mánudagur, október 24, 2005

Missti mig áðan á STARFSMANNAFUNDI..

Já fjörið heldur áfram á vinnustaðnum mínum. Í þetta skiptið fór nú reyndar engin að grenja en það mætti nú ein óvænt þar sem hún er í veikindaleyfi og ég verð nú að segja ykkur hvað er að henni; "Jú jú BÓLGNAR HÁSINAR".. Hún er búin að vera í veikindaleyfi í tvær vikur og var að tilkynna okkur það að þetta gengi nú ekkert svo vel og hún þyrfti örugglega að framlengja leyfið eitthvað.. Þetta er auðvitað bara rugl..

Svo kom nú alveg punkturinn yfir I-ið aðeins seinna þegar einn samstarfsfélagi minn var að segja okkur frá því að pabbi eins stráksins i leikskólanum var að flytja út frá mömmunni en vildi nú taka það skýrt fram að þau væru ekki skilinn.. Ástæðan væri nú bara einfaldlega sú að þau ættu 5 eða 6 börn og hann væri með svo MÍGRENI að hann þurfti bara að flytja í burtu.. Þarna gat ég ekki meir og gjörsamlega dó úr hlátri og ekki batnaði það þegar einhverjir voru farnir að tala um að ríkið (eða kommúnan)borgaði örugglega íbúðina fyrir hann eins og ekkert væri sjálfsagðara.. Hélt að mér yrði allri lokið.. Þessir Danir ganga bráðum af mér dauðri (en á skemmtilegan hátt).. Spurning um að fara að nýta sér þetta og segjast vera mega stressuð og skreppa svo bara til Kanarí í veikindaleyfinu..

Ég gerði gott mót eins og oft áður og mætti með Djúpur handa liðinu.. Á miðjum fundi þegar ég var löngu hætt að hlusta fór ég að hlæja mikið innra með mér þegar ég hugsaði um nammipokasöguna úr einni landsliðsferðinni; Við vorum í Danmörku fyrir rúmum tveim árum síðan og kepptum tvo vináttuleiki við Dani. Fyrir seinni leikinn ætluðum við að vera rosa fyndnar og gerðum nammipoka fyrir alla leikmennina til að gefa fyrir leikinn (m.a mikið af Djúpum).. Það fyndna við þessa nammipoka var að við höfðum skrifað á þá alla eitthvað á þennan hátt: Ef þig vantar einhvern til að tala við skrifaðu mér þá endilega mail og létum svo e-mail adressurnar fylgja.. Okkur fannst við voða sniðugar og hlógum mikið að þessu.. Brandarinn var reyndar ekki lengi fyndinn og við vorum eins og fífl því þeim fannst við bara rosalega sætar að gera þetta og voru sem sagt engan veginn að fatta djókinn.. Leit sem sagt út fyrir að okkur langaði rosalega mikið til að skrifast á við þær.. Við Íslendingarnir sem spiluðum í Danmörku var ekkert mikið skemmt yfir þessu öllu saman.

Læt þetta nægja í bili og verð að hryggja ykkur með því að næsti starfsmannafundur hjá mér er ekki fyrr en í janúar þar sem ég missi af næsta.. Þannig að það verðu langt í næstu skýrslu..

Hrabba sem b.t.w. er líka með bólgna hásin en ætlar samt að mæta í vinnuna á morgun.. HARKA....

Comments:
Til hamingju með prinsinn... þetta æðislegur tími njóttu hans :)

Kveðja Hekla Daða
 
Kæra Hrebbs.. .. djö.. .. harka er í minni, bara mæta í vinnu með bólgna hásin.. .. maður verður bara stoltur af því að vera Íslendingur :o) - kv. pilsanovich
 
Hvað eru skattarnir þarna eiginlega háir... Ekki væri ég til að borga fyrir þetta lið veikindafrí hægri vinstri
 
Vá hvað þetta var fyndið með nammipokana, very bad :)
 
Já það er nú annað djókið Habba Kriss.. Heldurðu að þeir séu ekki að borga milli 50-60% í skatta enda kannski ekkert skrítið miðið við aumingjaskapinn í þessu landi. Það er auðvitað líka verið að borga öllum fyrir að vera í skóla hérna og það er aldeilis nýtt vel.. Allir í skóla í 7 ár..
 
Já það er nú annað djókið Habba Kriss.. Heldurðu að þeir séu ekki að borga milli 50-60% í skatta enda kannski ekkert skrítið miðið við aumingjaskapinn í þessu landi. Það er auðvitað líka verið að borga öllum fyrir að vera í skóla hérna og það er aldeilis nýtt vel.. Allir í skóla í 7 ár..
 
Senda pakkið á sjóinn... þá kemst það ekki heim í frí :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?