laugardagur, janúar 14, 2006

Hrabban ein í strætó.

Já já skrapp í bæinn í dag eftir vinnu.. Og hvað gerir maður einn í strætó.. Jú jú spáir í annað fólk og ég get svo svarið það að ég sá mann með ferkantaðan haus.. Stóð fyrir aftan hann og var næstum því búin að skella uppúr og þá sérstaklega yfir því að vera að spá í einhverju svona rugli..

Erum búin að horfa á allt Idolið síðustu daga og ég er auðvitað svakalega stolt af henni Möggu okkar.. Hún var æði.. Líka frábært að sjá Snorra og Alexander áfram.. Gettókrakkarnir eru að gera gott mót.. Hlakka mikið til að sjá þættina úr Smáralindinni..

Förum til Holstebro á morgun og hittum fullt af skemmtilegu fólki og munum að sjálfsögðu borða á Cooks.. Ohh hvað ég hlakka til.. Spurning um að ná hádegis og kvöldmat..

Eigum svo að spila á sunnudaginn á móti botnliðinu Roar Roskilde sem við unnum með 29 mörkum síðast.. Anja Andersen og Slagelse ætla að koma liðinu til bjargar og eru búin að gera einhvern samstarfssamning við Roskilde þannig að þær munu mæta með 8 leikmenn frá Slagelse til leiks.. Slagelse er með yfir 30 leikmenn á samning þannig að þær eiga fullt í afgang.. Gaman að þessu og við fáum bara fínan leik út úr þessu.. Þetta er eiginlega bara svindl fyrir liðin sem eru að berjast um að falla ekki. Skrítið að það megi bara flytja 8 leikmenn úr besta liðinu í Danmörku á miðju tímabili..

Hætt að bulla.. Farin í háttinn..
Hrabba

Comments:
Viltu þá vera svo vænn að senda mér nýja linkinn þinn.. Það er ekki einu sinni hægt að komast inn á gömlu..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?