hratt að í gær þá fékk ég flugu upp í augað og´svo í dag þá munaði nú bara millimeter að ég myndi fá heilan fugl í smettið.. Vá hvað það hefði nú verið fyndið.. (Þetta er orðið svona svipað og þegar maður er að keyra út á land með allar flugurnar á framan á grillinu).. Ég þarf nú bara að fara að íhuga hlífðargleraugu..

Vorum að koma af leik hjá Stulla og Robba.. Þeir voru að spila á móti Holstebro og unnu með 1 marki.. Robbi skoraði úr víti þegar 3 sek voru eftir.. Annars var Stulli hetja leiksins kom inn á þegar þeir voru komnir 4 mörkum (eða 5) undir og gerði Stullinn sé lítið fyrir og skoraði 5 mörk úr jafnmörgum tilraunum og átti stóran þátt í að koma ÅGF inn í leikinn aftur.. Robbi stóð sig auðvitað líka vel (eins og alltaf) og var með 8 mörk.. Rosa flott grein um þá hér..

Gleymdi að segja frá því í gær að Gitte hornamaður úr Holstebro er líka búin að skrifa undir hérna í Århus.. Við vorum saman á blaðamannafundi í gær og útkoman er hér og hér(svona aðallega fyrir Holstebrosystur mínar)...

Á morgun er ætlum við fjölskyldan að skella okkur til Þýskalands til hans Steina okkar og vera hjá honum um helgina.. Eins gott að hann stjani við okkur... Við munum svo kíkja á leik hjá honum á laugardaginn.. Steini minn aldrei að vita nema ég birti statistik eftir leikinn (alltaf með hana á hreinu hehe).. Eins gott að hann standi sig.. Engin pressa samt....

Ég er búin að vera spá svona síðustu daga um gullkorn barna á leikskólum.. Mér fannst svo fyndið um daginn þegar ég las á síðunni hjá Lísu og Rakel (Lísa vinnur á leikskóla) um krakkan sem sagði við Lísu að hún væri svo ógeðsleg, að andlitið á henni væri allt út í pöddum (freknur).. Hehe.. Þessar elskur geta verið svo hreinskilnar.. Ég man einu sinni þegar ég var að vinna á leikskóla í Breiðholtinu þá var ég nýbúin að láta klippa mig stutt eftir að hafa verið með svona frekar sítt hár.. Þá horfði ein stelpan á mig með sorgaraugum og sagði: Hvað ertu búin að gera þú varst svo sæt með sítt hár en núna ertu bara ljót... Ekkert hreinskilin neitt..
En besta leikskóla saga hingað til er án efa um hann "Jóa" litla sem vanalega mætti alltaf fyrir kl.8 í leikskólann en einn daginn mætti hann þónokkuð seinna með pabba sínum.. Leikskólakennarinn segir við hann: Jói minn þú mætir bara seint í dag.. Jói svaraði þá: Já ég veit það ég er sko löngu vaknaður, þegar ég vaknaði í morgun og ætlaði að fara á fætur mætti ég pabba fram á gangi með typpið út í loftið og hann sagði mér bara að fara aftur inn í herbergi að sofa... Hahahaha pabbinn ennþá bara hress í fatahenginu.. Ekkert vandræðalegt móment.. Já þið skulið sko passa ykkur á þessum elskum....

Vá hvað þetta er búið að vera langt hjá mér..

Kveð í bili..
Hrabba Armstrong...

Comments:
til hamingju með samninginn:-). Sé að það er ekkert pláss fyrir okkur í sumargistingu hjá ykkur svo að við ætlum bara að panta næsta sumar (2006) - mikil pressa frá Daníel að heimsækja Viktoríu Dís til Danmerkur aftur.
Góða ferð til Þýskalands og Hrabba; treysti á að þú kaupir nokkrar dósir af Milky way súkkulaðismjöri á heimleiðinni;-)
 
Erna mín það er alltaf pláss.. Ennþá fullt af helgum lausum.. En annars verðum við nú mikið saman í sumar þannig að 2006 hljómar líka vel.. Þú getur treyst því að ég mun kaupa mjög margar Milky Way dollur..
 
þú skilar kærri kveðju til Gitte frá mér Hrabban mín og innilega til hamingju með samninginn.

Hafdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?