mánudagur, júní 27, 2005

Snilldarhelgi að baki..

Geðveikt veður alla helgina og við bara búin að vera út í garði. Stulli og Krissa komu í garðinn á laugardaginn og var mikið spilað og étið.. Vorum út í garði langt fram eftir kvöldi.. Þetta er bara yndislegt.. Hápunktur laugardagsins var annars að við fengum endanlega ógeð af hausnum á Viktori og var Viktoríu rétt skæri og fékk hún að klippa hausinn á pabba sínum.. Ég fékk nú líka að hjálpa til og leiddist ekki en svo þegar við vorum búnar að gera hausinn á honum enn hræðilegri þá fékk Stulli að snoða hann.. Í gær komu svo Matthildur og Stulli í sólbað í garðinn og var auðvitað tekið í spil og að sjálfsögðu borðað.. Nú erum við bara búin að vera á fullu að pakka niður og gera klárt fyrir flutninga.. Gengur svona líka vel...
Kveð þangað til næst
Hrabba
P.s var að henda inn myndum á myndasíðuna mína.. Koma fleiri á morgun..

Comments:
vá takk fyrir okkur..
yndislegt..

Svo eru thad ba fluttningar hjá ykkur um leid og vid komum heim frá Íslandinu góda:)

Mattzz & Stullzz
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?