sunnudagur, ágúst 21, 2005

Ekki ein í kotinu lengur!


Hí hí.... ég mátti til með að koma með eina skondna mynd í viðbót frá Hsí-hófinu! Fallegar finnst ykkur ekki?
Annars er kellan búin að endurheimta karlinn sinn aftur, voða fínt að vera búin að fá hann heim. En honum líður mun betur núna, svo okkur skilst að allt hafi heppnast vel í þetta sinn. En mín er búin að vera að drepa niður tímann á kvöldin með því að horfa á Jack Bauer í þáttunum 24, 3 seria.... þetta eru náttúrlega bara snildar þættir, við Weiberningar könnumst við það. En ég held að Alli hafi átt metið og horft á 1 seriu á einum sólarhringi eða svo! Já þetta voru sko erfiðir tímar í Weibern! Annars voða lítið að gerast hjá kellunni, dagarnar líða ekkert allt of hratt og ekkert allt of mikið að gera hjá minni. Er strax farin að sakna boltans en mín hreyfing er klukkutíma ganga á dag, vil ekkert vera að of reyna mýsluna mína!
Þangað til næst Dagný

Comments:
Glæsileg mynd.. Þekkti ekki einu sinni sjálfa mig strax.. Þú verður að setja þetta inn á myndasíðuna þína..
 
hahahahahahahah ég þekkti sjálfa mig á kjólnum, omg hvað maður er nú undurfagur.

knús, hafdís (dolli dropi)
 
Dagný, hvernig væri að setja þessar myndir af hófinu inn á myndasíðuna þína.

Hafdís
 
Já bara ef ég kynni það Hafdís mín. Ég þarf hjálp við það, Hrabba hjálpaði mér síðast! Annars væri gaman að setja myndir inn, á fullt af þeim...enda mjög svo góð á vélinni.
 
Það er ekkert mál að setja myndir inn á Fotki, ef þú ert með þær í tölvunni. Ferð inn á Fotki síðuna þína og loggar þig inn. Ferð svo í Create new album. Þar setur þú nafn á albúmið þitt og gerir create album. Þá er albúmið komið og þú smellir á það. Þar ferð þú svo í add photos. Núna ferðu neðst á síðuna og ýtir á one photo at time. Núna velur þú Browse takkan og þá ferðu inn í myndirnar þína og finnur mynd. Þegar það er komið þá gerirðu þetta við allar myndirnar.
Vonandi genur þetta, Luv Ragga Ásgeirs. Láttu mig vita ef þetta tekst ekki.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?