sunnudagur, apríl 10, 2005

Styttist í ákvörðun..

Já það er ekkert grín að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir og sérstaklega ekki þegar við hjónin erum ekki alveg sammála.. Við þurfum að gefa svar á morgun þannig að það er ekkert langur umhugsunarfrestur í boði.. En við erum hamingjusöm og það er nú alltaf eitthvað...

Í gær var ég hjá Guðrúnu og Kollu í Sushi kennslu.. Guðrún er algjör snillingur í sushi-gerð og var þetta mjög skemmtilegt.. Ég hafði heldur aldrei smakkað sushi þannig að þetta var allt voða nýtt fyrir mér.. Þetta gekk nú bara rosa vel hjá okkur og smakkaðist maturinn vel.. Held samt að þetta verði betra og betra.. Maður þarf aðeins að venjast þessu.. En þetta er ekkert smá flottur matur.. Tók nú nokkrar myndir af herlegheitunum sem ég mun reyna að henda inn í kvöld...

Má annars ekkert vera að þessu bloggeríi.. Verð að fara að slást við manninn minn um hvar við endum á næsta ári..

Later
Hrabba

Comments:
Keep us posted....ég kíkti hundrað sinnum inn hér í gær til að athuga hvort eitthvað væri að frétta!!
Gangi ykkur vel að taka ákvörðun!!
Kveðja Tinna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?