föstudagur, desember 09, 2005

Hrabban lítið að róast..

Þori varla að fara í sturtu þegar Viktor er ekki heima og alls ekki að sofa lengur eftir að Viktor fer í vinnuna og hann er að mæta mjög snemma.. Það er líka rosalega skrítið að koma heim til sín núna.. Byrja á að öskra þegar ég opna hurðina og hleyp svo beint inn í stofu og tékka á garðhurðinni.. Þetta er ömurlegt og ég varð ekkert smá pirruð þegar ég komst að því að fíflið hafði tekið líka risa poka fullan af jólapökkum sem áttu að fara til Þýskalands.. Var búin að kaupa þvílíkt flotta pakka handa litla mola og Lúkasi og Döggu og Eibbu.. Júlía þá fyrst fór hann á dauðalistann (og verður aldrei tekin af honum).. Sem betur fer fór ég með fullan kassa af gjöfum um morguninn í Eimskip og lét þá senda heim.. Við vorum eiginlega hætt við að senda hann en ákváðum svo á síðustu stundu að drullast með hann.. Vá hvað ég hefði verið svekkt ef hann hefði tekið hann líka þá hefði ég þurft að kaupa allar gjafirnar aftur.. Eimskip kom þvílíkt sterkt inn gáfu mér jólaglaðning sem voru 4 pokar af Nóa Sírius nammi... Ég var miklu ánægðari en krakkarnir á jólaböllunum með þetta..

Verð að þjóta.. Brjálað að gera hjá okkur hjónum.. Julefrokost á morgun..

Later
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?