mánudagur, apríl 04, 2005

Steini.is

Vá ég er svo fyndin að það telst varla eðlilegt.. Var að andast yfir eigin húmor þegar ég bjó til bloggsíðu um daginn sem Steini (Sigursteinn Arndal) og byrjaði að skrifa inn á hana eins og hann væri 10 ára.. Ömurlega væmið og var ætlunin að vera dugleg að skrifa inn á hana og birta svo allt í einu link hér til hliðar á síðunni.. Það voru eiginlega tvö vandamál, annars vegar vissi ég að Steina myndi alls ekki finnast þetta fyndið og hins vegar gleymdi ég svo notendanafninu og lykilorðinu þannig að ég skrifaði svo ekkert meira.. Ég var svo að spjalla við Steina á Skype-inu þegar ég fór að hugsa um þetta grín og byrjaði auðvitað að hlæja eins og geðsjúklingur og endaði svo með því að segja honum frá þessu.. Eins og ég vissi fannst honum þetta EKKERT fyndið og ennþá minna fyndið þegar ég sagði honum frá því að ég kæmist ekki inn á síðuna til að eyða þessu.. Ég byrjaði þó að reyna að finna rétta lykilorðið og fann það reyndar fljótlega og datt þá þessi líka snilldarhugmynd í hug.. Ég sagði að ég myndi ekki eyða þessu út nema að hann myndi byrja að blogga.. Og viti menn, Steini er byrjaður að blogga og stefnir beinustu leið á topp úrvalsdeildarinnar.. Tékkið endilega á honum Steina mínum hér.. Það er alls engin pressa á karlinum nema bara það að ef hann verður ekki duglegur að skrifa þá skelli ég bara inn nokkrum línum í hans nafni... hehehe.. Já sniðug stelpa hún Hrafnhildur.. Finnst ykkur ekki? Þetta var kennsla í því hvernig maður byrjar á að láta vini sína blogga... Nú þarf ég að fara að finna mér nýtt fórnarlamb..

Skelli inn getraun í kvöld..

Later
Hrabba

Comments:
Steini minn það þýðir ekkert að hefna sín á mér.. Þetta endar þá bara í vitleysu.. Ég veit að allt þitt fólk stendur með mér í þessu..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?