föstudagur, ágúst 26, 2005

Nóg að gera í eldhúsinu

Ég veit nú ekki hvað ég á að bulla núna, en það er annars voða lítið að frétta af mér.... ekki enn þá komin með hríðir! hí hí... en mallinn stækkar bara og stækkar. Kellan skellti sér á leik með Kronau-Östringen á móti Gummersbach, síðasti æfingarleikurinn fyrir komandi leiktíð. En leikurinn fór fram í nýju höllinn hans Gunnars SAP-Arena, þetta er engin smá leikvöllur. En íshokkíliðið í Mannheim mun líka spila þarna, við erum að tala um að það er svell undir handboltadúknum, frekar skondið....enda var frekar kalt í höllinni. Höllin tekur 14.600 manns, engin smá smíði, en það mættu 6000 manns á leikinn, sem þýddi að það var uppselt því að þeir voru ekki komnir með leyfi fyrir efri hæðinni, svo færri komust að en vildu. Mér skilst að það hafi verið 1000 manns fyrir utan, svo þetta er náttúrlega bara spennandi vetur fyrir þá en jafnframt erfiður....Annars stóðu íslendingarnir í Gummersbach að sjálfsögðu fyrir sínu, þar að segja þeir Robbi Gunn og Guðjón Valur. Ég missti reyndar af fyrstu mín. í seinna hálfleik, kellan tapaði sér alveg í kökunum í hálfleik.... þarna er ekkert til sparað. Við erum að tala um að það er Resataurant í Vip-herberginu, 3 réttaður matseðill og bar.....allt frítt, þið getið rétt ímyndað ykkur hvort þjóðverjinn hafi nýtt sér það!
Jæja nú verð ég að fara að huga að hádegismatnum, kellan ætlar að bjóða upp á Pítu að hætti Gunnsa, við erum að tala um það að við erum með aðflutta Pítusósu frá íslandi og allt saman. Nammmmm.... svo ætlar kellan að henda í pönnsur seinni partinn, haldið að það sé dekur hjá minni.
Thangað til næst
Dagný

Comments:
Ég held það sé nokkuð ljóst að ég verð að splæsa á mig heimsókn til Germany! Kellan að fara hamförum í eldhúsinu! Ég verð samt eiginlega að koma þegar krílið er komið í heiminn, verð að leyfa því að sjá uppáhalds "frænkuna" sína..! hehe;o)
kv.Bjarney
 
Já njóttu þess að borða á meðan mallinn er svona harður og fínn svo verður hann nebblega ótrúlega mjúkur og krúttlegur!! Bið að heilsa Gunnsa okkar.
Kv minna í orlofi
 
Já Bjarney mín, þú ert að sjálfsögðu alltaf velkomin og ég er ekki frá því að þú átt eftir að vera í uppáhaldi hjá krílinu.

Þá held ég bara áfram að borða Minna mín:) Ef þetta er ekki tíminn til að hafa afsökun til að gúffa í sig.... hvernær þá? Annars er listin hjá mér ekkert mjög mikil, held að barnið sé að taka allt plássið í maganum...annars hvað veit ég. Við Gunnar Berg biðjum að heilsa stór fjöllunni!
Kv.Dagný
 
held samt að þú þurfir nú ekkert að óttast það að maginn á þér verði eitthvað linur Dagfríður mín...

knús til gúmmíbjarnarins,
Hafdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?