mánudagur, júlí 11, 2005

Föstudagurinn.......................................

Já ég veit nú ekki hvernig ég fór að því að gleyma að minnast á föstudaginn í síðustu færslu en hann er nú heldur betur eftirminnilegur þar sem ég fór í risa fjölskyldupartý.. Þá er ég að tala um systkini móður minnar sem eru ekki nema 8 og afkomendur þeirra + auðvitað amma og afi.. Sibba frænka bauð okkur í sveitina sem er rétt fyrir utan Selfoss og var byrjað á að grilla ofan í allt liðið (vorum um 50 stykki).. Síðan stjórnaði ég leikjum þar sem skipt var í tvö lið og var mikil keppni í gangi.. Ég komst að því að keppnisskapið hef ég frá henni móður minni (hef alltaf haldið að þetta væri meira frá honum pabba).. Mútta fór hreinlega á kostum og fagnaði manna mest og hafði hún svo sannarlega tilefni til að fagna þar sem hennar lið vann.. Mikið var hlegið og voru einhverjir maskararnir komnir niður á kinnar.. Dýraleikurinn frægi sem flestar handboltastelpur ættu að þekkja var alveg hreint kostulegur.. Afi baulaði eins og hann ætti lífið að leysa en tókst á einhvern hátt að finna ekki eina einustu belju sem voru ekki nema 9 og stóðu á 15fm plássi.. Vá hvað ég hló mikið... Svo þegar leikirnir voru búnir þá fór Hrabban eitthvað að fikta við Fishermans staup og ekki nóg með það þá tókst mér að láta múttu drekka eitthvað að því líka.. Móðir mín sem er álíka slappur drykkjumaður og ég man örugglega eftir betri laugardegi og sama segi ég.. Ég tók þetta samt aðallega út á föstudagsnóttinni þar sem ég yfirgaf samkvæmið með að skilja eftir smá minnismerki fyrir utan húsið.. Við tók svo bílferð dauðans sem var nú ekki svo löng þar sem við vorum bara að fara í bústað í Ölfusborgum.. Hélt ég myndi deyja á leiðinni.. Viktor þurfti einu sinni að hleypa mér út og leyfa mér að labba með bílnum.. En að móður minni aftur... Hún var komin heim um 05 um nóttina og það vildi svo óheppilega til að hún átti að mæta í vinnu kl.08.. Greyið mútta vaknaði alveg ónýt en fór auðvitað í vinnuna, klukkutíma seinna var hún komin upp í sófa hjá einum sjúklingnum (sem er reyndar góður vinur hennar) sem er í hjólastól og var hann farinn að hjúkra henni.. hahaha.. Ekkert smá fyndið.. Það er allavega hægt að hlæja að þessu eftir á.. Hjúkrunin gekk allavega það vel að hún kláraði vinnudaginn..
Allavega þá var þetta snilldarpartý og kom Viktor mjög seint en með gítarinn með sér og var heldur betur sungið.. Vorum reyndar ekki mörg eftir þegar hann kom en við vorum með Gunnar Berg og Rúnar Gauta sem voru á við 20 manns.. En elsku frændfólk ef þið lesið þetta þá takk kærlega fyrir frábært kvöld.....
Hrabban.... hver önnur....

Comments:
Já það var tekið á því, takk fyrir síðast!!!! Rúnar Gauti var sko líka þunnur daginn eftir... Skemmtu þér nú vel í SÓLINNI.
Kveðja Sibba og co
 
þið eruð snillingar... bara tékka mig inn og þakka fyrir kveðjuna um daginn ! :) Hilsner, ed
 
Hahaha. Mjög skemmtilegt partý sko. Fannst best þegar afi þinn skiptist á að vera kind og belja "MÖÖÖÖÖ.....Meeeee....Möööö" Góða skemmtun í sólinni (smá öfund hérna megin sko...)
Kveðja Sóley
 
Takk fyrir kvedjurnar elskurnar.. Lifi eins og drottning thessa dagana..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?