miðvikudagur, desember 07, 2005

Brotist inn í húsið mitt..

Helvítis djöfulsins ógeð (nú má ég blóta).. Nú get ég örugglega lítið sofið næstu tvær vikurnar. Við fórum í kvöld að horfa á Stulla keppa og vorum að heiman frá 18.30 - 22.15.. Hann hefur sennilega hlaupið út þegar við renndum í hlaðið.. Því þegar við komum inn þá var hurðin út í garð opin og það var alls ekki orðið kalt hérna inni og svo náði hann augljóslega ekki að klára að gramsa á fleiri stöðum í húsinu... Hann náði samt tölvunni okkar og tölvutöskunni með einhverjum DVD og geisladiskum ásamt passanum mínum sem var í tölvutöskunni. Ekkert smá gott á helvítið að það er auðvitað íslenskt lyklaborð þannig að það verður erfitt fyrir hann að fá eitthvað fyrir hana.. Ekki nema að þetta hafi verið Íslendingur sem vantaði tölvu. Það er auðvitað fullt af gögnum í þessari tölvu sem ég sakna en mér finnst bara verst að vita að því að það hafi verið eitthvað ógeð hérna inni hjá okkur.. Þessir þjófar eru auðvitað bara réttdræp kvikindi eins og margir aðrir (hugsið ykkur hvað ég á eftir að vera hrædd lengi).. Splæsa á þá eins og einu stykki snúru.. Þessi þjófur kemur allavega ekki aftur, sá hefur verið svekktur þegar hann opnaði tölvuna..

En jæja Hrabba reiða kveður í bili.. Farin út með snúru að leita að fíflinu.. Einmitt að ég myndi þora því.. Viktor hljóp út með hamar áðan um leið og við föttuðum að það hefði verið brotist inn.. hehe.. Verst að hann fann hann ekki annars væri hamarinn fastur í hausnum á honum núna.. Viktor var brjálaður..

Comments:
Já, þetta þykir mér sérdeilis ömurlegt. Vona að löggi finni þjófabjánann. Fuss... ferlegt að lenda í þessu. Kveðja, Krissa
 
Ég vona að það skelli plága á allan hans ættbálk....
Kv,Orri
 
Gott að þið séuð öll heil á húfi og að ekki hafi orðið meiri skaði en ég verð að spyrja....stal helvítis þjófurinn tölvunni sem við vorum 4 heil kvöld og þurftum að byrja þrisvar upp á nýtt að færa tónlist yfir af minni tölvu??? Ef svo er þá kem ég sjálf með næsta flugi og leita hann uppi og lem hann :)
Kv Rakel Dögg
 
Váááá þetta er rosalegt...svo ég segi nú ekki annað.
Já Hrabba mín Ósk ég skil vel að þjófurinn sé kominn á dauðalistann hjá þér!!! :)
Ástarkveðja
Jules
 
Djöf.... lýður arrg hvað maður verður pirraður að heyra svona.... ég get rétt ímyndað mér hversu reiður Viktor hefur verið.....
kv. Jóna
 
Rakel mín ég get byrjað á að róa þig niður með því að segja þér að þetta var eldri tölvan. Mér varð einmitt mikið hugsað til allrar tónlistarvinnunnar þinnar.. Sem betur fer eru lögin save... ennþá..
Og Júlía mín þetta er rosalegt með dauðalistann ég sem er ekki búin að minnast á hann í allavega 2 ár en hann er sko heldur betur komin til skjalanna aftur..
En þetta er ömurlegt að ég vona í alvörunni að helvítis kvikindið deyji á kvalarfullan hátt og sem fyrst..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?