fimmtudagur, maí 05, 2005

Robbi og Stulli í úrslit...

Mikil gleði í Árósunum núna.. Strákarnir bara komnir í úrslitin.. Til hamingju með það Stulli og Robbi.. Nú stendur yfir fögnuður og er hún Hulda snúlla hjá okkur og ætlar að gista.. Hún er svo æðisleg að ég er að spá í að ættleiða hana.. Veit samt ekki alveg hvað Svala segir við því... Við fórum í búðina áðan og byrgðum okkur upp af sælgæti fyrir kvöldið og ætlum að hafa það rosa gott..

Já svo er nú bara sekt á systurnar ef þær skrifa ekki fyrir miðnætti.. Liðin vika síðan ég stofnaði sektarsjóðinn.. Þetta á eftir að verða þeim dýrt.. Ég er allavega komin með frían miða á HSÍ hófið.. Þær verða splæsa einum slíkum á big syst.. Ekki nema þær komi sterkar inn á næstu klukkutímum..

Ég er farin að horfa á videó með snúllunum mínum..

Later
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?