mánudagur, desember 05, 2005

Ruglið í vinnunni heldur áfram..

Auminginn heldur sínu striki og hringdi sig inn veika í dag og kemur heldur ekki á morgun.. Það eru 3 mánuðir síðan hún byrjaði að vinna hjá okkur og hún er búin með fleiri veikindadaga á þessum mánuðum en öll mín fjölskylda til samans allt lífið (og við erum 8).. Hún er búin að vera frá í 5 vikur í allt.. Og alltaf einhver væll.. Hún fór heim á föstudaginn eftir klukkutíma vegna þess að 15 ára dóttir hennar var með hita. Það er auðvitað ekki í lagi.. Og ekki nóg með það að vera aumingi þá er hún búin að skamma eða rífast við nánast alla samstarfsfélagana auk þess að skamma eina mömmuna sem kom til mín í sjokki.. Það þarf nú að fara að taka "Drekann" á þetta.. Hún er að gera alla vitlausa.. En nóg um hana..

Áttum þessa fínu helgi hérna fjölskyldan fyrir utan puttalinginn sem varð til þess að ég spilaði ekki í gær.. En það var sem betur fer mjög auðveldur leikur sem vannst bara með 16 mörkum.. Vorum að spila skelfilega.. Áttum að vinna 60-10..

Á laugardaginn horfðum við á hann Stulla okkar fara á kostum í Champions league á móti ungversku meisturunum.. Strákurinn með 8 glæsileg mörk úr 9 skotum.. Verst að hann og markmaðurinn voru þeir einu sem voru góðir og töpuðu þeir með 9 en þeir eiga heimavöllinn eftir næstu helgi.. Og ætli það verði ekki forleikurinn fyrir julefrokostinn hérna heima.. Daði örugglega ekkert ósáttur við að ná einum góðum leik..

Er farin í bæinn að kaupa jólagjafir.. Brjálað að gera...

Kveð í bili
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?